Vísir - 24.12.1962, Side 7

Vísir - 24.12.1962, Side 7
V í SIR . Mánudagur 24. desember 1962. 23 mi Þorsteinn Jósepsson: Þ ÝIKIR JÓLÁ- OG um kvöldið eða nóttina bera þær ruslið út í húsagarðinn, setjast á það og bíða unz þær heyra fyrsta hanann gala. Úr sömu átt og hanagalið heyrist kemur vænt anlegur elskhugi. Ýmsir fleiri jólasiðir benda á þessi fornu tengsl jóla og nýárs. Á jólanóttina ske ýmsir at- burðir og undur sem aldrei eiga sér stað nema þá. Á miðnætti breytist vatn í vín, skepnur tala mannamál og þar fram eftir göt- unum. Andar og vættir eru á ferli alla nóttina, þeir geta verið illir eða góðir eftir atvikum og það verður hver og einn að ráða við sjálfan sig hvort hann á að forðast þá eða biðja þá ásjár í nauðum sínum. Matur og mataræði skiptir að sjálfsögðu verulegu máli í Þýzka landi eins og annars Staðar. í Norður-Þýzkalandi er aðfanga- kvöld oft nefnt magafylliskvöld vegna þess hve ríkulega er mat- azt. Mikið er um hvers konar sérrétti á jólum, á svipaðan hátt og Islendingar borða rjúpur og hangikjöt, en þeir sérréttir eru breytilegir eftir landshlutum. Á Sildarsalöt eru og mikið um hönd höfð. Það skiptir víða veru- legu máli að á jólaborðinu séu annaðhvort sjö eða níu réttir, og það má helzt ekki bregða út af þeirri tölu. Jafnvel út í fjósin er farið með annaðhvort sjö eða níu fóðurtegundir handa kúnum. Að máltíð lokinni verður að skilja brauð, ásamt peningi eða peningum eftir á matborðinu. Það táknar að á næsta ári verði hvorki skortur á brauði né pen- ingum á heimilinu. Víða er það siður að gera ávaxtatrjám eitthvað til góða á jólum. Það er borið á rætur þeirra, sveigir og laufgreinar eru hengdar upp í trén og þeim eru jafnvel færðar kökur eða matar- leifar. Það gerir þau frjósamari á komandi sumri. Sums staðar var það siður að stela fóðri lianda skepnum frá nágrönnunum á jólanóttina. Það var ekki talinn þjófnaður né víta- vert á einn eða neinn hátt, héld- ur sem sjálfsagður hlutur, er ekki yrði framhjá gengið. Jólatréð er einn stærsti liður hátíðarhaldanna í Þýzkalandi Þýzkur jólasveinn í skrúða. náttúra, t. d. sú að forða húsinu frá eldsvoða. Stundum eru bæði menn og dýr barin með þessum ÁRAMÓTASm einstaka stað eru fiskréttir borð- aðir á jólum, t. d. í Slésvík og einkum þó í Hamborg, þar er framreiddur karfi á jólaborðið. eins og víða annars staðar. Auk jólatrésins sjálfs er einnig víða húsakynnin skreytt með trjágrein um. Þessum greinum fylgir ýmis Ungur þýzkur drengur með jólaskraut og kerti á aðfangadag jóla. Langt kom'ð hitaveituframkvæmdum í þrern bæjarhverfum. trjágreinum og það táknar að ekkert fái grandað þeim á kom- andi ári. Annars er það sérstak- ur dagur milli jóla og nýárs — . 28. desember, eða fjórði í jólum — sem sérstaklega er helgaður þessari barsmíð. Þá fara piltar — vopnaðir trjágreinum — á fund ungra stúlkna og hýða þær með greinunum. Því fylgir gifta og þeim mun meiri sem höggin eru fleiri. Þetta kalla Þjóðverjar að „pipra“ stúlkurnar og ef til vill er þar að leita skyldleika við_ hið íslenzka heiti „piparkerling" eða „piparkarl", þótt í nokkuð annarri merkingu sé. Þessi siður þekkist einnig í öðrum löndum heldur en Þýzkalandi, þ. á. m. í Noregi. Þjóðverjar halda þvi sjálfir fram, að ,,jólatréð“ sé að upp- runa þýzkt, það hafi fyrst verið byrjað að nota grenitré sem helgi tákn á jólahátíðinni í efri hluta Rínarhéraða, sennilega á 14. öld, en þaðan hafi siður þessa smám saman breiðzt út um víða veröld. Það má segja að höfuð-dýrk- endur jólahaldsins, börnin, hafi orkað mestu um útbreiðslu þess, ekki aðeins um Þýzkaland sjálft, heldur og til annarra Ianda. Hvar vetna var tekið á móti þessu fallega tákni fegurðarþrárinnar og birtugjafans með miklu fögn- uði. Þó vildi svo undarlega til að sumir kirkjunnar menn börðust gegn jólatrénu og töldu það vera sið aftan úr grárri forneskju og heiðni, sem síður en svo ætti skylt við kristindóm, og vildu að þessi heiðni siður væri bannaður með lögum. En máttur jólatrés- ins var meiri, og í dag hefur náð útbreiðslu um heim allan, ef svo má að Qrði komast, og það orðið að megintákni þeirrar trúar- stefnu, sem vildi banna það í upphafi. Talið er að engin þýzk þjóðvenja hafi fyrr eða síðar far- ið þvílíka sigurför um heiminn sem þessi./ Jafnvel í Þýzkalandi sjálfu er þó næsta sjaldan getið um jóla- tré fram eftir öldum, eða til loka 18. aldar. Þó kemur það öðru hverju fyrir og ganga .