Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 4
yyrmn
Húkarlaskipið Ófeigur undlr fullum seglum með 18 manns um borð.
gerð sinni og notkun vitni um
góð atvinnutæki eyþjóðar og
hæfileika hennar til að stjórna
þessum skipum, jafnt um inn-
fjörðu sem úthaf.”
Sjálfsagt eiga fræðimenn eftir
að f jalla rækilega ,um tijgátu Lúð-
víks Kristjánssonar, með og móti;
en óneitanlega virðist hún koma
feetur heim við. staðreyndir sög-
únnar en hugmyndin um haf-
skipaflota Eiríks rauða; það má
raunar benda á líka að munur
skips og báts þarf ekki að vera
ýkjamikill, þegar hér er komið
Sögu. Einhver kann að sakna vík-
ingaljómans af siglingunni út
Breiðafjörð árið 986. En þar á
móti kemur að hetjusagan teng-
ist atvinnusögunni, hinar fornu
sæfarir reynslu íslenzkra sjó-
roanná fram á þennan dag, sög-
urnar daglegri lífsönn í landinu.
UEBMANN PÁLSSON er ein-
* * hver skemtilegasti fræðimaður
sem um þessar mundir fjallar um
fornritin og einn sá djarfiegasti
iíka; margar hugmyndir hans
koma heldur en ekki nýstárlega
íyrir sjónir, í inngangi þeirra
Magnúsar Magnússonar að Vín-
landssögunum er tæpt á hug-
myndum sem Hermann hefiu- gert
ítarlegri skil annars staðar (Sagna-
skemmtun íslendinga, 1962) og
yrðu upphaf að alveg nýjum skiln-
ingi bókmenntasögunnar, ef rétt
fræði reyndust. En kenning Her-
manns er í sem stytztu máli sú,
að sagnaritun íslendinga hafi haf-
iat allmiklu fyrr en hingað til
hefur verið ætlað og þá með forn-
aldarsögum; hann telur fyrstu sög-
urnar samdar og skráðar á bók
fyrir brúðkaupsveizlu að Reykhól-
um árið 1119 sem frá er sagt í
Þorgils sögu og Hafliða. Það fylg-
ir þessari kenning að sögurnar,
og flestöll fornrit þar með, séu
samdar til skemmtunar áheyrend-
um sínum; sagnaskemmtun er
tilgangur söguritarans. Þetta
skemmtigildi er að sönnu mjög
svo viðtækt (og lendir í hálf-
gerðum bögglingi hjá Hermanni
annað veif); það felur í sér bæði
fróðleik og uppbyggingu, jafnvel
fræðilega viðleitni; það virðist að
sumu leyti hliðstætt almennu
skáldskapar- eða bókmenntagildi 1
nútíðarskilningi.- Sagnaskemmtun
Jfermanns rúmar hugtök Sigurðar
Nordals, vísindi og skemmtun,
sem talin eru skautin í sagnalist
íslendinga til forna og leitast við
að sameina þau; hugtakið hlýtur
líka að styðjast við ákveðnar hug-
myndir um þjóðfélags- og menn-
ingarástæður hér á landi á 12tu
og 13du öld og síðan, sem ekki er
gerð nema lausleg grein fyrir í
bókinni.
Aðrir fræðimenn munu hafa
tekið kenningum Hermanns Páls-
sonar heldur fálega, telja að mjðg
bresti á viðhlitandi röksemda-
færslu ætli hann sér að hnekkja
fyrri kenningum; Hermann er
meiri málafylgjumaður en fræði-
legur rýnandi og freistast til að
leiða hjá sér þau rök, sem mæla
gegn hugmyndum hans. Hann
leiðir t.a.m. engin fullnægjandi
rök fyrir þvi, hvers vegna tekið
sé að bókfesta skemmtisögur svo
snemma á ritöld meðan meiri
þörf hefur þó verið fyrir nota-
betri bókmenntir. Enda á upphaf
ritaldar að færast fram undir
kristnitöku? Og hvernig stenzt
það við heimildir? Þar fyrir W
bélt hens náma fróðlegra og- for-
276 SUNNUDAGSBLAB - ALÞÝÐUBLABIB
i. .í ?-•