Vísir - 24.12.1962, Síða 2

Vísir - 24.12.1962, Síða 2
78 V1SIR . Mánudagur 24. desember 1962. •— ...........—.... Forum Romanum. :';y- 'wsBfjteJL ... tilyl Ég *4 U | • , 'y -1-. f & Cr ijæl Eftir Hannes Pétursson fyrir sér það sama og ég: Skaga- fjörð. Bessastaði, Fjölni, — sól- bráð eftir langan, langan vetur, morgunbjarma á fjöllum íslenzkr- ar sögu. Ég undraðist það ekki. Og við gengum aftur af stað; spjölluðum ofurlítið saman. Ég spurði, hvað þessi kirkjugarður vœri gamall, og hann svaraði, talsvert hreykinn: Den fejrer i ár netop sit 200 árige jubileum! Og loks: gröf Jónasar. Ég kvaddi fylgdarmanninn og þakk- aði honum aðstoðina, — til þess að geta verið einn. Tíminn leið, ég horfði og horfði niður fyrir fætur mér, hjá þessari blómlausu gröf, undir þessum hlustandi trjám. Hér var það þá, sem allt komst í kring. Og ég hugsaði með sjálfum mér: Hér hvíla bein Jón- asar, nú og ævinlega, hversu langan veg, sem þau verða flutt burt frá þessum stað, því það var hér, sem vinir hans og kunn- Með næturlestinni frá Höfn til Rínarlanda Köln, 29. júlí J^estin brunaði suður eftir Sjá- landi og bar mig inn £ nýja daga. Oti hvíldi rauðleit sól yfir ökr- unum, og það sló fyrir svölum ilmi, Ur jörðinni, þegar lestin þaut áfram með opnum gluggum. Það rökkvaði, við byrjuðum að ferð- ast inn í nóttina. Trjákrónur, hlaðnar kvöld- myrkri, bærðust f kulinu — og handan við þær blýgrár himinn. Skarður máni fylgdi okkur eftir á hægri hönd og sneri egginni suður til Evrópu. Það var engu líkara en lestin kepptist við að slíta hann af sér, eins og hún væri með því að bjarga lffi/SÍnu undan þessu himinborna egg- vopni. Stöku vindmylla sveiflaði stíf- um örmunum, f kynlegri kvöld- AF DAGBOKARBLOÐUM f Assistenskirkjugarði Kaupmanahöfn, 4. júlí J agði árla af stað upp Gothers- íjade með notalegan vind í fangið, fram hjá blaktandi lauf- þykkni trjánna í Rósenborgar- garði og sem Ieið ligur út i Assistenskirkjugarð — yfir brúna og áfram Nörrebrogade. Og þarna var kirkjugarðurinn, þögul, græn byggð hinna dánu, mitt í sfhvikulu lífi okkar hinna, sem enn erum á gangi, horfum og hlustum og tölum, vinnum og lesum. Rétt innan við garðshliðið blasti við kort, þar sem merktar voru grafir danskra frægðar- manna, en þar var auðvitað hvergi að fina þá tvo staði, sem ég var einkum kominn til að sjá: upphaflegan legstað Jónasar Hall- grfmssonar og leiði Konráðs Gíslasonar. En ég nóteraði hjá mér, hvar grafa Kierkegaards, H. C. Andersens, Nexös og Voggos Stuckenbers væri að leita. Kierkegaard hvílir við hlið for- eldra sinna og systkina; á leiðinu eru þrír legsteinar. Það er grasi gróið og með járnrimlum í kring, ekki blómum prýtt, en einhverjir — kannski erlendir aðdáendur Kierkegaards — höfðu fyrir skömmu komið að gröfinni með blóm, því tveir rósavendir lágu ofan á grasinu. Hélt lengra inn f garðinn því gröf Kierkegaards er í suðaustur- horni hans, svo til um leið og komið er gegnum hliðið, sem snýr að Kapelvej. í Ioftinu lá þungur ilmur af blómum og trjám, ótölulegum fjölda trjáteg- unda, sem bærðust mjúklega í andvaranum.Og söngfuglar skokk uðu um stígana og á leiðunum eða sungu í trjánum. Margrödd- •íð tónlist þeirra glitraði inni í lágróma Iaufþytinum og fjarlæg- um þysi umferðarinnar á Nörre- brogade, þar sem allir voru að verzla, verzla, verzla ... Á