Vísir - 24.12.1962, Síða 9

Vísir - 24.12.1962, Síða 9
V í SIR . Mánudagur 24. desember 1962. 25 .......................................................................................■■■;...................................... EFTSR KURT ZSER uppfylling vona. María er hér glöð og sæl. Aldrei framar mun hún verða jafn hamingjusöm og sátt við örlögin sem nú. Hundrað árum síðar er öldin önnur. Laust eftir 1500 gnötrar og skelfur hinn kristni heimur undan hinum þungu átökum við Lúther. En Riemenschneider er samtímamaður hans. í huga hans logar einnig eldur andlegr- ar og pólitískrar uppreisnar. Hann tekur virkan þátt í upp- reisn bændanna og styður niál- stað þeirra. Honum er varpað í fangelsi. Hann verður að þola pyndingar og kröm. En aðeins snillingur sem hann, er hafði reynt og krufið til mergjar harmkvæli lífsins, gat skapað slíkar myndir sem hina syrgj- andi Maríu og lærisveininn, sem játað hafði og tekið á sig sekt svikarans. Að lokum færum við okkur fjórar aldir fram, á tíma Bar- lachs. Hann var mikill lista- maður, myndskeri og skáld gott.’ Lif hans var einmanalegt. Og tími hans viðsjárverður og ógnþrunginn. Beiningamaðurinn er eitt af síðustu verkum hans. Lauk hann því árið 1931, að heita má á aðfaranóttu válegra viðburða. Tveimur árum síðar brauzt Hitler til valda. Barlach var ofsóttur og útlægur ger og öll verk hans máð á brott úr þýzkum söfnum. Einmana og yfirgefinn andaðist Barlach í andlegri útlegð árið 1938. Alla ævi sína hafði Barlach leitað Guðs í verkum sínum. Ofbeldi það og rangsleitni, er hann varð að þola, eru því rökréttar af- leiðingar af lífsbaráttu hans, sem stóð undir tákni því, „sem móti verður mælt“. — Beininga maðurinn og Barlach sjálfur, en aldrei hverfur úr andliti hans vonin um að fá að sjá hið fyrir- heitna Ijósið. Þannig sjáum við hvernig andlit þessi eru mótuð úr per- sónulegum örlögum einstaklinga og úr reynslu alda og þjóða. Hér eru þau færð saman yfir alda bil til að túlka hina eilífu mynd mannsins. Fimm manns frammi fyrir því, er gefur lífinu tilgang. • Þeir mæna til manns-sonar- ins. Jólasiðir „En hjá krossi Jesú stóð móðir hans“. (Jóh. XIX, 25). (Syrgjandi María. I altaristöflu eftir þýzka myndskerann Tilman Riemenschnei- der. Skorin í tré. 1512). „En er kveld var komið, settist hann til borðs ásamt þeirn tólf læri- sveinum. Og er þeir mötuðust, sagði hann: Sannlega segi eg yður, einn af yður mun svíkja mig. Og þeir urðu mjög hryggir og tóku að segja við hann hver um sig: Er það eg, herra?“ (Matth. XXVI, 20—22). (Einn lærisveinanna. Tréskurðarmynd eftir Tilman Riemen- schneider. í altaristöflu í kirkju í Rothenburg, Þýzkalandi. 1501—’04). „Komið til mín, allir þeir, sem erfiðið og þunga eru hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að eg er hógvær og af hjarta lítillátur ...“. (Matth. XI, 28—29). (Bein s ingamaðurinn eftir Barlach 1931, sem stendur úti fyrir Katrínarkirkj- unni í Lilbeck). SANNLEIKURINN Framhald af bls. 23. er færður matur, ýmist innar- húss eða utan. Kveikt er á reyl; elsi bæði í bæ og peningshúí um. Það er skotið úr byssum, e - öðrum nægir að slá um sig me’ svipusmellum, sums staðar eru ávaxtatrén barin með svipun’ Það veit á gott. Á þrettándanui þykir sjálfsagt að baða sig, þv; þá verður maður heill á heilsu árið út. I kaþólskum byggðarlö; um vígja prestar salt á þrettánd anum, og vígt salt er nauðsyr. legt að haf^ á hverju heimili. Þaó er eitt hið bezta meðal, sem unn' er að gefa veikum skepnum, meo því að strá saltinu út um glugga er unnt að bægja frá þrumuveðri og öðrum óveðrum, sem í aðsig: kunna að vera. Á þessu sést aí vígt salt er til ýmissa hlutr nytsamlegt. Jafnt gamlárskvöld sem nýárs- dagur eru hátíðleg haldin mec ríkulegum mat. Alltaf verður þé að skilja leifar eftir á gamlárs- kvöld til næsta dags, því annars má búast við matarskorti * inu. Að borða baunasúpu á gai.d árskvöld er að því leyti gott, .ru. það verndar fólk fyrir hitasótt allt næsta ár. Nýársóskir eru algengar þar, ekki síður en hér heima á ís- landi. Einkum er það altítt að börn fara í leiðangra hús úr húsi til að óska íbúunum gleðilegs árs. Fyrir það fá þau kökur, sæl- gæti eða pening á hverjum stað. Börn og fullorðnir fara stundum í fylkingar um götur þorpa og bæja og syngja áramótasöngva. Þetta eru venjulega snlkjuferðir um leið, þvi að allajafna er eitt- hvert pottlok með f förinni sem ætlað er til þess sérstaklega að taka á móti skildingum, sem detta úr lófum góðhjartaðra hlustenda. Um áramót leitar fólk mjög véfrétta um velgengni sína á kom andi ári og er það gert með ýmsu móti. Ungum stúlkum leik ur hugur á að vita hvort þær eiga von á bónorði á árlnu. Það sjá þær með þvf að kasta skó aftur fyrir höfuð sér. Viti táin að herbergisdyrunum er það tákn þess að stúlkan fari úr húsinu, þ. e. að hún giftist. Blý er vfða brætt. Framtfðina má síðan lesa úr blýinu þegar það storknar. Á fyrsta degi hins nýbyrjaða árs er nauðsynlegt að lifa og breyta eins og maður vill lifa árið til enda. 1 fyrsta lagi verð- ur heimilið að vera tandurhreint, þvf ella verða óhreinindi f því til ársloka, í öðru lagi má helzt ekki fara til læknis eða lyfjabúð á nýársdag. Maður borgar engum neitt og kaupir ekki neinn ó- þarfa, hins vegar skal ekki hikað við að innheimta skuldir ef ein- hverjar eru fyrir hendi. Ef farið er f göngu á nýársdagsmorgun, er það giftumerki að mæta ungu fólki, sérstaklega drengjum, en það er ekki gott að hitta gamalt fólk, sízt gamlar kerlingar. Mað- ur forðast leiðinlega eða erfiða vinnu, gott hins vegar að fá gjaf ir og peningagjafir þó beztar. Spariföt eða skartklæði eru góð, en beinlfnis nauðsynlegt að klæð ast nýrri skyrtu. Með því er séð fyrir hreysti og góðri heilsu til næsta nýársdags. Það er lfka hægt að öðlast heilbrigði með þvf að þvo sér upp úr þvottaskál ef peningur Iiggur á botni hennar. Enn er hægt að öðlast heilsu- hreysti með því að veita sér um hrygg á jörðinni um Ieið og fyrsta þruma ársins dynur yfir. Um þýzka jóla- og áramótasiði að fornu og nýju væri unnt að iði f örstuttu máli og skal þar með staðar numið. Þ. J.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.