Vísir - 24.12.1962, Qupperneq 11

Vísir - 24.12.1962, Qupperneq 11
VlSIR . Mánudagur 24. desember 1962. 27 eftir Þorstein O. T horarenseri Stefni víkingaskips. Skyidi þessum grunnskreiða dreka hafa verif siglt suður Voigu og f ránsferð um Kaspíahaf? um og hjörtun með skelfingu". Víkingarnir tóku Lissabon úr höndum Araba og rændu hana og brenndu. Hinn arabíski sagnaritari ritar langa lýsingu á áframhaldandi ránsferðum vikinga. Skömmu seinna héldu þeir flota sínum langt upp eftir fljótinu Guadala- quivir og til Sevilla, helztu borg- ar Araba á Spáni. Þeir tóku borg- ina og höfðu hana á sínu valdi í sjö daga, meðan þeir voru að ræna og drepa íbúana og brenna byggingar. Þeir drápu karlmenn- ina, en tóku konur og unglinga í þrældóm. * ^rabarnir söfnuðu síðar Iiði, börðust við víkinga og höfðu sigur. Þar misstu víkingar 30 af 80 skipum og fjöldi víkinga var hengdur í trjám. Abd ur Rahman emir í Sevilla sendi hausa af einum vikingahöfðingja og 200 ,hermönnum hans til emirsins i Tangier til að sýna honum hvi- líkan sigur Allah hefði gefið sér. Þessar frásagnir Arabanna á Spáni gefa ekki eftir hinum furðulegustu lýsingum í Fornald- arsögum Norðurlanda. Og móti hryðjuverkum víkinganna í Lissa bon og Sevilla verður Tyrkjarán- ið á íslandi átta öldum síðar að- eins lítilfjörlegt endurgjald. Jj^n norrænir menn og Arabar áttu ekki eingöngu haturs- full vopnaviðskipti. Verzlun milli þessara þjóða blómgaðist einkum austan til í Evrópu. Arabar kölluðu hina norrænu víkinga, sem réðust á Iand í Portugal og á Spáni „Al-madjus“, en hina norrænu menn, sem komu í viðskiptaerindum suður eftir fljótum Rússlands, kölluðu þeir hins vegar „Ar-rus“, sem við köllum „Væringja" og kann- ski „Rússa“. Einkennilegt atvik er fært í letur í gamalli frankverskri kron ikku. Árið 839 kom hópur manna frá austrómverska ríkinu til hirð ar Lúðvíks gæfa f Frankalandi. Þair kölluðu sig Rhos eða Rus. En þegar þeir gengu til hallar- innar köm í Ijós, að þeir voru bara venjulegir Svíar. * Gilfurpeningarnir fimm, sem fundust austur í Gaulverja- bæ, voru slegnir f kalífaborginni Bagdað. Og sú höfuðborg Araba- ríkisins var ekki ókunn forfeðr- um okkar, víkingunum. Á árunum 844 — ’48 ritaði ara- bíski rithöfundurinn Abdallah ibn Harradadbeh í Bagdað mikla lýsingu á ríki Araba og verzlun- arleiðum innan þess. Þar er að finna þessa athyglisverðu lýs- ingu: „Ar-rus-kaupmennirnir flytja með sér bjór-skinn, svört refaskinn og sverð frá Norður- Evrópu“. Síðan lýsir hann því að sumir þeirra sigli niður eftir Don-fljóti til Svartahafs, en aðrir niður eftir Volgu fljóti og komi þá til Kaspíahafs. „Þeir flytja varning sinn oft á úlfaldabaki frá Kaspíahafinu til Bagdað. Þeir hafa með sér sem túlka slavneska geldinga". I öðrum heimildum er þess jafnvel getið, að vfkingafloti hafi komið siglandi niður Volgu og síðan hafið ránsferðir og strand- högg meðfram ströndum Kaspfa- hafs. og þóttu þeir miklir vágest- ir. * að er ekki hægt í stuttri blaða grein, að rekja þessar ara- bfsku sagnaheimildir ýtarlega, en þær eru miklu fleiri og myndu vafalaust finnast enn víðar f ara- bfskum. ritum, ef veruleg gang- skör væri að því gerð að kanna hinn mikla fjölda slíkra miðalda- rita, en á þessum tímum var Bagdað miðja heimsmenningar- innar, ef svo má segja, því að hin miðevrópska kristilega menn ing var þá í öldudal. Þessi miklu tengsl Norður- landabúa við Araba hafa nú um nokkurra áratuga skeið verið við urkennd staðreynd og er þvf und arlegt hve lítið þetta efni hefur verið rakið í fslenzkum ritum. * með hvað var verzlað? Það, sem hinir norrænu menn höfðu einkum að bjóða, voru loð- feldir. Mann kann nú að reka minni til þess úr íslendingasögum, ekki sízt úr Egilssögu, hve ferðir á Finnmörk til að afla loðdýra, voru taldar mikilvægar. Það hef- ur löngum verið álitið að mark- aðurinn