leiði Nexös er stór, rauðleit- ur steinn, ótilhöggvinn, og þar stóð skál með rósum, og margir blómvendir lágu á gröfinni, votir eftir regnið í gær og nótt. Blóm- in voru farin að seytla niður til gamla mannsins, seytla niður f jörðina. Þannig komast blóm til skila, gefin hinum dánu. Leiði Andersens ér látlaust, girt svörtum járnrimlum. Þar eru rauð og blá blóm í litlum klös- um. Á steininum stendur nafn skáldsins, fæðingar- og dánar- dægur og neðan undir f jögur visu orð eftir sjálfan hann, þar sem hann fullyrðir, að sálin deyi ekki. Sitt hvoru megin við legsteininn standa tvö lágvaxin tré. Og enn kom einn af þessum gæfu fuglum, sem syngja hér í útlandinu, nam staðar í loftinu, blakandi vængjum, rétt fyrir framan andlítið á mér, meðan ég las áletrunina, eins og hann vildi gá, hvort ég væri með tár í aug- unum. En af þvf ég hafði ekki Franz frá Assisi við hlið mér, skildi ég ekki, hvað hann vax að syngja. En nú brá ég mér inn á kirkju- garðs-kontórinn og bað fólk að segja mér, hvar Konráð lægi grafinn og hvar Jónas hefði verið greftraður upphaflega. Það mundi, að bein hans höfðu verið flutt heim til íslands (vonandi, að það hafi verið þau). Og það fletti upp í registrum frá 19. öld, og sfðan var sendur maður með mér af stað út í garðinn. Komum fyrst að liði Konráðs (nr. 555, Q). Ég horfði um stund á legsteininn, lágan og dökkan, og las það, sem á honum stendur, nafn, fæðingar- og dánardægur og: Den Arnamagnæanske Kdm- mission satte ham dette Minde. r Maðurinn við hlið mér teygði sig inn yfir leiðið til þess að lesa á steininn líka, en þegar hann var búinn að því og leit á mig, fann ég, að hann hafði ekki séð ingjar stóðu bjartan maídag 1845 og horfðu á eftir kistu hans ofan í jörðina, og það var hér, Iangt frá ströndum lslands, sem torf- an kyssti náinn. Kirkjudyr í Köln. leikfimi, og eitt og eitt hús lauk upp gulum augum. Og svo kom ferjan yfir til Þýzkalands — og Hamborg kl. 3. Þar kastaði lestin mæðinni; hristi svo af sér doðann, og skipin í Hamborgarhöfn hurfu fram hjá f næturmyrkrinu, prýdd Ijósum, eins og litlar, fljótandi álfaborgir. Ég fékk mér blund, og allir fengu sér blund; hrukku upp, geispuðu f lófa sér, litu út um gluggana og sáu, að jörðin hafði haldið áfram að snúast, þvf kom- in var grá morgunþoka, sem Iyppaöist milli trjákrónanna og skreið eftir bithaganum, þar sem svartskjöldóttar kýr í stórum hjörðum siluðust áfram álútar og höfðu líklega vakað mestalla nóttina við að breyta jörðinni f mjólk. Og turnar Kölnardómkirkju komu f augsýn. Tveir fingur að benda til guðs, sem aldrei hefur sézt. 123 Klukknahringing Köln, 30. júlf Tjegar ég gekk út til kvöldverð- ar, var komið yndislegt veð- ur, loftið tært og svalandi eftir rigninguna; göturnar hreinar. Fal- legar, hánýtízkar byggingar og gapandi brunarústir síðan f stríð- inu toguðust á um augað, skópu einkennilegan samleik lifandi og dauðra flata, togstreitu milli lífs og dauða. Götukerfið gamla er að mestu óbreytt hér í miðborginni, og þessi nýju og glæsilegu hús njóta sfn ekki ævinlega sam skyldi fyr- ir bragðið, þvf áhorfandann skortir heppilega fjarlægð frá þeim. Víða blasir við skemmtileg- ur tvfleikur milli himinþyrstra dómkirkjuturnanna og nægju- samra, rólyndra nýbygginganna. FRA SUMRINU 1962

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.