þá undir ýmsum nöfnum, svo sem greni- tré, sykurtré, Ijósatré, lífstré, Kriststré og Goethe kallar það einhvers staðar „skreytt tré“. Talið er öruggt, að upphaflega hafi jólatré ekki verið skreytt með kertum, en fyrsta heimitd sem til er um ljósskreytt jólatré er frá því um 1660. Logandi kerti voru tákn lífsins, tákn birtunn- ar, hlýjunnar og fegurðarinnar. Þau voru jafnframt óskatákn um giftu á komandi ári. Það var Töngum siður fyrir hver jól að saga niður tré, jafn- vel ávaxtatré, sem borið hafði góðan ávöxt, bera einhvern hluta þess inn í hús og kynda á jól- unum. Fjölskyldan safnaðist sam an umhverfis eldinn og söng jóla sálma. Öskunni er síðan stráð í fóður húsdýra, þá verða þau frjó söm. Þessi sami siður mun einn ig þekkjast f Suður-Frakklandi, en þar ríkir sú venja að fjölskyld an fer öli á stúfana til að sækja drumbinn sem brennast skal, ber hann sameiginlega inn í húsið og gengur með hann þrjá hringi í stofu þeirri, sem í honum skal kveikt. Að því búnu hellir hús- ráðandi hvítvíni yfir trjábútinn og Ies yfir honum sérstaka bæn, þar sem beðið er um varanlega gleði og göða heilsu. Auk jólahaldsins var það um aldaraðir venja að hafa mistiltein í húsum inni á jólum. Hann var vonargjafi um bjarta framtíð. Mistilteinninn ber blóm og ávexti um miðjan vetur og þá var ekkert skynsamlegra eða sjílfsagðara en það að taka hann sem tákn frjósemi og fegurðar í svartasta skammdeginu. Þjóðverjar viðhalda ýmsum fornum áramótasiðum, en jólahá- tíðinni lýkur þar eins og hér á þrettándanum. Þá er kveikt á jólatrénu í síðasta sinn og hirl það sem eftir kann að finnast af sælgæti á því, Sálúm hínna fram- Iiðnu, sem á reiki kunna að vera, Framhald á bls. 25. Þegar ég var barn, heyrði ég sóknarprestinn minn skýra frá því við jólaguðsþjónustu að Jesú Kristur hafi fæðzt í jötu úti í Betlehem á jólanóttina, þ. e. að- faranótt 25. desember. Þá tók ég þessi orð bókstaf- lega og trúði að þessu væri þann ig háttað. Það var ekki fyrr en löngu seinna að mér varð ljóst að jólahátíðin var upphaflega ekki í neinum tengslum við Jesú Krist né fæðingardag hans, held- ur var þetta fagnaðarhátíð aftan úr grárri forneskju og heiðni, fögnuður yfir því að daginn tók að lengja að nýju og að það var von á vaxandi birtu, mesta gleði- gjafa alls mannkyns. Enginn veit hins vegar með nokkurri vissu hven^er Jesú Kristur fæddist, þó heyrði ég svissneskan guðfræði- prófessor eitt sinn halda því fram í háskólaerindi, að miklar líkur bentu til þess að Kristur hafi fæðzt nálægt miðju surnri. Taldi prófessorinn að þessi getgáta sín byggðist á ákveðnum athugun- um, sem gerðar hefðu verið í sambandi við ævi og starf Jesú. Egyptar, Sýrlendingar, Grikkir og Rómverjar héldu 25. desember hátíðlegan löngu fyrir Krists - burð og fögnuðu honum sem fæð ingardegi sólarguðsins — hins ósigraSdi — eins og þeir nefndu hann. Persar höfðu einnig sinn sólarguð eða ljósguð. Hann hét Mithras og fæðingarhátíð hans var einnig hátíðleg haldin 25. desember. Með tilkomu kristin- dómsins var Jesú einnig gerður að tákni birtugjafans, ef til vill ekki sízt með það fyrir augum að gera hinum gömlu sóldýrk- endum auðveldara með að snúa sér yfir, til kristninnar. Þá var líka um leið fyrirhafnarminnst að færa afmælishátíð frelsarans yfir á hátíðis- og tyllidag hinna heiðnu sóldýrkenda. Þannig hafa jól orðið til í nútímamerkingu. Annars átti þetta ekki að vera hugrenning um uppruna jóla, heldur um ýmsa jóla- og ára- móta siði í Þýzkalandi að fornu og nýju. Má þá jafnframt geta þess, að um langt skeið var jóla- hátíðin jafnframt upphaf ársins í þýzkum löndum. Það er eigin- lega ekki fyrr en í lok 17. aldar sem nýárið hefst með 1. janúár. Fyrir þessar sakir hafa ýmsir jólasiðir haldizt fram til þessa í Þýzkalandi, sem eru samtvinn- aðir nýárssiðum eða spásögn fyrir komandi ár. Þannig hefur það sums staðar verið siður að láta vatn í eitthvert ílát á jóla- föstu og láta það standa utan dyra svo það frjósi. í frosnu vatni er unnt að lesa framtíð fólks á jóladaginn, en einkum er það þó heppilegt til að sjá hvern ig væntanlegur maki manna lítur út og yfir hvaða eiginleikum hann býr. Sá siður hefur sums staðar haldizt, að laumast að nágranna- húsunum á aðfangakvöld, bíða þar fyrir utan glugga og hlusta eftir hvað fólkið inni í húsinu segir. Um leið óskar maður sér einhverrar ákveðinnar óskar. Síð an fer uppfylling óskarinnar eft- ir því hvort húsverjarnir verða fyrr til að segja já eða nei. Já þýðir að hún verði uppfyllt á næsta ári, en nei aftur það gagn- stæða. Eftir jólaveðrinu fer tíðar- far alls ársins. Ungar stúlkur sópa allt húsið á aðfangadag og

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.