fyrir loðfeldina væri f Evrópu, en nánari athugun leiðir f ljós, að hinn raunverulegi mark aður er hjá Aröbunum. Þangað fóru sennilega á endanum loð- feldirnir, sem Þórólfur Kveldúlfs- son aflaði á Finnmörk og Háloga landi. önnur markaðsvara, sem norrænu mennirnir kynnu að hafa selt Aröbunum, voru þræl- ar og ambáttir frá Bretlandseyj- um og ýmsum smáþjóðum, sem urðu að þola yfirgang þeirra. Loks er líklegt að þeir hafi selt Aröbum sverð, en það er undar- legt, að jafn framarlega og Ar- abar stóðu á öllum sviðum mennta, þá var þeim ekki lagið að smíða sérstaklega góð sverð. Þeir virtust geta náð biti en ekki hörku. Sennilega vantaði þá gott hráefni og það var ekki fyrr en síðar sem þeir fundu það á Spáni. Hvað fengu hinir horrænu menn svo aftur hjá Aröbum? Svo virðist sem það hafi fyrst og fremst verið silfur. Með silfrinu gátu þeir keypt sér allar lysti- semdir heima f Evrópu. Þeir hafa einnig flutt heim með sér silki og annan vefnað og einnig lftið eitt af kryddi, fílabeini og ýms- um dýrum Viðum. * lVú skilst það kannski betur, hvers vegna þorri hinna nor- rænu skipa var svo lítill og grunnskreiður. Þau voru ekki smfðuð fyrst og fremst fyrir út- hafssiglingar, heldur fyrir sigl- ingu upp eftir Vislu, Dvínu og Névu. Síðan drógu vfkingar skip in yfir vatnaskilin og haldið var áfram förinni niður Dnjépr, Don eða Volgu. Þannig virðist jafnvel ein ævintýralegasta og furðuleg- asta Fornaldarsagan af Yngvari víðförla, sem endalaust sigldi eft ir fljótum Rússlands, fá á sig veruleikablæ. Tengslin urðu jafnvel meiri og kalífinn f Bagdað sendi sérstakan sendiboða til Norðurlanda, sem heimsótti Heiðabæ, stærsta kaup stað Norðurlanda f Suður-Jót- landi og hefur gefið ýtarlega lýs- ingu á honum. Annar sendiboði, A1 Gazal, gekk sem sendiherra Abd-ur-Rahmans kalífa á fund Danakonungs og dvaldist um hríð við hirð hans. Síðan ritaði hann langa lýsingu á Danahirð og er hluti hennar lýsing á þvf, að hann hafi fíflað drottningu hins danska konungs. Lýsir hann f þvf sambandi undrun sinni á því hve konur eru frjálsar meðal norrænna manna og mikill mun- ur á stöðu þeirra eða meðal mú- hammeðstrúarmanna. „Ég fékk meira hjá henni en ég hefði leyft mér að vona“ segir A! Gazal. en tekur síðan fram, að öðru máli hefði gegnt ef drottningin hefði haldið við þræl eða lágstéttar- mann. Þá hefði verið litið á hana sem saurgaða. + j þessum og fleirum frásögnurn Araba koma fram langar og athyglisverðar lýsingar á þjóð- háttum norrænna manna, sem hvergi eru skráðar annars stað- ar, en virðast koma vel heim við fornleifafundi. Það eru ýtarlegar lýsingar á fjölskyldulffi, skenjmt unum, útförum höfðingia og óta! margt fleira. Þessar arabísku lýsingar leiða f ljós svo ekki verður um vili :. að það var algengt að norrænir menn ferðuðust til Bagdað og öf- ugt. En ferðuðust þeir kannski Iengra, kannski til Indlands ef til vill sigldu vfkingaskip um Inn landshaf. Nei kunna menn segj.a nú gengur husmyndaflúgio of iangt. Lfm víkingaferðir á Ind landshafi er auðvitað ekkert vit- að. I fyrrnefndri Yngvarssögu er talað um að norrænir menn hafi horfið niður á Rauðahafssvelg, en því trúir enginn, þó vfkingar hefðu haft meiri kunnáttu en all- ir aðrir f þvf að draga skip sín yfir Súez-eyði. Nei, það er of fjarstæðukennt, segja menn. En sænskir fornleifafræðingar, sem voru fvrjr nokkrum árum að vinna við fornleifagröft á Helgu- ey skammt frá Stokkhólmi, trúðu heldur ekki sínum. eigin augum, fannst það fjarstæðukennt-'þegar þeir grófu sérkennilegan hlut frá víkingatímum úr jörðu. Það var fallegasta Búddalfkneski úr kop- ar. Svo eitthvert samband hefur verið við India-land eins og það er kallað í fornnm íslenzkum rit- um. Einn hinna mörgu arabfsku silfurpeningasjóða, sem fundizt hafa í Svfþjóð.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.