Sunnudagsblaðið - 10.10.1965, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 10.10.1965, Blaðsíða 12
Kamencv Cicerini, höfðu flutzt til Rúmen- íu á 15. öld og sezt þar að, en sumir af ættinni haldið siðan á- fram alla leið til Rússlands og orðið þar mikils metnir meðal menntamanna þess tíma. Þeir eru meðal annars sagðir hafa gerzt lærisveinar Radstocks lávarðar, sem boðaði heiðríkjutrú sína með- al rússneskra aðalsmanna, sem þrönghyggja hinna opinberu trú- arbragða nægði ekki, unz keisar- inn stöðvaði trúboö hans með því að vísá honum úr landi. — Fjöl- skylduóöalið var Karavol, reisu- legur garður við Volgu skammt frá Simbrisk, og um daga Georg- is Vassilevitsj bjó þar föðurbróðir hans, sem hafði verið nafnkunn- ur prófessor í þjóðarétti við há- skólann í Moskva. Georgí Vassilevitsj stundaði m. a. nám við háskólann í Bonn, og þar var hann staddur, þegar föðurbróðir hans, sem hann eriöi, andaðist. Þegar félagar hans ósk- uðu honum til hamingju með að hafa eignazt auðinn, svaraði hann því til, að hefði frændinn vitað um sósialístískar skoðanir sinar hefði hann ekki látið sig fá eínn eyri. Þess vegna tæki hann ekki við neinu af eignum frænda síns. Enda skipti það engu máli, þvl að innan tíðar væri Karavol og allt, sem höfuðbólinu fylgdi, orðin eign rússnesku þjóðarinnar. Sovét- stjórnin hefur líka þjóðnýtt Kara- vol og gert staðinn að minnismerki um Tsjitsjerin. Arið 1905 var Tsjitsjerin skip- aður í undirtyllustarf við sendi- ráð.if í Berlín. En hann lét fljót- lega af störfum hjá utanríkisþjón- ustu keisarastjórnarinnar og fór að starfa við aðalskrifstofu sósíal- ista í borginni. Hann sat um hríð í fangelsi í Charlottenburg, en fór frá Þýzkalandi til Parísar, og þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst var hann í London. Þar komst hann alvarlega í kast við lögin, þegar hann sem var sannfærður íriðarsinni var viðriðinn áróðurs- herferð meðal sjómanna, Eftir frið- arsamningana í Brest-Litovsk var litið á Rússlandi sem óvinaland, og í nóvember 1917 var hann handtekinn og dæmdur. — Eftir nokkra setu í Brixton-fangelsi var honum vísað úr landi 3. janúar 1918. Snemma á sunnudagsmorgni fékk lögregluþjónn einn þau fyrir- mæli að fylgja honum til West Ilartlepool, en þar átti hann að stíga á skip, sem skyldi fara með hann til hafnar við Eystrasalt. — Lögregluþjónninn hafði ekki feng- ið neinn morgunverð og átti ekki grænan eyri, og hann var mjög þakklátur, þegar Tsjitsjerín horg- aði honum vel fyrir ómakið. Byltingareldmóðm' hans og a£- burða gáfur ollu því að hann var íljótlega skipaður utanríkisráð- herra á eftir Trotzky. Á hinn bóg- inn var ætterni hans og tengsl við aðalinn líkleg til að vekja grunsemdir leyniþjónustunnar; og þótt hann ætti sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins, var alltaf maður frá leyniþjónustunni í ráðu neytinu til að líta eftir gerðum hans. Þaö væru ýkjur að segja, að hann væri Englendingavinur, aldagömul óvinátta Breta og Rússa hafði haft of djúp áhrif á hann til áð þau yröu afmáð í einu vet- fangi. En hann var samt haldinn einlægri löngun til aö koma á samvinnu þessara tveggja landa og hann var reiðubúinn að gefa talsvert eftir til áð fá þvi fram- gengt. Hann átti líka marga vini í Englandi. En með tímanum breyttust viðhorf hans. Sú vinátta, sem þýzka stjórnin sýndi Rúss- landi, þau áhrif sem Brockdorf- Rantzau, sendiherra Þjóðverja í Moskva, hafði á hann og vonbrigði hans með árangurinn af ráðstefn- unni í Genua, allt hafði þetta á- hrif á skapgerð hans. Það var þannig að frumkvæði hans, a® Rapallo-sáttmálinn var gerður, cn í honum fólst náin samvinna Þýzkalands og Rússlands, án ÞesS að Bretar væru hafðir með. Ráðstefnan í Genua, sem val’ íyrst og fremst haldin vegna ÞesS að Lloyd George vildi halda til streitu stefnu sinni gagnvart Rússlandi, hófst 10. apríl 1922. E11 hann beitti málsnilld sinni þar til einskis. Hann lýsti því yfir, Sovétstjórninni stæði full viður- kenning til boða, ef hún hætti að reka áróður erlendis og virti eign' ir útlendinga i Rússlandi. Sendí- nefndir Frakklands og BelglU neituðu hins vegar að eiga neí11 samskipti við Sovétstjórnina, nema hún viðurkenndi skuldir frá Þvl fyrir styrjöldina, en það harðneit- aði hún að gera. Tsjitsjerín, se)'1 ásamt Rakovskí, eftirmanni Ki'aSS' Litviuov, utanríkisráðherra á e^íf Tsjitsjeríin 492 SUNNUDAGSBLAS - ALÞÝDUBLAÐI0

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.