Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 10
★ FYRIRHEIT UM FERÐ Svo var það eitt föstudagskvöld á engjaslætti, að afi minn var að undirbúa ferðalag til Borðeyrar, sem hann ætlaði að fara snemma á laugardagsmorgni. Um kvöldið, rétt fyrir háttatímann var hann að ganga frá smáklakkatrússum, en ég var að álappast í kring um hann. Þá segir hann allt í einu við mig: „Liklega væri réttast að þú kæmir með til Borðeyrar í fyrra- rnálið, þó að heyskapurinn bíði mikið tjón við að missa þig frá slætti heilan dag”. Ég tók nú ekki mikið mark á þessu tilboði til að byrja með, því að ég fann að þetta var naprasta háð. En svo bætti hann við: „Þú getur snúizt við hestana og staðið undir, þegar ég læt upp á þá baggana“. Mér varð svo mikið um þetta, að ég var orðvana í fyrstu. „En hvaða hrossi á ég að ríða?“ spurði ég, þegar ég kom upp orði. „Ég læt þig sitja á honum Jarp gamla, hann munar ekki mikið um að halda á þér þó að hann sé með bilaðan fót“. En Jarpur var með staurfót, svo honum var að jafnaði hlíft við reið. Svo fór ég inn f bæ og sagði fólkinu að afi minn vildi að ég færi með honum í Borðeyrar- ferð morguninn eftir. Allir sögðu, að ekki væri ég ofgóður til þess að hjálpa gamla manninum, ef það væri nokkurt lið í mér. Það var eins og fólkið skynjaði það ekki, að Borðeyrarferð var stórkostleg- ur frami, sem mér hlotnaðist níu ára gömlum snáða. Hugur minn var allur á flugi: Borðeyri var í huga mínum eins og borgin eilifa þar sem stórir atburðir veraldar- sögunnar hafa gerzt. Móðir mín fór að taka til sparifötin mín, sokka og þokkalega þynnkuskó, svo ekki vrði leit úr nekm næsta morgun því afi minn ætlaði að leggja upp fyrir venjulegt rismál. Það var lagt ríkt á það við mig að vera gætinn og skikkanlegur í þessu mínu fyrsta langferðalagi, þvi það var alkunna að ég var framúrskarandi fljótfær, ófyrir- leitinn og stórheimskur í öllum fyrirtektum. Ég lofaði öllu fögru um að verða ekki heimilinu til skammar með opinberum kjána- skap. Svo sagði einhver: „Ætli hann afi hans sjái ekki um, að drengurinn komist skammlaust út af þessu ferðalagi?" Þegar ég var háttaður, var ég allur í uppnámi: Morgundagurinn myndi færa mér þá kórónu lifsins, sem ekki yrði frá mér tekin. Strák arnir á bæjunum í kring, höfðu fæstir komið til Borðeyrar. Þeir myndu líta upp til mín eftir svona forfrömun og þó sárlega öfunda mig. Þetta stappaði nærri heims- frægð. En svo valt ég sofandi út. fró þessum stórveldisdraumum og svaf þangað til að afi minn rótaði mér í rúminu og spurði mig hvort ég væri hættur við kaupstaðar- ferðina. Hann var búinn að sækja hestana og leggja á þá reiðtygin. En ég var nú ekki alveg á því að sleppa ferðalaginu og reif mig í fötin. Ég var drifinn til að borða brauðsneið og drekka mjólk á eftir. Að vísu hafði ég enga matar lyst, svo snemma dags, en með dugnaði reif ég þetta í mig, því allt hangs tafði tímann, en ferða- hugur og tilhlökkun ólgaði í mér eins og hitasótt. Svo kvaddi ég fólkið í flýti og við gengum út á hlað, hestarnir stóðu þar tygjaðir. Afi minn hafði lagt hnakJdnn sinn á litla-Brún, það var reiðhestur- inn hans, viljugur og vakur, en mesti styggðarfantur í haga. — Hnakkpútu, Sem ég átti, hafði afi minn lagt á jarpan hest, sem hann átti. Það gat nú samt varla heitið hnakkur, þvi það var bara gæru- skinn, sem var saumað ofan á stoppaða dínu, en reiði ólar og ístöð fylgdu. Þó að þetta væri óásjálegt reiðver, var ég ánægð- ur með það, þv£ strákarnir á næstu bæjum áttu engin reiðtygi. Lóa gamla var undir reiðing. Lóa gamla var grá að lit, stór vexti og mikilleit, skaphörð og hið mesta fjörhross, stygg f haga og hafði til að slá og bíta ókunnuga, sem vildu höndla hana lausa. Það þótti afa mínum stór kostur á hryss- unni, því enginn gat þá tekið hana í óleyfi. Hann var sá eini, sem gat höndlað hana í haga og hvar sem var. Trúnaður þeirra og vinátta var óbilandi. Þegar hann var bú- inn að liggja 40 ár í gröf sinni, var ég á miðilsfnndi hjá Hafsteini Björnssyni. Þá kom afi minn til viðtals við mig og sanhaði sig sér- staklega með því að hafa með sér á fundinn Lóu gömlu og Litla- Brún, sem var síðasti reiðhestur hans hér í heimi. Stjórnandi lýsti þessúm tveimur hrossum svó vel, að enginn mennskur maður, sem hefði haft þau fyrir augum í lif- anda lífi, héfði gert það betur. Ég var því fullviss um, að það voru engin óskiláhroás úr himnaríki, sem birtust inér á þéim stórmerki- lega miðilsfundi. Það vaT skömmii fyrir alda- mótin, að afi minn kom utan ur Miðfjarðar-sveit og var á heim- leið fram í dalinn. Hann kom að Litlu-Tungu, þar bjó þá Guðmund ur Ásmundsson Bjarnasonar á Bjargi Bjamasonar, prests á Mælifelli. Kona Guðmundar taét Hólmfríður. Þau áttu son sem Guðmundur hét. Guðmundur yngri var mikiil fjör- maður; glaðlyndur, verkhraður og verkamikill. Honum þótti gaman að fjörhestum eins og þá var títt, um unga menn. Var það meS sama hætti og unglingur hugsa nú mik- ið um bifreiðar. „Lífið er þrá eft- ir hreyfing og krafti“ segir Einar Benediktsson, Skáldin túlka oft stór lögmál í einni Ijóðlínu. Slík sannindi verða þá öllum íjós og eftirminnileg. Afi minn stóð nokkra stund við I Lltlu-Tungu og fékk kaffi og brennivins-hýrgun, því hann þótti góðUr gestur, gamansamur, og glettinn, sem ávallt þyldr góður gestabragur. Þegar viðstöðu var lokið, hélt hann á stað heimleið- is. Guðmundur yngri gekk með honum nokkurn spöl á veg fram á slétta melana, sem eru fyrir sunn- an bæinn. Hann dáðist mjög að Lóu og Litla-Brún og lagði fðlur á hryssuna. Afi minn gaf lítið út á það. Hann hafði haft hnakkinn á Lóu en teymt Litla-Brún laus- an. Nú skifti hann um og lagði reið tygin á Brún. Þegar hann tók beizlið af Lóu sagði hann við Guð mund: „Þú mátt elga merina ef þú nærð henni". Þegar Lóa var laus við hnakk og beizli, tók hún sprettinn á sama augnábliki fram melana og Guðmundur á eftir og kvaðst afi 282 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.