Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Page 22

Sunnudagsblaðið - 07.11.1965, Page 22
alltaf reiður”. „Hann er óþverri að sparka í litla kisu”, segir Rudoli'. „Já”, segir Elsa. „Það segir hr. Túlli, þegar Putti sparkar í mömmu, en mamma segir, að það sé ljótt að segja það um fólk”. „Hver er hr. Túlli?” segir Rud- olf. „Hann er lögregla”, segir Elsa. „Hann á heima hinum megin við götuna og hann er voða góður við mig. En nú verð ég að fara heim”, segir Elsa, „því að í kvöld kemur Putti heim að borða, þá verð ég að vera komin í rúmið, áður en hann kemur, svo að hann verði ekki vondur. Putta þykir ekkert vænt um litlar stelpur. Putta þykir ekki vænt um kisur. Putta þykir ekki vænt um neitt. Mamma er logandi hrædd við Putta, og ég líka. Heyrðu”, segir hún, „ég ætla að skilja Jóa eftir hérna hjá þér og koma aftur á morgun og leika við hann”. „Heyrðu, Elsa”, segir Rudolf, „kemur hr. Túlli líka heim að borða í kvöld?” „Já, já, hann kemur heim á hverju kvöldi. Stundum þegar Putti kemur ekki heim í kvöldmat, lofar mamma mér að fara yfir til Íir. Túlla og leika mér við Kalla, Hundinn hans. En þú mátt ekki segja Putta það, því að honúm er ekkert vél við hr. Túlla. í kvöld kemur Putti heim og þess vegna segir mamma mér að fara snemma í háttinn”. Rudolf tekur nú gamalt sendi- bréf upp úr brjóstvasanum og blýant úr öðrum vasa. Hann skrif- ár nokkur orð á umslagið, en allt í éinu engist hann sundur og sam- an á gólfinu, oó, oó, oó, veinar hánn. Síðan segir hann við Elsu: „ÖjáðU iiú til Elsa”, segir liann, „þti ert svo klár stelpa, og' taktu nú vel eftir því, sem ég ætla aö segja þér. Þú ferð ekki að hátta fyrr en Pútíi kemur. Þá”, segir Rud- olf, „segir þú honum, að þú hafir farið inn í þetta gamla hús að leita að kisu þinni og þá hefir þú heyrt einhvern hljóða svona óskap- lega eins og mig áðan, í herberg- inu við endann á stiganum. Og segðu, að þu finnh- þarna náunga, séin segist heita Rudolf, líggjandx á gólfinu, fárveikan og geti ekki hreyft sig. Segðu honum, að kjall- aradyrnar séu opnar. En”„ segir Rudolf, „þú mátt ekki segja hon- um, að Rudolf segi þér að segja þetta allt. Skilurðu það?” „Jaá”, segir Elsa, „þú vilt fá hann hingað yfir um. En hann sparkar í Jóa, ef hann kemur hing- að”. „Hann kemur örugglega, en hann sparkar ekki í Jóa”, segir Rudolf. „Ef hann kemur ekki hing- að, þá má djöfullinn hirða mig. Reyndu að segja honum, hvernig ég lít út, Elsa. Hann spyr ef til vill, hvort ég sé með byssa. Þá segir þú honum bara, að þú hafir ekki séð neina. Sérðu nokkra byssu, Elsa, ha?” „Nei”, segir Elsa, „hara byss- una, sem þú varst með, þegar ég kom inn og þú stakkst undir frakk ann þinn. Putti á byssu, og hr. Túlli á líka byssu, en Putti segir, að ég megi aldrei segja nokkrum lifandi manni frá því, að hann sé með byssu. Þá sparki hann í mig eíns og mömmu”. „Jæja”, segir Rudolf, „þú mátt ekki beldur muna eftir því að hafa séð mína. Jæja”, segir hann, „ef Putti fer að heiman til þcss aS fara hingað yfir til mín, sem ég er handviss um að hann gerir, hleyp- ur þú til hr. Túlla og færð honum þetta bréf, en þú mátt ekki segja 'Putta, eða mömmu þmni frá bréf- inu. Ef Putti fer ekki, sem ég vona, að komi ekki til, fcrðu samt með bréfið til hr. Túlla. Segðu mér nú, hvað þú átt að gera, Elsa”, segir Rudolf, „svo að ég viti, hvort þú hafir skilið mig rétt”. „Ég á að fara heim og bíða eftir Putta”, segir hún. „Segja honum, að Rudolf, feitur maður, liggi emjandi og veinandi hérna á gólf- inu í þessu skítuga, gamla húsi og hann sé voða veikur, það hrygli og snörli í honum, þegar hann andi. Kjallaradyrnar séu opnar, og ef hann spyr mig, hvort hann sé með byssu, þá hef ég ekki séð neina. Þegar Putti fer til að hitta þig, á ég að fara með þetta bréf til hr. Túlla, en mamma og Putti mega ekki vita um bréfið. Ef Putti fer ekki, á ég samt að íara með það til hr. Túlia. Þú verður hérxia og passar Jóa”. „Þetta er fínt”, segir Rudolf. „Hlauptu nú”. Elsa fer. Rudolf sezt upp aftur, hallar sér upp að veggnum, af þvi að honum er hægra þannig. 3oi eineygði skríður upp í kjöltu hans og malar lágt. Myi-krið færist yfir> svo að það verður brátt dimmara þarna inni heldur en í lokaðri tunnu. Rudolf finnur, að það er að líða yfir hann einu sinni enn og reynir að streitast á móti. Skömmu síðar segjast nágránn- arnir hafa heyrt skot innan úr hús inu, og síðan tvö önnur hvort a eftir öðru, síðan heyrist ekki meir, þar til Túlli lögregluþjónn og nokkrar fleiri löggur koma með sjúkrabíl og lækni og ryðjast inn í húsið, alvopnaðir og með kast- ljós. Hið fyrsta, sem þeir reka augun í er Putti, neðst í stigan- um, með tvö skotsár á hálsinum hVort hjá öðru. Hann er auðvitað steindauður. Rudolf hallast enn upp að vegg11' um með eittlivað, sem Iíkist loðnu skinni í kjöltunni. Þetta reynist vera það, sem eftir er af litla kettinum, sem ég var að segja þér frá. Það tekur að vísu enginn eft- ir honum í fyrstu. Þeir hugsa ekki um annað en að koma hnappheld- unni á úlfnliðina á Rúdolf. Áður en þeir fara með hann flettir liann fötunum frá Sér og sýnir lækninum skotsárið í síðunni- Læknirinn lítur á sem snöggvast, hristir höfuðið og segir: „Það er komið drep í þetta”, seg- ir hann. „Svo lxeld ég, að þú hafir lungnabólgu, eftir því hvernig Þu andar”. „Ég veit það”, segir Rudolf. Ég fann það í morgun. Útlitið er ekki gott, er þaö, þú, Iæknir?” „Nei, það er það ekki”, scgir læknirinn. „Jæja strákai*, upp, upp mín sáli”, segir Rudolf. „Ég býst við, að þið kærið ykkur ekki um Jóa, fyrst hann er dauður”. „Jóa, hvaða Jóa?” spyr ein lögg' an. „Jói eineygði”, segir Rudolf- „Kötturinn hérna. Puttl skaut úi' honum góða augað og tók mest af hnappnum með. Ég lief aldrci séð annað eins skot. Jæja, Jóa líðm’ bctur mina, en ég sakxxa bauí- Hann var beztx vinur xninn til bi»S 50Q SPNNUDAGSELAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.