Sunnudagsblaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 14
APINN OG KRÓKÖDÍLLINN
EINHVERN tíma í grárrl forn-
eskju bjó krókódíll í Karawe og
api í Ponko. Á milli þessara landa
rennur Marevafljótið, breitt og
vatnsmikið. Apanum og krókó-
dílnum þótti mjög vænt hvorum
um annan, já, með þeim voru
miklu meiri kærleikar en fólkinu
í nágrannaþorpunum, og þannig
var það altítt að krókódíllinn synti
yfír fljótið til að heimsækja vin
sinn, apann.
En nú bar svo við, að mikið hall-
æri varð i löndunum beggja meg-
in fljótsins og vinirnir tveir höfðu
naumast nokkuð að eta. íbúar
þessara héraða neyddust tíl að
lifa eingöngu á bugemi, en það er
drykkur búinn til úr safa makindu
pálmans, sem óx í þéttum lundum
öðrum megin fljótsins. Menn
boruðu ofurlitla holu inn i stofn-
ana með spjótsoddum sínum, þá
rann þetta eins og blóð, svo settu
menn tréskálar undir og létu
gulrauðan safann fylla þessar
skálar í friði.
Venjulega drukku menn þetta
strax til að lina hungurverkina i
maganum; aðeins örfáir létu saf-
ann bíða í skálinni nokkra daga
og gerjast.
Á hverjum degi skokkaði apinn
um pálmalundina og leitaði vand-
lega i öllum skálunum með
snarpri tungunni, því það var á
bakkanum hans megin sem mak-
indupálminn óx. Hvenær sem hann
fann ofurlitlar leifar af bugemi
sleikti hann þær óðar upp, og
þannig hélt hanri í sér lífinu.
Þegar vinur hans, krókódíllinn,
kom einn dag í kurteisisheimsókn,
hrópaði apinn:
— Bezti vinur, ósköp er að sjá,
hva'ð þú ert magur.
—r Er það finrða, anzaði Jjrókód-
illjnn, rámur og nieð hryglu, ég
fæ aldrei neitt i svanginn. Eg er
alltaf hungraöur. Eg get ekki einu
sinni sofiö. ‘
Þá fór apinn með hann út í
pálmalundinn og gaf honum væn-
an drykk af bugemi. Síðan fylgdi
hann vini sínum niður að fljót-
inu og kvaddi hann með virktum.
Nokkrum dögum seinna kom
krókódíllinn aftur og var nú ennþá
horaðri en fyrr.
— Skelfing er að sjá, hvað
þú ert lasburða og lítur illa út,
vesalings vinur minn.” kjökraði
apinn.
— Já, og það er ekki undarlegt;
ég hef ekki smakkað matarbitas
síðan ég heimsótti þig síðast
— Æ, æ, hvað er að heyra,
sagði apinn. — Við 6kulum þá
koma og leita að einhverju til að
seðja hungur þitt. Við skulum sjá,
hvað við finnum.
Og nú gaf apinn krókódílnum
fulla skál af bugemi, Ijúffengu,
nýrunnu bugemi. Og þar sem
krókódíllinn tæmdi rétt á eftir
aðra skál af gerjuðu bugemi, sem
var sérlega svalandi fyrir þurrar
krókódílskverkar, þá gerðist hann
drukkinn. Apinn studdi hinn
gamla vin niður að fljótinu og
horfði á með vélþóknun, þegar
liann bomsaði í vatnið og hvarf i
rétta átt heim til sín, til Karawe.
Nokkru eftir þetta bar svo við,
að gamla móðir krókódílsins veikt*
ist illa og snögglega. Ættingjarnir
sendu strax eftir töfralækni til
að stunda hana. — Og töfralækn-
irinn kom. Það var stór og krafta-
legur náungi frá Oklapman-vatni,
og hann athugaði þá gömlu bæði
vel og lengi. Seint um kvöldið
felldi hann þann dóm, að það eina
sem hugsahlegt væri að gæti
bjargað lífi hennar væri hjarta úr
apa.
Nú voru góð ráð dýr, og þess
vegna var þess ekki langt að
bíða, að krókódíllinn í Karawe
heimsækti vin sinn, apann í Pon-
ko, liinum megin fljótsins.
— Elskulegi vinur, sagði ’ap-
inn, þegar hann sá hann koma
skríðandi. Þú ert svo skelfilega
sorgmæddur á svipinn og svona
líka horaður! Hvað hefur eigin-
lega komið fyrir?
— Æ, góði bezti, hún móðir
min er svo veik, kjökraði krókó-
díllinn og kreisti fram tár. Viltu
ekki koma yfir um til mín og
heimsækja hana. Þú hefur lika
aldrei verið gestur minn!
— Já, en, sagði apinn hikandi,
ég er ósyndur, eins og þú veizt
Þú skilur, að ég mundi strax
drukkna.
— Eg skal flytja þig yfir fljót-
ið, sagði vinurinn borubrattur.
Þú skalt bara setjast á bakið á
mér.
Og svo synti krókódíllinn út á
fljótið með skelfdan apann I
hnipri. Þegar vatnið tók að rjúka
um þá, rak krókódíllinn upp skelli-
hlátur.
— Hvað er það sem hlægir þig
Svona? spurði apinn dolfallinn.
En krókódíllinn svaraði ekki,
heldur hélt áfram að hlæja langa
stund. Loks sagði hann:
—■ Api minn, þú ert vinur minn
og þess vegna vil ég ekki að þú
deyir fyrr en ég hef sagt þér
allt af létta. Sjáðu nú til, ég cr
að fara með þig heim til mín.
til Karawe, vegna þess að töfra-
iæknirinn frá Oklapman-vatni
hefur sagt, að minni heittelskuðu
móður muni ekki batna veikindi
ÞJÓÐSAGA FRA AFRÍKU
286 sCtnnudagsblað - alþýbublaðib