Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 24.12.1962, Blaðsíða 13
V1SIR . Mánudagur 24. desember 1962. 29 Hinn vinsæli gamanleikari, Alfrcð Andrésson, sem lézt fyrir nokkrum árum, syngur ásamt Lárusi Ingólfs- syni nokkrar gamanvisur af hjóm- plötum i kvölddagskránni annan dag jóla. Úfvarpíð — Frh. af bls. 32: son leikari). 17.10 Lúðrasveitin Svanur leikur. Stjórnandi: Jón G. bórarinsson. 17.30 Bamatlmi: „Jól ! jólalandinu", samfelld dagskrá í umsjá Önnu Snorradóttur. Lítil stúlka heimsækir jólalandið og hitt ir að máli jólasvein og fleiri. Mar- grét Ólafsdóttir, Gerður Hjörleifs- dóttir, Lárus Pálsson, Þorsteinn Ö. Stephensen o. fl. aðstoða. 18.30 Miðaftantónleikar. 20.00 Gaman- vísur frá fyrri árum: Alfreð Andrés son og Lárus Ingólfsson skemmta. 20.25 Leikrit: „Unnusta fjallaher- mannsins" eftir Edoardo Anton í iiýðingu Málfríðar Einarsdóttur. Höfundur tónlistar: Armando Trovajoli. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Helga Bach- mann,, Gísli- Halldórsson, Helga Vaitýsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Áróra Halldórsdóttir, Guðmundur Pálsson, Jónína Ólafsdóttir, Katrín Ólafsdóttir og Hrafnhildur Guð- mundsdóttir. 21.35 Kammertónlist I útvarpssal: Jude Mollenhauer leik ur á hörpu og William Webster á óbó. 22.10 Danslög, þ. á m. leikur hljómsveit Jóns Páls. Söngkona: Eliy Viihjálms. 02.00 Dagskrárlok. 200 ára afmæli Magnúsar Stephensens Hinn 27. desember næstkom- andi eru 200 ár liðin síðanMagn ús Stephensen fæddist. í tilefni þess verður fundur haldinn í Lögfræðingaféiagi Islands fimmtudaginn 27. des. kl. 5.30 í I. kennslustofu Háskólans. Flyt- ur dr. Þórður Eyjólfsson hæsta- réttardómari þar erindi um Magnús Stephensen. Eins og mönnum er kunnugt gaf Bókfellsútgáfan út Ferða- rollu Magnúsar Stcphensen nú fyrir skemmstu, og er það í fyrsta skipti sem ferðarolla Magnúsar birtist í heild. Þá er einnig verið að semja ritgerð um Magnús Stephensen til meistaraprófs í íslenzkum fræð um. Er það Ólafur Pálmason stud. mag., sem að þessari rit- gerð vinnur. Er skemmtilegt til þess að vita, að Magnúsar Stephensens skuli þannig minnzt á þessum tímamótum. HEILLANDI A ustur .1 Þorlákshöfn er skip- stjóri, þekktur aflamaður, sem alltaf fer að brosa þegar hann sér mig. Forsaga þessa máls er sú, að þegar ég var 16 ára gamall fór ég i vinnu í Þorlákshöfn. Þar sem ég er al- inn upp í sveit, voru fiskibát- ar mér mjög framandi. Fyrsta kvöldið gekk ég niður á bryggju og niður í bát, sem þar lá. Ég sá mann niðri £ lúkar og fór þangað niður til að at- huga þetta nánar. Sá ég á veggj unum mörg op, sem mér virt- ust vera inn í skápa og spurði, í mesta sakleysi, hvað væri gert við alla þessa skápa. Maðurinn rak upp mikinn hlátur yfir þessu óskaplega þekkingarleysi. Skáparnir reynd ust vera kojurnar. eftir Ólaf Sigurðarson lykta að ég sé hin mesta fiski- fæla. ★ Tjað fór eins og mig grunaði, að ég fengi að prófa eitt- hvað nýtt. Við vorum ekki komnir út úr höfninni, þegar ég var orðinn sjóveikur. Fram til þessa hafði ég aðeins heyrt sagt frá sjóveiki, en það er óhætt að fullyrða, að íslenzk tunga, sem er vel búin hroll- vekjandi lýsingarorðum, á ekk- ert nógu sterkt til að lýsa þeirri algeru vanlíðan, sem sjóveikin hefur f för með sér. Skipverjar voru allir aðrir hin ir hraustustu. Hugguðu þeir mig með því, að ég myndi fljótlega sjóast. Til þess