Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Síða 10
#@1111
Hítardalur, Iiöfuðból séra Jóns Halldórssonar.
rækinn, lítillátur, hóglyndur, friðsamur, með hinu
kennimannlegasta siðferði í framgangi, ávarpi og
klæðnaði, gekk ei hraðar í einn tíma heldur en ann-
an, hvort sem úti var hret eður hiti, skúr eður
skin, og varla mátti segjast hann riði hesti skeið.
Hann var á vöxt með liærri mönnum og hafði þykkt
eftir hæð, meðan hann hélt heilsu sinni; hataði allt
óskikk. Ekkert féll honum miður en það hann sæi
á mannfundum drykkjuskap eður vanskikkun
presta sinna. Hann fastaði hvern föstudag, var guðs-
þakkarverkagjarn við hina fátæku og nauðstöddu;
vildi engan láta synjandi frá sér fara..
Hvorki var hann hraðmæltur né hámæltur, en
vandaði sem bezt allt sitt embættisverk og úrskurði,
þá nokkuð á reið, hafandi til þess tóm og umhugs-
unartíma, og fylgdi í flestu fótsporum M. Brynj-
óifs síns forverjara. Og þótt hinir eldri menn þætt-
ust í sumu sakna röggsemdar hans og skörulegra
ráða, samt var þessi elskaður og virtur bæði af
prestunum og öðrum góðum mönnum. . . .
JÓN VÍDAEÍN.
M. Jón Vídalín var að persónu, ásýnd og vexti
tyrirmannlegur, vel á fót kominn, ypparlega lærð-
ur í latínu og grísku sem og fleirum framandi
tungumálum, forfarinn í flestum lærdóms og bók-
554 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
legum konstum, eitt hið liðugasta og bezta latínU-
skáld hér í landi, hafði hreint og skýrt málfæri,
hinn röksamlegasti og áheyrilegasti predikari, og
þótt hann væri vel talandi og stórgáfaður, samt vand-
aði hann jaínan sínar predikanir, og var því vand-
látur um þær við aðra. Hann var skýr og skorin-
orður diktari. M. Brynjólfur Sveinsson, herra Oddur
Einarsson og hann hafa verið þeir lærðustu
biskupar hér í landi.....
Engan nauðstaddan, sem til hans leitaði, lét hann
synjandi frá sér fara, jafnvel þó áður í óþóknan
hans verið hefði. Við kunningja sína og vini var
hann sléttur og glaðsinnaður; við aðra út í frá eða
almúga ávarpsgóður og lítillátur; við stæriláta og
þá, er á hans hluta vildu ganga, stórhugaður og
kappsamur; og utan öls varð honum varla komið til
að skipta sinni sínu. Á fyrstu ái’um hans, meðan
allt lék honum svo sem í lófum, þótti hann í sumu
heldur hneigjast að veraldlegum, hverra uppgangur
þá var í meira lagi um stund. En þá hann tók að
setjast og mæðást, snerist hann því meir til and-
legra, sem lengur á leið, helzt á hans seinustu ár-
ujn; vildi þá lifa í kyrrðum, lagði sig til að þéna
nytsemdum íóðurjands með bókagerðum sínum. Var
stiftinu og kennidóminum mesti söknuður að sjá
á hans bak í þessari hans iðju og hugarfari.