Sunnudagsblaðið - 10.10.1965, Blaðsíða 6
Anna Karenína hjá Tolstoj elskar einnig óloyfilegri
ást sem hún fær ekki staðið gegn. Að lokum er liún
tii þess knúin að kasta sér fyrir æðandi járnbraut-
arlest.
Þegar við íhugum þessar konur — Ófelíu, ísold
Önnu — og kvalirnar sem þær líða undir ævilokin,
sjáum við að einnig þær eru niðurkomnar í einskon-
ar víti, alveg eins og Fransiska. Þær eiga sér ekkert
líf utan við bækurnar þar sem sagt er frá þeim. Þær
elska, fara til leynifunda með angistina brennandi í
blóði og taugum. Fordómar samfélagsins og fordæm-
ing náunga þeirra kvelja þær. Tilfinningar þeirra
sprengja þær sundur; öfund og óvild samfélagsins
nísta þær til bana. Hver þeirra um sig lifir í sínum
eigin vítishring og kvöl þeirra varir eilíílega. Skáld-
íð hefur dæmt þær til þessarar tilveru um allan
aidur,
Fransiska er kona sem elskar. Þegar við hittum
liana kveðst liún sjálf vera um eilífð bundin þeim
sem hún elskar. Hún bætir því við að ástin, sem sé
fl.iótust til funa í viðkvæmu brjósti, hafi fagnað
Paoló, og sjálf hafi hún verið gripin sömu ást á hon-
um. Kvöl þessarar ástar fólst í því að elskendurnir
fengu ekki að eigast nema á stolnum stundum og
máttu stöðugt óttast að kæmist upp um þau. Því
mætti segja að Fransiska sé ekki í víti með öðrum
hætti en ísold eða Anna Karenína eru þar. Refsing
hennar er hennar eigið eðli og afstaða. Refsing er
ástand, ekki afleiðing, segir Eliot. Hag Fransisku er
iýst ofur einfaldlega sem mannlegum öi’lögum. Hún
þjáist vegna þess að hún er fær um mikla ástríðu.
Dante sýnir okkur innra eðli manna, segir Ezra
Pound, sálarástand þeirra, eins og það var á lífi, orð-
ið eilíft eftir dauðann. Sé þetta rétt, þá kynnumst
við Fransisku í kómedíunni óbreyttri frá þvi sem
biin var lifandi.
En hvorki Dante né lesendur hans geta leitt það
hjá sér að kvæðið gerist í víti, hvorki í Pétursborg
eða á Helsingjaeyri. Fransiska í víti lýsir ekki bara
fyrir okkur óleyfilegri ást. Viljum við sýkna hana
hliótum við einnig að taka afstöðu til annars.
Hver einasta manneskja vill láta gera tilkall til
sín, láta lífið hafa sín not, þó svo það kosti hana
eigið líf. En eigum við að gjalda lífið okkar eigin
blóði verðum við að vita að fórn okkar svari kostn-
aði. Var það mér Órestes virkilega heilög skylda að
drepa móður mína til að hefna föður míns? Sú
spurning ristir dýpra eftir dóminn en klær norn-
anna. Var það rétt að svíkja föðurlandið vegna póli-
iískrar sannfæringar? Var rétt að falla fyrir ættjörð-
ina? Var það rétt að hafna öllum jarðneskum gæð-
um vegna ástarinnar á þessum dauðlega líkama sem
hrörnar nú senn?
Dante þekkti hina fornu harmleiki og þau ófrá-
víkjanlegu örlagaboð sem ríkja þar. Sjálfur hafði
hann sem stjórnmálamaður, hugsuður og elskhugi
freistazt til að fórna öllu öðru vegna einnar ein-
ustu hugsjónar eða ástríðu. Kómedían gerist á mörg-
um sviðum í senn. Á einu þeirra heldur Dante áleið-
is inn í eigin sál. Þegar hann hittir Fransisku er
480 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Beatrice. Mynd eftlr Dante Gabriel Rossetti.
hann á vegamótum í lífi sínu. Hann yrkir kvæðið
mikla sem um aldir mun vísa mönnum veginn til
auðugra og gæfusamara lífs eins og hann skrifaði
vini sínum og verndara, furstanum af Veróna, í
frægu bréfi og efaðist ekki um sjálfur. En það gat
hann því aðeins að hann fórnaði öllu öðru þess
vegna.
Fransiska og Paoló eru í kvæðinu ekki einungis
spegilmyndir elskendanna Lanzelots og Gínevru i
Artúrssögu. Þau eru einnig mótleikendur elskend-
anna sem hæst ber í kómedíunni, Beatrice og Dant-
es. Dante hafði alveg eins og Fransiska orðið snort-
inn ást á ,ljúfri veru” „bella persona"; og þessi ást
réð allri ævi hans síðan. Meðan Fransiska segir fra
ást sinni og hvernig hún sameinaðist Paoló lýtur píla'
grímurinn höfði. Þegar Virgill spyr hann hvað hann
hugsi, heyrum við hann svara: „Æ, þeir munarblíðu
draumar, sú algleymisþrá sem leiddi þau hingað i
þennan kvalastað”. Það er auðskilið hvers vegna
Dante verður svo hugsi. Hann hafði séð Beatrice í
öllum æskublóma sínum og hjartað lifnað í brjósti
hans. Einnig hann hlýtur að hafa þráð þesskonar
hamingju, þá sameining sem Fransisku hlotnaðist.
Beatrice dó. í kvæðinu leiðir fegurð hennar hann
ekki til lífsnautnar og jarðneskrar hamingju heldur
áleiðis til aukins skilnings, sáluhjálpar. Hann kemst
í uppnám við fundi þeirra Fransisku vegna þess að
í henni þekkir hann sjálfan sig, sitt eigið líf. Einn-
ig hann hefði getað gefið sig ástríðunni á vald og
látið hana ráða ævi sinni. Einnig hann gæti verið
hér í víti, eilíflega sameinaður veru sem einungis
veitti honum snemmborna hamingju. Hann kjön
sér ást á konu sem var dáin og vísaði honum til
vegar af himnum meðan hann orti kvæði sitt. En það
var örðugur kostur sem hann hlaut að fórna flestu
því sem lífið veitir fegurst og Ijúfast. Því fer slíkur
skjálfti um frásögnina af Fransisku sem hrekst fyrir
storminum.