Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Qupperneq 15
PYRIR sex áratugum lauk fyrstu
stórstyrjöld þessarar aldar, styrj-
öld Rússa og Japana. Friðarsamn-
ingar voru undirritaðir í septem
nermánúöi 1905, og höfðu Rússar
bá farið hinar mestu hrakfarir
f.vrir Japönum, sem nú voru í
fyrsta skipti orðnir stórveldi á
heimsmælikvaröa, ríki, sem Evr-
ópuþjóðirnar urðu að fara að taka
tillit til. Lokaorrusta styrjaldar-
innar átti sér stað fyrr á árinu og
stóð yfir í næstum því þrjár vik
ur. Það var orrustan um Mukden,
sem fræg er í hernaðarsögunni.
Hér fer á eftir lýsing á þeirri
orrustu, skrifuð af einum þátttak-
anda, C. Platonov, sem síðar flutt
ist til Englands og varð þar gam-
all maður.
Ilöfundur greinarinn-
ar í rússneskum ein-
kennisbúningi ári'
1904
ORRUSTAN
V Ð MUKDEN
Herir Rússa og Japana höfðu
staðið andspænis hvor öðrum í
bejá eða fjóra mánuði á sextíu til
sjötfu mílna langri víglínu suður
^f Mukden, höfuðborg Mansjúríu.
í febrúar 1905 blossuðu upp bar-
‘iagar víðs vegar á víglínunni, og
þeir færðust smám saman í auk-
ana og urðu að hinni svo kölluðu
orrustu um Mukden. Þá höfðu
báðir herirnir fengið mikla liðs-
auka, og það virtist greinilegt að
stórfelld orrusta var í vændum.
En þrátt fyrir það, hve langvar-
andi, hörð og umfangsmikil orr-
hstan um Mukden varð, reyndist
þún ekki yera úrslitaorrusta
styrjaldar Rússa og Japana, held-
Ul' aðeins síðasta orrustan. Þótt
Japanir hrektu Rússa úr stöðvum
Slnum við Mukden og tækju borg
lr*a sjálfa, tókst þeim ekki að um
^ringja rússnesku herina.Þeim mis
tókst tilrauniV sínar til að skera
Hússa frá Austur-Kína-járn-
ni-autinni og eyða þeim. Eftir orr-
ústupa héldu báðjr herirnir hin-
Um nýju vígstöðvum sínum þar
^ friður yar saminn.
Þessir atburðir höfðu í stuttu
máli orðið fyrir orrustuna um
Mukden: 1896 fékk rússneska
stjórnin leyfi hjá Kína til að
leggja járnbraut í Mansjúríu, og
1898 fékk hún leigðan til langs
tíma hjuta af Liaotungskaganum
með vjggirtri höfn í Port Arthur.
Rússar lögðu Mansjúríubrautina,
sem tengdi Vladivostok við Síber-
íubrautina og áhrif Rússa í Kína
jukust óðfluga. Japanir voru á-
fram um að halda stöðu sinni sem
voldugasta ríkið í Austurlöndum
fjær og undirbjuggu styrjöld á
laun. í febrúar 1904 réðst japanski
flotinn á rússneska flotadeild í
Port Arthur án þess að lýsa j'fir
stríði, og japanskar hersveitir
stigu á land í Kóreu og Mansjúx--
ÍU. Til margs konar átaka kom í
Mansjúríu vorið og sumarið 1904,
og Japanir settust um Port Art-
hur.
Fyrsta stórorrustan átti sér stað
við Liaoyang, þar var rússneski
hei-inn undir stjórn Kuropatkins
hershöfðingja hrakinn á flótta.en
ekki yfii-bugaður. Hann hörfaði
með fram Austur-Kína-járnbraut-
inni í átt til Mukden og tók upp
vígstöðu við ána Hun-he.
í pktóber hafði Kuropatkin
fengið liðsáuka og ákvað að gera
gagnárás, en orrustunni, sem fór
fram við ána Sha-he lyktaði með
þæfingi og báðir herir tóku sér
samhliða stöður mjög nærri hvor
öðrum. í janúar 1905 gerði Kuro-
patkin aðra tilraun til sóknar,
þrátt fyrir mikinn kulda. Árásinni
var beint að stöðvun Japana ná-
lægt þorpi, sem hét Sandepoo. En
Japönum var greinilega vel kunn-
ugt um fyrirætlanir rússnesku
herstj órnarinnar, en slíkt kom oft
fyrir í styrjöldinni. Njósnastai-f-
semi þeirra var hin árangursrík-
asta. Kínversku ibúarnir voru
beiskir: þeir ui-ðu fyrir þungum
búsifjum af völdum þessara
tveggja mikiu herja og átökum
þeii-ra sín á milli; þorp þeirra
voru lögð í rústir og uppskeran
eyðilögð, þúsundir manna voru
heimilislausir og sultu. Það var
auðvelt, einkum fyrir Japani, að
finna njósnara meðal þeirra. Við
ALÞÝÐXJBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 559