Vísir - 24.12.1962, Page 5

Vísir - 24.12.1962, Page 5
VlSIR . Mánudagur 24. desember 1962. f 21 RADDBONDIN I LAGI Ég komst svo að orði í fréttapistli frá írlandi í haust, að „bjórdrykkja á írlandi væri kapituli fyrir sig‘‘. Þetta hefur víst ekki verið of mælt, því að ég las seinna í Financial Times í London að írland (Eire) væri mesta bjór- útflutningsland heims, og næmi framleiðslan 2,25 milljónum tunna á ári (1960) og þar af drykkju írar helminginn sjálfir. Tekjur rikisins af innanlands- sölu nam S milljónum punda af samtals 126 milljóna ríkistekjum fyrrnefnt ár. Um 4000 manns vinna í ölgerðum, en margir aðr- ir hafa óbeint tekjur af ölgerð — heimaræktað bygg er keypt fyrir 2 millj. punda á ári — öl- gerðirnar í Dyflinni einni hafa samið við 15.000 bændur um byggkaup, 650 manns gera malt tír bygginu, flutningur á hráefni og bjór nemur 10% af öllum vöruflutningum og bjórsöluieyfi háfa 12.000 fyrirtæki - og er hér fráleitt allt talið. Bjórskip og ölstofur. Menn verða þess líka fljótt var ir við komuna til írlands, að mik- ið er flutt út af bjór og alls stað- ar eru ölstofurnar (pubs), þar sem menn geta prófað ágæti framleiðslunnar. Skammt frá þar sem Fossarnir okkar liggja við garða uppi í Liffey virðist alltaf vera unnið að því að ferma bjór- skip, kranar og bómur eru í gangi og karlarnir „hífa“ stáltunnurn- ar, sem bjórinn er nú fiuttur út í, hátt á loft, og svo niður í Iest- ar bjórskipanna. Og í fyrstu gönguferð frá skipi inn í bæ verður maður þess var, að hver bjórstofan tekur við af annarri — og svo, að það er ekki bara niðri við höfnina, að svona vel er fyrir bjórþörf manna séð, því að ölstofur eru víða — og stund- um á ólíklegustu stöðum. Sögukorn frá Galway. Eitt smn — það var að vísu ekki í Dyflinni, heldur í þeim sér kennilega og skemmtilega bæ Galway, á vesturströndinni, kvöld nokkurt er ég var á leið heim í háttinn ásamt konu minni, en við höfðum farið f kvikmynda hús og farið að líða að miðnætti. Gengum við framhjá opinni mat- vöruverzlun — einni þeirra, þar sem í gluggum getur að líta allt, sem nöfnum tjáir að nefna, t. d. hárbursta, sápur, Kellogg’s Corn Flakes, sætsaft í flöskum og írskt whisky, hvað innan um annað. Ég stakk upp á að fara þarna inn til kaupa á smávegis, sem okkur vanhagaði um. Enginn var þarna sjáanlegur, en eitthvert þrusk og glamur Landamærin eru gleymd og allar erjur og það er sungið jafnt um Killamey-vatn sem norðurslóðir, the mountains of Mourae sweep down to the sea“. ,:here og hjartað á réttum stað barst að eyrurn, og komum við þá auga á hurð innst í búðinni. Hugði ég að kaupmaðurinn myndi í helgidómi þessum og knúði dyra, en þarna var þá stofa innréttuð sem bar, og sat þar maður nokkur með kvöld- sjússinn sinn, en ekki var neinn barmaður sjáanlegur. Ég kvaðst ■li iiilttil Siðameistarinn tók til máls: „Gefið hljóð herra X...................og er eins og allur heimurinn bíði eftir, að herra X fari að syngja. vera að svipast eftir kaupmann- inum. O, hann hefði víst bara skroppið eitthvað, sagði maður- inn, kæmi sjálfsagt bráðum, og væri nú ekki rétt að tylla sér þarna, bjórinn mundi bara bragð- ast betur eftir dálitla bið, en ég afþakkaði hið góða boð, enda á leið í háttinn sem fyrr var sagt. Eftir nokkra bið í búðinni gafst ég upp og fórum við svo aftur út á götuna, og mættum þá manni nokkrum snöggklæddum og var þar kaupmaðurinn kom- inn, — hann hafði verið að spjalla við kunningja sinn á næstu götuhorni, — og var nú snúið við og höndlað og er sú saga ekki Iengri. „Egill sterki“ þeirra íranna. Ég er ekki sérlega fróður um öítegundir þeirra íranna, en veit þó, að þeir framleiða mest af — og drekka mest af — öltegund, sem þeir nefna „stout" (sterkur, þykkur) — framleiða sem sagt mest af sínum Agli sterka, og >f Eftir Axel Thorsteiri' son þeim er ekki aðeins Ieyft að framleiða hann, þeir mega flytja hann út og drekka og er vel fyrir því séð, að tækifærin til þess séu sem víðast. — Guinness-öl- gerðirnar eru hinar mestu i land- inu og mjög frægar, alls staðar eru auglýsingar um Guinness-öl- ið. Menn fara ekki langt án þess að sjá neonljósaskilti: Guinness is good for you, Guinness for goodness, og þar fram eftir göt- unum. Vinsælir samkompstaðir. Kunnur danskur blaðamaður _var á ferð á írlandi í fyrra og datt það i hann, að heimsækja móður leikritahöfundarins heims- fræga, Brendans Behans, sem líka er alræmdur drykkjubolti — og Iagði leið sína heim til hennar, en fann hana ekki þar, hún hafði sem sé brugðið sér í næstu Frh. á bls. 30. Hann söng vísumar um „hattinn hans pabba“, en þær fjalla um Paddy Miles, írska piltinn, sem kemur „heim yfir hafið“ til að gleðjast með glöðum á Patreksdegi, því að, eins og í vísunni segir: „But on St. Patrick’s Day I love to wear the hat my father wore“.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.