Sunnudagsblaðið - 10.10.1965, Blaðsíða 9
í Rússlandi fyrir
f jórum áratugum
Sir Robert Hodgson var fyrsti sendimaður Breta í
Moskvu, og dvaldist þar árin 1921—27. Hann ritaði
fyrir nokkrum árum endurminningar sínar frá Rúss-
landsdvöljnni, og birtist í/íx flyrrfi hiuti þeirra. í
næsta blaði mun síðari hluti endurminninga hans
birtast, og segir þar einkxun frá Tsjitsjerín utanrík-
isráðherra.
16. janúar 1920 rauf æðsta ráð-
i8 einangrun Kússlands. „Látið
Rússland í friði” varð vinsælt víg-
orð í Englandi, og sú stefna
Lloyds Georges að koma Rúss-
iandi aftur inn í samfélag þjóð-
anna, varð framkvæmanleg. Undir
lok ársins heimsótti Kamenév,
hiágur Trotzkys og meðlimur í
Politburo, sem ræður stefnu Sov-
etríkjanna inn á við sem út á við,
London, ásamt Leonid Krassin,
sem varð fyrsti fulltrúi Sovétríkj-
anna i Bretlandi, til þess að semja
nm viðskipti milli landanna, en
þáð skyldi verða undanfari stjórn-
•nálasambands. En brezkt almenn-
1J;igsáIit var mjög andvígt vissum
þáttum í fari hinnar nýju stjórn-
ar Rússlands, og það var erfitt
starf, sem beið fulltrúa Sovétríkj-
anna. Bandamenn litu á heimför
Hússa frá vígstöðvunum af bylting-
arástæðum á örlagaríkum tímum
°S friðarsamninga landsins við
Ljóðverja sem svívirðilega brigð-
mælgi, en keisarastjórnin hafði
lofað að styðja Bandamenn „til
fullnaðarsigurs.” Brezkir kaup-
sýslumenn voru heldur ekki á-
fiáðir i að hefja viðskipti við
stjórn, sem hafði að áliti þeirra
br°tið grundvallarreglur alls við-
skiptasiðferðis með því að þjóð-
nýta öll verzlunar- og iðnaðarfyrir-
tæki, sem voru rekin fyrir erlent
fjármagn, og neitað að láta bæt-
ur koma fyrir. Á hinn bóginn var
það líklegt til að auðvelda þeim
Kamenév og Krassin hlutverk
sitt, að „nýja efnahagsstefnan”
hafði verið hafin í Rússlandi. Til
að sigrast á efnahagsörðugleikum,
sem engin leið var að snúast gegn
nema láta undan síga, hafði Lenin
ákveðið að hörfa — um stundar
sakir — og taka eitt skref aftur
á bak og síðan tvö áfram, eins og
hann orðaði það. Einkarekstri var
aftur komið á í sumum iðngrein-
um; söiubúðir í einkaeign voru
opnaðar á ný og bændurnir skyldu
aftur fá frjálsa verzlun. Auk þess
var leitað til kapítalistískra landa
um þann stuð'ning, sem var nauð-
synlegur, ef „fyrsta sósíalistarík-
ið” átti að lifa erfiðleikana af.
Þessi fúsleiki Sovétstjórnarinnar
til að kasta fyrir borð kenning-
um, sem auk þess að vera and-
styggilegar í sjálfum sér, reyndust
óframkvæmanlegar og sú von, —
sem þó ekki rættist, — að þessl
fráhvörf frá eigin stefnuskrá
þýddi, að þeir myndu hafna kenn-
ingunum í heild; og sú staðreynd
að Bretar, sem bjuggu við erfið
kjör eftir fyrri heimsstyrjöldina,
töldu sig hagnast á allri aukningu
útflutningsverzlunar; allt þetta
átti þátt í því, að viðskiptasamn-
ingur Breta og Rússa var undir-
ritaður 16. marz 1921.
Með þeim samningi hófu þessi
tvö iönd samskipti, þótt þau væru
aðeins á de facto grundvelli. —
Rússland hafði fyrir sitt leyti allt
að vinna við það að ná samkomu-
lagi við Breta og opna þannig
leiðina til samninga við önnur
lönd, en það gat dregið úr efna-
hagsörðuglcikum landsins eftir sex
ára styrjöld, byltingu og hernaðar-
íhlutun erlendra ríkja. Þannig
rættist draumur Lloyds Georges
um að koma Rússum aftur inn i
samfélag þjóðanna. Öðrum ráð-
herrum, og þá sérstaklega utanrík-
isráðherranum, Curzon lávarði,
féll miög miöur, að brezka stjórnin
skyldi vinna að þessu. í augum
eftir Sir Robert Hodgson
ALÞÝÐUELABIt) - EUNNUDAGSBLAO 4g9