Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Side 7
menn, sem höfðu verið í báti með
honum. Þeir eru að niðurlotum
komnir, en ehn eiga þeir langa
ferð fyrir höndum. Vistirnar eru
hins vegar komnar að þrotum og
matarskammtarnir eru minnkaðir
eins og frekast er hægt. Alexey
— annar cskimóinn, — skýtur tvö
hrcindýr, en aðra veiði fá þeir
ekki. Þeir rífa hreindýrakjötin í
sig, og þegar það þrýtur, skjóta
þcir hundínn, sem hafði verið
gefið lif, og leggja hann sér til
munns. Og áfram reyna þeir að
komast, þótt þeir séu orðnir svo
þrekaðir að þeir geti ekki gengið
ncma fáein skrcf í einu. Einn úr
hópnum fær kalsár á fæturna, og
hinir verða að draga hann á sleða
með sér. Hann biður þá að skilja
sig eftir, en enginn þeirra vill
hlusta á þau tilmæli. Þeir telja
sér skylt að hlúa að félaga sinum
til hins siðasta.
9. október er de Long farinn
að sjá, að útilokað sé að koma
ölium hópnum til byggða. Hann
sendir þess vegna tvo menn á und-
an til að sækja lijálp. Til þeirrar
fcrðar eru þeir valdir, sem mest
cíga eftir af þreki, og eftir 14
daga strit rekast þeir á hóp inn-
fæddra manna. En þeim tckst
ekki að gera sig skiljanlega og
verða að fara með þessum mönn-
um lengra inn i landið. Þar hitta
þcir sér til mikillar undrunar
Melville. Hann hafði tekið land
talsvert austar en de Long, og
fundið innfædda menn mjög fljót-
lega og farið með þeim upp i
landið. Tveimur dögum síðar er
hann lagður af stað norður á bóg-
inn með hundasleða og innfædda
fylgdarmenn. Hann leitar í þi’jár
vikur að foringja sinum, en árang-
urslaust.
Liðsm'enn Melvilles snua aítur
lieímleiðis, en sjálfur verður hann
eftir og með honum mennirnir
tveir, sem de Long hafði sent eftir
hjálp. Vorið 1882 gera þeir út
nýján leiðangur, og að þcssi sinni
finna þeir siðasta áfangastað de
Longs. Þeir finna lík lians og sið-
ustu félaga hans, og við hliðina á
líki foringjans liggur dagbók hans,
sem hann hefur skrifað í fram
á hinztu stund. Dagbókarfrásögn-
in, þött stuttorð sé, gefur kann-
ski betri bugmyhd en nókkuS
anwað um það, sem de Long hefur
orðið að þola, áður en sulturinn
og frostið lögðu hann að velli.
Síðustu tvær síðurnar í dagbók-
inni eru á þessa leið:
Föstudagur 21. október. 131.
dagur. Kaack fannst látinn milli
læknisins og mín á miðuætti. Lee
dó um hádegisbil. Las bænir, þeg-
ar við sáum, að hann var að deyja.
Laugardagur 22. október. 132.
dagur. Of máttfarnir til • að bera
lík Lees og Kaacks út á ísinn.
Læknirinn, Collins og ég bárum
þau aðeins úr augsýn. Svo féllu
augu mín saman aftur.
Sunnudagur 23. október. 133.
dagur. Allir mjög máttfarnir, —
sváfu eða hvíldu sig allan daginn.
Sótti eldivið fyrir myrkur. Las
nokkuð af guðspjalli dagsins.
Okkur verkjar í fæturna. Engir
skór eru til.
Mánudagur 24. október 134.
dagur. Nóttin erfið.
Þriðjudagur 25. október. 135.
dagur.
Miðvikudagur 26. dagur. 136.
dagur.
Fimmtudagur 27. október. 137.
dagur. Iveson búinn að vera.
Föstudagur 28. október. 138.
dagur. Iveson dó snemma i morg-
un.
Laugardagur 29. október. 139.
dagur. Dressler dó í nótt.
Sunnudagur 30. október. Boyd
og Gertz dóu í nótt. Collins að
dcyja.
IV.
Leiðangri de Longs lauk með
algjörum ósigri. Lifandi sluppu
úr ferðinni aðeins Melville og
þeir, sem með honum höföu ver-
ið, auk þeírra tveggja manna, sem
de Long sendi frá sér eftir land-
tökuna við Lenuósa. Um þi’iðja
bátinn, sem Chipp stjórnaði hefur
aldrei neitt spurzt.
En þrátt fyrir það að svona
tækist til, var leiðangurinn ekki
með öllu þýðingarlaus. í fyrsta
lagi sýndi ferðin að ekki var hægt
að fara á skipi um íshafið þar,
sem de Long hafði ætlað að fara.
í öðru lagi kom greinilega i ljós,
að ekki var vænlegt til árangurs
að gera út stóra leiðangra mcð
mikinn og þungan farangur til
lieimskautasvæðanna. Síðari vís-
indamenn drógu líka lærdóm af
þessu og leituðu til íbúa lieim-
skautasvæðanna um ráðleggingar
og fyrirmyndir að ferðum um ís-
auðnirnar. En meginárangurinn
af leiðangrinum var hvorugt
þetta.
Sumarið 1884, þremur árum eft-
ir að Jeanette sökk, fundu sel-
fangarar við sunnanvert Græn-
land talsvert af fötum, leiíum af
tjaldi og ýmislegt fleira á isjaka,
sein þar var á reki. Það leyndi
sér ckki hvaðan þetta var komið,
þvi að meðal annars fundust á
jakanum skrár og bréf undirrit-
uð af de Long sjálfum. Þetta
hlaut að hafa rekiö þvert yfir ís-
haíið á þrernur árurn, suður meö
austurströnd Grænlands og fyrir
Hvarf. Þar með var sanuað að
hafstraumur liggur yfir íshafið frá
Siberiu til Grænlands.
Það var þetta sem kom Frið-
þjófi Nansen til aö leggja af slað
i liina frægu ferð sína þvert yfir
íshafið á Frem, en sá leiðangur
stóð yfir í þrjú ár, frá 1893—96.
Og reyiisla hans staðfesti það,
sem .leiðangur de Longs hafðí
leitt i ljós, lóngu eftir að foi’ingi
þess leiðangurs- var allur.
ALÞ’ÝÐUBLABIÐ - SUNNUDA&SBLAÐ 55}