Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Page 8

Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Page 8
Séra Jón Halldórsson í Hítardal: Ur biskupasögum GISSUR EINARSSON: Herra Gizur var á aldri millum fertugs og fimm- tugs þá hann deyði. Hann var hár maður að vexti, giaðsinnaður, gestrisinn, lítillátur, siðprúður, hélt sig vel til 'klæða og fæðis, svo og sveina sína að vopnum og tygjum. hverja hann hafði fleiri en færri vegna varygðar og ótta á þeim uggvænlegu óeirðartímum. Varð honum því margt kostnaðar- samt, sem og af hans siglingum. Hann ástundaði ogsvo að manna og upphefja bræður sína og frænd- ur, sem hann fann til þess hæfilega. Hann var og hagleiksmaður, aldrei iðjulaus, svo á þeim stúndum, sem hann var ekki að lesa, skrifa, útleggja, gegna nauðsvn.iaerindum oe mábim manna, eður gleðja gesti og góða vini, smíðaði hann eitthvað sér til gamans. ) MARTEINN EINARSSON : Marteinn biskup var frómur maður og einfaldur, snaklyndur og hógvær, en ekki svo mikill skörung- ur að skynsemi, skarpleika eður hugdirfsku sem svoddan yfirmaður þurfti að hafa og henni beita á þeim styrjaldartímum til að niðurdempa þverúð og þrályndi. ósiðu, ofsa og yfirgang margra hér á landi. ODDUR EINARSSON : Herra Oddur var manna hæstur á vöxt, svo hann og Ari Magnússon í Ögri, sýslumaður, voru nærri iicfði hærri öiium mönnum á alþingi þá allur þing- hcimurinn kom saman: í Jóns Krukkspá kallast hann Oddur hinn hái, si ficta non sit. Hann var á þeim límum almennilega haldinn hinn lærðasti maður hér á landi í framandi tungumálum og lærdómslist- um. sérdeilis í stiörnumeistarakúnst. Hann var guð- hræddur, siðprúður, hófsamur, hógvær, Ijúflyndur, lítillátur og stór lukkumaður. Þénara sína, þegar þeim yfirsást, sló hann ekki eða sjaldan, en áminnti þá og ávítaði með hóglæti og nákvæmum, eftirtekt- ;,vverðum orðum, fyrir utan illyrði og stóryrði. Hans iðja var oftast, þá hann embættisverk hindr- uðu ekki, að lesa, studera, leggja út góðar nytsamar bfekur, af hverjum þó ei eru margar á prent út- gengnar, þar eg hefi séð, nema passíupredikanir, Avenarii bænabók og norska kirkjuordinantia, þrykkt nokkrum árum eftir hans dauða. Hann var skáld, þó ei iðkaði hann þrátt þá kúnst. Hann teikn- aði upp og skrifaði flest allt, sem honum þótti mark- vert eður við bar, hélt og ýmsa skrifara til að rita einar og aðrar bækur, af hverju mikið brann með biskupsbaðstofunni mörgum til sökmiðar og stórs skaða. Þó nokkuð af þessu hafi dplizt hjá hans niðj- 552 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUflJ.AÐIÐ um, samt er það nú undir lok liðið og sundurtvistr- að. Hann var mjög getspakur og forspár um marga hiuti. en lét lítið yfir því, nema þá hann var glaður. GÍSLI ODDSSON : Herra Gísli Oddsson var liógvær maður, ljúfur, lítillátur, vel látinn af öllum leikum' og lærðum, lögvitur, fór þó spakt með vit sitt, góður diktari og einn hinn bezt.i predikari á þeim dögum, stórmenni og hraustmenni mikið. Sitt stipti vísiteraði hann að sönnu, en ei hef ég fornumið að skriflegar visitati- ur hans væru víða til. Heldur þótti hann hneigður til drykkjar, hvað þeim góða manni reið að fullu, c“m menn héldu, var þó jafnan hægur og spaklyndur. BRYNJÓLFUR SVEINSSON: Biskup M. Brynjólfur var siðavandur við presta sína að vanda sinn lifnað og kenningu, leggja af allan lausingjahátt, yfirlæti, latzaraskap í klæða- dragt eður hafa sítt hár, hvert þeir máttu stytta og afskera undir vígsluna, svo ei væri síðara en ofan fyrir sjálfan eyrnasnepilinn eður jafnt honum, eins og hann sjálfur hafði. Hvorki sáust þá parruqver né liðust prestum og ei heldur um daga M. Þórð- ar biskups..........Hann var guðhræddur, bænrækinn og svo sem fastlega reglubundinn að fylgja jafnan tiðum í kirkjunni, að vera við söng í kirkjunni kvöld og morgun. Sat venjulega í norðurstúkunni um söng og embætti. Þá var og predikunarstóllinn norðan til í kirkjunni við stöpulinn fyrir innan slúkudyrnar; fastaði hvern föstudag í árinu og þar tii hvern miðvikudag um íangaföstu, hallmælti ekki kaþólskum, og ei vildi hann láta hallmæla fyrir sín- um eyrum í þvílíkum lífernisháttum; formerktist þc ekki í hans kenningum annað en réttur skiln- ingur á höfuðgreinum vorrar kristilegrar trúar. .. M. Brynjólfur var stjórnsamur og aðgætinn hús- bóndi á heimilinu, svo þegar honum var í milli erindagerða sinna og stúderinga, gekk liann oft og skoðaði hvernig eitt og annað framfór, verklag og luisabyggingar, og sagði f.vrir hvernig það og það skyidi gerast. Þó var langt frá honum smásmugu- leg forvitni og búraliáttur, að skyggnast um hvernig framfæri í fjósi, peningahúsum, vinnukvennabað- stofu, soðbúri og þess konar sléttum hýbýlum, hvað yfirbrytanum var sérdeilis fyrir sett að athuga, til hvers embættis hann tók gegna og skilvisa menn, sem höfðu bæði stjórn og forsjón yfir þjónustu- fólki og þess verklagi á stólnum. í daglegri úrtigeiigm var M. Bflyhjólfúr dramb- semislaus, tyrúr 'utaii allt' yfiri^e'ti .feðup. ifqrdild í fatnaði og matna'ði,' ári ;kræáiiiga, svo' áð við hans • 1. |L •> ; . .-t- •>’ ,»&•%* » T>'

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.