Sunnudagsblaðið - 10.10.1965, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 10.10.1965, Blaðsíða 14
6g Rússlands spryttu upp úr Lau- sanne-ráðstefnunni. Sama daginn og Rússar undirrituðu viðskipta- samninginn við Stóra-Bretland, gerðu þeir vináttusáttmála við Tyrkland. Það þótti mjög óviðeig- andi í London. Um svipað leyti gerðu Rússar og sáttmála við Pers- íu og Afghanistan, en þeir samn. báðir voru andstæöir skoðun Cur- zons lávarðar á því, hver samskipti þessara landa og Sovétríkjanna ættu að vera. Hann hafði litið á þessi ríki sem virki, er áttu að bægja ásælni Rússa frá Xndlandi. Nú var svo að sjá, sem þau kysu fremur samkomulag við árásarað- ilann hugsanlega en tengsl við fórnarlambið. Ráðstefnan i Lau- sanne var haldin til að skera á tengslin milli Rússlands og Tyrk- lands, sem Curzon lávarður var mjög andvígur, og hann beitti allri herkænsku sinni til þess. Honum tókst það líka að vissu marki, því að hann knúði fram skoðanamun milli Tsjitsjeríns og Ismets pasha, sem var fulltrúi Tyrklands. Hann tryggði einnig fullt siglingafrelsi verzlunarflota allra þjóða um sundin frá Svarta- hafi á friðartímum og skipum hlut- lausra þjóða á stríðstímum. En honum mistókst með öllu að skapa andúð milli Tyrklands og Rúss- lands, sem héldu mjög góðum samskíptum allt þar til samningur Breta og Tyrkja var gerður 1938. En afstaða hans í Lausanne gat auðvitað ekki annað en spillt sambúð Breta og Rússa, án þess að neitt annað ynnist við það. ^UIIiHllirilU Ili llllllllllllillllllllllli II11211111111111111111» | MOLAR | „Það er sitthvað Skálholt 1 | og skítholt”, er orðtæki, sem \ | enn er til á Suðurlandi, óg = X " | merkir hér um bil sama og: = | það er annað Ólafur pá en 1 l Ólafur uppá. — Kominn \ I mun þessi talsháttur til ára | É sinna. — (Blanda). r Svona mega Hainfiröíngar ekki haga sér! Guðmundur ralli var karl í Fljótsdál austur á næstliðinni öld. Eftir honum var þetta haft: „Ég á hest, kærustu, tík og tíu kindur. Þessu lóga ég öllu í liaust”. Séra Markús Sveinbjarnar- son í Flatey var ekki úr hófi fram vinsæll af sóknarbörnum sínum. Eitt sinn hafði hann sungið messu uppi á Skálmar- nesi og vildi fá flutning út i Flatey aö messunni lókinni, en bæudur töldu tormerki á þvi, þar eð þurrkur var kominn, en votviðrasamt hafði verið lengi. Prestur reiddist og sagði, að hvergi myndu finnast slíkir vít- isfantar sem Múlsvaitungar. Eiun bændanna tók undir þatta og sagði: „Satt segir prestut vor”. Presti kom þetta nokkuð a óvart og spurði því: „Hví salli sinnir þú því, elskan mín? , 'Bóndi svarar: „Þetta hlýt'1* aö vera satt, þvi að annars hef guð ekki refsað okkur með sli um presti sem þér eruð‘'. Magnús Pálsson, sem kaWð; ur var Tíkar-Mangi, var ekk^ við allra skap og gat ver meinlegur í orðum. Einu sin111 var hann viö kirkju í Vallailt^ og var þar margt manna. Eft- messu fór fólk að spjalla samai’ á hlaðinu og varð þar tdlsver ^ ur kliður. Þar á meðal v Ingunn húsfreyja á Eyt° ^ stöðum, en hún þótti nauin 3,4iiiiiiiiiiiiiiiiu.4iiiiiiiiiiiiiiii/iiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiim'i* l? 494 sy^íQ1RA8SÞÞA&- - AhfeSí»íBLAÐXÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.