Vísir - 24.12.1962, Page 10

Vísir - 24.12.1962, Page 10
26 I V i SIR . Mánudagur 24. desember 1962. þjóða. Það eru Gyðingar, sem gerast síðar milligöngumenn f verzlun á Miðjarðarhafinu og grundvalla þannig peningaveldi sitt. - m\ liiii' Tj'n það voru'líka aðrar þjóðir ■*-* sem færðu sér þessar breyt- ingar í nyt, Norðurlandaþjóðirn- ar. Við rannsóknir á síðustu ára- tugum kemur það nú æ betur í ljós, að blómatími Norðurlanda stafaði af því að milliríkjaverzl- unin færðist frá Miðjarðarhafinu, norður til víkingaþjóðanna. Og ein bezta viðskiptaþjóð viking- anna voru einmitt Arabarnir. Þetta sést gleggst af þeim ógrynnum af arabískum silfur- peningum, sem fundizt hafa grafnir f jörð víðs vegar á Norð- urlöndum. I’ fornum silfursjóði, sem fannst í Gaulverjabæ í Flóa árið 1930, voru m. a. fimm arabískir peningar, slegnir af kalífanum suður f Bagdað. Það er ótrúlegt magn af ara- bísku silfri, sem fundizt hefur á Norðurlöndum. Á eyjunni Got- Iandi einni hafa fundizt 40 þús- und arabískir peningar. í Svíþjóð og Danmörku um 17 þús. pen- ingar, en í Noregi 400 stk. Hvar- vetna á ströndum Eystrasaltsins finnast arabískir peningar og síð an strikin niður með þeim nýju flutningaæðum, sem komu f stað ÞEGAR ÞÓRSHAMAR 0G Margt bendir til þess að undir- staðan að blómaöld Norður- landa á víkingatímum hafi ver- ið viðskipti við Araba. Hér seg- ir Þorstelnn Thorarensen frá bardögum víkinga við Araba á Spáni og ferðum norrænna manna til Bagdað. yh I^orfeður okkar víkingarnir voru miklir kappar, er þeir lifðu hinu frjálsa og áhættusama lífi sjóræningja og hermanna. Allar fornsögur okkar leggja áherzlu á þessa hlið þjóðlífs þeirra, hve hugrakkir og miskunnarlausir bardagamenn þeir hafi verið: „Hrólfr var þá svo reiðr, at hann eirði engu. Hann hjó ákaf- liga, sem hendrnar fengu tíðast reitt sverðit, en þrfr eða fjórir fellu fyrir hverju hans höggi ... Fellu nú svá skjótt Énglismenn, at mörgum hundruðum gegndi". Þannig er hvarvetna dýrðar- myndin af víkingnum, þar sem hann æðir áfram í stjórnlausum krafti, hlakkandi yfir blóði og dauða andstæðingsins. Þannig er líka myndin af víkingnum, eins og hinar bjargarlausu þjóðir sem lágu undir hælum hans sáu hann, nema þar vantar dýrðarljómann. Þaðan er horft frá öðrum sjónar- hóli á hræðilega, blóðþyrsta ræn- ingja, sem einskis svifust. „Ö, guð, vernda þú okkur frá víkingum", var algeng bæn í kirkjum frlands. Sami óttinn ríkti á ströndum Norðursjávar og Eystrasalts. + Cvo mikil áherzla er lögð á vík- ingaferðir og hermennsku f fornsögunum, að menn hafa oft dregið þær ályktanir af þessu, að Norðurlandaþjóðirnar hafi nær eingöngu lifað á ránum. En sögurnar gefa ekki rétta heildarmynd af þjóðfélagsháttum á Norðurlöndum. Þar eru her- mennirnir hafnir til skýja, hetju- lund og skáldskapur fóru saman. Hins vegar er vikið f háðungar- tón að þeim sem að framleiðslu- störfum unnu. Og það er nú orðið ljóst fyrir mörgum árum, að í fornsögunum er allt of lítið gert úr kaup- mennsku Norðurlandaþjóða. Rannsóknir á fornleifum eru nú að leiða það stöðugt betur í Ijós, að Norðurlandaþjóðirnar voru ekki fyrst og fremst ræningja- þjóðir, heldur spratt gullöld þeirra upp af geysivíðtækri verzl un, sem skyndilega hófst upp meðal þeirra í kringum aldamót- in 700. Það sem gerist þarna er hvorki meira né minna en það, að Norð- urlandamenn verða á fimm alda tímabili frá 700 — 1200 mesta sigl inga og verzlunarþjóðir í Evrópu. Sjórán og víkingaferðir eru að- eins fylgifiskar verzlunarinnar og tiltölulega þýðingarlitlar atvinnu greinar, og innrásir Normanna í England, Normandy og Rínar- héruð eru svo aftur miklu meira en ránsferðir, þær eru hreinár pólitfskar styrjaldir. * l^n hvað veldur því þá, að verzl unaröld Norðurlanda hefst svo skyndilega með miklum glæsibrag. Það er nú álitið, að því sé auðsvarað. Skýringin felst í einu orði: Arabar. Einmitt um þetta sama leyti, um aldamótin 700, ryðjast hinir herskáu Arabar vestur eftir allri Afríkuströnd og upp eftir öllum Spáni. Og þar sem Evrópuríkin eru veik og sundurþykk, ná synir / Múhammeðs yfirráðum á Mið- jarðarhafinu. Missir þeirra yfir- ráða er eitthvert mesta áfall, sem vestræn kristileg menning varð fyrir. f einu vetfangi var skorið á hinar fornu verzlunar og sigl- ingaleiðir milli Vestur og Aust- urlanda. í nokkra áratugi, jafnvel eina öld, ríkti algert stríðsástand milli Evrópumanna og Araba á Mið- jarðarhafi. Síðan tekst smám saman að koma á verzlunarsam- bandi milli hinna andstæðu ’ ■!--Q' inn fyrir Miðjarðarhafxð, — en það voru árnar f Póllandi og Rússlandi. Það þarf ekki að spyrja hvaða leiðir hafi verið farnar, slóð hinna arabísku pen- inga visar veginn. * TVú verður ennfremur að gæta ^ þess, að þessi ógrynni ara- bískra peninga eru aðeins þeir fjársjóðir, sem menn földu og gleymdu síðan eða féllu frá áður en þeir gætu vitjað þeirra. Þess- ar tugþúsundir arabískra peninga eru því vísast aðeins örlítið brot af öllu þvf arabíska silfri, sem þá hefur verið í gangi á Norður- löndum, en síðar var brætt upp og eyddist. Þegar tillit er tekið til þess, þá verður það ljóst, að viðskipti norrænna manna og Araba hafa vissulega numið margföldum milljónaupphæðum. * I þættinum af sonum Ragnars loðbrókar er þess getið, að þeir bræður hafi herjað alla leið suður í Lombardy á Norður- Ítalíu. Og fornar íslenzkar sögur segja frá miklum hetjudáðum Haralds harðráða á Miðjarðar- hafi, Sikiley og víðar. En við þurfum ekki aðeins að leita upplýsinga f íslenzkum heimildum. Arabar áttu marga ritara á þessum tímum, og 'frá þeim geymast lýsingar á norræn um víkingum. Einn ritari Araba- ríkisins á Pyreneaskaga skýrL frá því, að í ágúst árið 844, eða 30 árum áður en Ingólfur Arnar- ron nam land á Islandi, hafi ;kipafloti „Al-madjus" (þ. e. nor rænna manna) komið til Lissa- bon. í honum voru 80 skip og íbúarnir fylltust skelfingu. „Skip in fylltu hafið með svörtum fugl

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.