Sunnudagsblaðið - 10.10.1965, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 10.10.1965, Blaðsíða 3
Olof Lagercrantz í síðasta blaði var sagt frá 700 ára aiinæli Dantes og- Dante. þýðingum á íslenzku. Hér birtist kafli úr Dantebók Olof Lager- crantz, Frán hclvetet till paradiset, sem í fyrravetur hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráð's. Hann fjallar um þátt þeirra Fransisku og Paolós í 5tu kviðu í Inferno, eina frægustu ástar- sögu heimsbókmenntanna. Steingrímur Thorsteinsson þýddi kviðuna alla og birtist liún í Nýjum félagsritum 1859. Hér birtist síðari hluti hcnnar sem Lagercrantz f jallar einkum um. Paoló og Fransiska eru meöal þeirra sem lifðu lífinu við ást eða ástarnautn. Að vanda skáldsins kðma þau til sögunnar án þess hann hirði um að útskýra sögu þeirra eða fortíð. Dante fjallar um fólk sem allir eiga að þekikja á sama hátt og blaða- hiaður sem lá okkar dögum fer á flugvöllinn eða ^tautarstöðina til móts við Gretu Garbó eða de ^aulle. Hann segir ekki að hershöfðinginn sé ein- valdur Frakklands, leikkonan haíi leikið ódauðleg ástahlutverk og siðan dregið sig í hlé af óskiljan- leSum ástæðum. Hann gerii- ráð íyrir að lesandinn y*ti. svo sjálfsagða hluti, lætur sér í mesta lagi ó®gja að igefa þá í skyn. Aðferð hans er að lýsa við- áiælanda sínum, ihafa orð hans eftir. eins umyrða- t«ust og kostur er. Hann reynir að fanga bráðina Vlrn leið og hana ber hjá, gera vaxmynd augnabliks I, *n leið o@ það líður. Dante vinnur á sama hátt. í'ólkið í kómedíunni kemur til móts við okkur eins °S fólk sem við kynnumst á ferðalagi eða i blöð- Unum. Jafnvel Dante sjálfum, pílagrímnum, sem er kvæðisins, er lýst með þessum hætti. Við hitt- II, 11 hann upp úr þurru í fyrstu hendingu kvæðisins, vHitan í myrkum skógi. Við vitum ekki hver hann er» hvað hann heitir, hvaðan hann kemur. Við kom- uihst ekki hcldur til þess að efast um tilvist hans frvi frásögnin hcr okkur af stað með sér. Við fáum ckkert færi áð verja okkur. Þetta er eins og kvib- ^Vnd: atburðarásin geysisí fram og við kynnumst Srnám saman hetju ihennar og viðfangsefnum hans. Af þessari frásagnaraðferð leiðir að við verðum ‘ie hafa nokkurn veginn sama þekkingarsvið og ^ante .sjálfur. Við verðum að vita hvcrjir þaö cru Sem taiast við, hlæja og gráta i komediunni. lvvæð- er ekki torskilið. Dante er ævinlega skýr í máli og reiðubúinn til að hjálpa lesandanum áleiðis. Hann orti á þjóðtungunni, á ítölsku, gagngert til þess að almennin'gur skildi mál hans. Okkar erfið- Ic-ikar stafa af því að Dante gerir ráð fyrir að við þekkjum til fóíksinís í 'kvæðinu á sama hátt og blaðalesandinn til fólks í fréttunum. Við verðum að þekkja þann menningararf sem Dante lifir við, biblíuna, íklassískan skáldskap, kirkjufcðuma, guð. fræði 12tu og 13du aldar og aragrúa fólks sem kem- ur við alþjóðlega og flórentínska sögu á tímum Dantes. Þess vegna þörfnumst við skýringa fræði- manna á fevæðinu, leiðsagnar þeirra éleiðis til kvæð- isins og úiskýringa á þvf sem fyrir ber. En þeir eru úr isögunni þegar þeir hafa sa'gt okkur til veg- ar. Þá erum við einir eftir með kvæðinu sjálfu. Nú þurfum við á þeirri vitneskju að halda að Fransiska var dóttir furstans Guido Vecchio da Pol- enta og skyld. Guido Novcllo, fursta af Ravenna, sem skaut skjólshúsi yfir Dante síðustu æviár Iians. Fransiska var gcfin af pólitískum ástæðum manni af furstaættinni Rimini, ófríðum krypplingi. Hún varð ástfangin af yngri bróðúr hans, Paoló. Eigin- maðurinn kom að elskendunum óvörum og banaði þeim báðum. Þetta Igerðist þegar Dante var 21 árs g;:mall og sjálfur yfir sig ástfanginn. Atburðurinn vakti mikla athygli; þeLta var stærsta hneykslismál þessara ára. Þegar þau berast í heyrnarmál á flugnum kallar Dante til þein-a, nefnir þau nieð samúð „örþreyttar sálir“ — „anime affannate". Og þegar þau heyra ávarp píia'grímsins flýta þau sér til móts við hann, — „eíns og dúfur sem ástarþráin 'knýr á þöndum væugjum heim i hreiðrið". Fuglamyudirnar ayð- kenna alla fimmtu kviðuna og eru frá fornu fari ná- ALbYÐUBLAÐlÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 483

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.