Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Síða 4

Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Síða 4
haustið 1873, en ýmsar ástæður ollu því, að ekkert varð aí fram- kvæmdum að sinni. Þremur árum síðar, 1876, var hins vegar hafizt handa. Bennett féllst á að spara ekkert til að leiðangurinn mætti takast og að Bandaríkjunum mætti falla sá heiður í skaut, að fáni þeirra yrði dreginn að hún á norð- urskautinu, fyrstur allra fána. Næstu þremur árum var varið til undirbúnings leiðangrinum. í heimskautaferðum er ekki hægt að flana að neinu; útbúnaður allur þarí' að vera hinn traustasti og leiðangursmennirnir sjálfir verða að vera einvalalið. Eitlhvert fyrsta verkefnið var að finna skip til fararinnar. Þeir leituðu um allar jarðir að heppilegu skipi og loksins tókst að finna það. Enskur auðkýfingur átti það, og hann hafði látið smíða það sér- staklega með íshafssiglingar fyrir augum. Þetta skip var keypt, og því gefið nafnlð Jeanette. de Long sótti skipið sjálfur til Englands og sigldi því suður fyrir Horn og til San Fransisco. Þar var skipið tekið til vandlegrar skoðunar og viðgerða og styrkt alls staðar, þar sem talið var að mest kynni að mæða á því. Reynt var að ganga þannig frá skipinu, að það þyldi að lokast inni í ísnum langtímum saman. í San Fransisco var einn- ig aflað vista og séð um að allur útbúnaður værl' í' lagi og ekkert skorti af því, sem -þöff' kynni að vera á. ....... Leiðangursmennirnir voru vand- lega valdir. Fyrst sneri de Long sér til tveggja gamalla skipsfé- laga sinna, og þeir voru báðir til í tuskið. Það var Melville vélstjóri og Chipp liðsforingi. Chipp var á skipi við Kínastrendur, þegar honum bárust boð um, að af leið- angrinum yrði, en hann sótti óð- ar um prlof frá störfum og sneri heimleiðis. Þá bættist einnig við liðsmaður frá skemmtisnekkju Bennetts, sem lá í Smyrna: Dau- enhower liðsforingi. Aðrir leið- angursmenn voru flestir valdir áður en de Long kom til San Fransisco með Jeanette, og var Chipp falið að sjá um ráðningu þeirra. De Long skrifaði honum frá Englandi, og tók þar fram hvers væri að gæta við manna- ráðningarnar. „Taktu einhleypa menn,” segir hann í bréfinu. „Og þeir verða að vera heilsuhraustir, þrekmikl- ir og þolnir. Auk þess verða þeir að vera þolinmóðir og jafnlyndir og skapgóðir. Og auðvitað fyrsta flokks sjómenn. Fáðu helzt Norð- menn, Svía og Dani, reyndu að sniðganga Englendingá,'Skóta óg' íra, og Frökkum, ítölum og Spán- verjum skaltu vísa á'bug án um- hugsunar.” III. Jeanette lét úr höfn í San Fransisco 8. júlí 1879. Þegar land- festar voru leystar var mikill mannfjöldi saman kominn á hafn- arbakkanum, og leiðangrinum er fylgt úr hlaði með heillaóskum þúsunda. Mikill fjöldi smábáta og skemmtisnekkja fylgjast með Jeanette fyrsta spölinn, fallbyssu- skot kveða við og eimpípur gjalla. Brottfarardagurinn er gleðidagur, allir eru vongóðir, bæði þeir sem eftir eru í landi og hinir, sem taka raunverulega þátt í leið- angrinum. Það sést af þeim bréf- um, sem de Long sendir konu sinni í upphafi ferðarinnar. Alla leið til Beringssunds fylg- ist skonnorta með leiðangursskip- inu, og lestar hennar eru fullar af kolum. Jeanette verður að geta lagt inn í íshafið með allt þáð eldsneyti, sem kemst fyrir í'skip- ' inu. í Alaska er komið við; þar eru kol tekin úr birgðaskipinu í stað þeirra, sem hafa eyðzt á leiðinni norður, og þar fjölgar á- höfninni nokkuð. Tveir eskimóar og fjörutíu hundar bætast i sóp- inn. 28. ágúst heldur Jeanette norð- ur um sundið inn í íshafið. En áður en leiðangurinn getur far- ið að sinna hinu eiginlega verk- efni sínu að finna heimskautið, verður hann að leggja lykkju á leið sína. Svíinn Nordénskjöld hafði árið áður lagt upp í lelð- angur austur með Síberíu og ör- lög lians voru enn ekki kunn. de Long hafði tekið að sér að grennslast fyrir um Nordenskjöld, og þess vegna verður hann að hafa landkenningu af Síberíu og sigla vestur með strönd hennar. 548 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ En hann hofur heppnina með sér. í annað skipti, sem hann leggur að landi, finnur hann vetrarbúðir Nordenskjölds, og innfæddir íbú- ar segja honum, að hann hafi mán- uði áður siglt austur til Berings- sunds. Því til sönnunar að Nord- enskjöld hafi raunverulega kom- ið á þennan stað, sýna hinir inn- fæddu honum hnappa úr norsk- um, dönskum og sænskum ein- kennisbúningum. Nú er kominn 31. ágúst og stefnan tekin í norður. Heppnin virðist brosa við leiðangrinum. Leitin að Nordenskjöld hafði ekki tafið hann nema um þrjá daga, og það eru vonglaðir menn, sem láta úr höfn á leið til hins ó- kunna, eftir að guðsþjónusta hef- ur verið haldin um borð í leið- angursskipinu. En þessi mikla bjartsýni varir ekki nema þrjá daga. Þá sjá þeir ís framundan, og strax 6. september er leiðangur- inn inniluktur í ís norðan vlð HeraldseyjU og Wrangéleyju á 11- gráðu norðlægrar breiddar. „Þetta land er kjörið til að kenna mönn- um þolinmæði,” ritar de Long í dagbók sína þennan dag, en varla hefúr hann sjálfur gert sér grein fyrir því þá, hver sannyrði þetta voru. í fyrstu gera þeir sér vonir um að ísinn greiðist í sundur, svo að þeir geti haldið ferðinni áfram. En þessar vonir rætast ekki. ís- •breiðan umhverfis þá þéttist stöð- ugt og hitastigið fer hriðlækk- andi. Allt bendir til að þeir verði að hafa vetursetu 1 ísnum. En þeir eru þó ekki setztir um kyrrt. Straumurinn, sem hvalveiðimenn- irnir höfðu talað um, reynist vera fyrir hendi. Þá rekur með ísnum í norðvesturátt, að vísu mishratt og óreglulega, en alltaf mjakast þeir þó áfram. Þeir eru 33 talsins, 28 hvítir menn, 3 Kínverjar og 2 Eskimó- ar, og allir eru þcir óþreyjufullir eftir að komast áleiðis. En þó taka þeir því með jafnaðargeði að þurfa að hafa vetursetu í ísnum, eins og allar horfur eru orðnar á. de Long tekur strax upp skipu- lagða baráttu gegn þeim tveimur meinvöldum, sem hættulegastir gætu orðið: mataræðissjúkdómum og þunglyndi, sem oft fylgir ein-

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.