þyrfti ég ekki annað en að borða nóg, og jafn veiðar, sem til eru og ekki batna þær við þetta. Versti tími sólarhringsins var þó vaktin yfir netunum á nótt- unni, á meðan látið er reka. Þá er ekkert að gera annað en að sitja kyrr og líta annað slagið upp, til að athuga hvort ekki er allt I lagi. Með öðrum orð- um, ekkert að gera annað en að hugsa um sjóveikina. Ekki man ég eftir nema einni vakt, sem ekki einkenndist meira af sjóveiki en nokkru öðru. Þá vorum við í stillilogni út af Eldey. Flotinn lét allur reka þarna, sjálfsagt milli 50 og 100 skip. Tunglsskin var og öll skipin með ljósum, sem spegl- uðust í sjónum í öllum áttum. Það er án efa leitun á meiri töfrandi stundum en þessari. Það er þvf hægt að ímynda sér hversu mikla þekkingu ég hafði á sjómennsku, þegar ég fór af stað á sjóinn, á rek- netabát frá Þorlákshöfn, fjór- um árum síðar. Mér þótti það ófært að hafa ekki prófað sjó- mennsku og lagði af stað hinn ánægðasti yfir þvf að fá nú að prófa eitthvað nýtt. Oáturinn, sem ég fór á, hét ekki óvirðulegra nafni en Gissur Isleifsson, eftir fyrsta biskupi okkar Islendinga. Þetta hafði fram að þessu verið mesta happafieyta, tæp 30 tonn að stærð, og hafði aflað vel, þrátt fyrir smæðina. Skipstjóri á bátnum hafði verið góður aflamaður og hefur verið það slðan, en svo brá við, að meðan ég var á bátnum veiddi hann sáralltið. Það væri mjög eðlileg tilhneiging að kenna honum um þetta afla- leysi, en þar sem hann hefur veitt vel, bæði fyrir og eftir þetta, er ég tilneyddur að á- vel þó að ég kastaði upp aftur, væri ekki annað að gera en að borða meira. Þetta reyndi ég fyrsta kvöldið, með alls ófull- nægjandi árangri. Þvl má bæta við, að þeir sem eru sjóveikir, skyldu aldrei borða harðfisk á hafi úti. Ekki fór það svo að ég sjó- aðist, en fljótlega tókst mér að koma nokkru skipulagi á veik- indin. Við komum inn til Grinda víkur daglega um hádegisbil. Þá borðaði ég einu máltíðina, sem ég gat komið niður. Næsti sólarhringur fór svo í að reyna að halda henni niðri og gekk misjafnlega. Tjað er ekki beint mín hug- mynd um ánægjulegt líf, að standa og hrista úr reknetum og þurfa annað slagið að beygja sig út fyrir borðstokkinn og kasta upp, og það helzt án þess að hætta að hrista. Rek- netaveiðar eru að sögn sjó- manna einhverjar Ieiðinlegustu E“ veit ég hvernig á því stendur, en eftir að hafa kvalizt í 28 daga af 30, sem ég var á bátnum, efast ég ekki um að sjómennska er skemmtileg atvinnugrein, og mig langar allt af annað veifið að prófa aftur. Það er rétt að geta þess, að þessa tvo daga, sem ég ekki var veikur, var landlega. Það er eitthvað við sjó- mennskuna, sem gerir hana mjög spennandi. Á hverjum degi er spenningurinn að vita hvað kemur upp I netunum I það skiptið. Þá er einnig mjög sérkenni- iegt andrúmsloft, sem ríkir með al skipshafnar. Þetta er miklu nánara samband en gerist með- al starfsfélaga í landi. Á svona litlum bát er lúkarinn miðstöð alls llfs. Þar sofa allir I slnum „skápurn", þar fer fram elda- mennskan, þar er borðað, þar er talstöðin, þar sem skipstjór- arnir ræðast við um veiðina. ★ Fjað má I rauninni segja, að þetta sé eins og lítið þjóð- félag. Hver maður hefur sitt starf, en valdið er á einni hendi, skipstjórans. Það var mikil heppni fyrir okkur, og ekki slzt mig, eins og heilsufarinu var háttað, að lenda undir stjórn manns, sem stjórnaði í anda hinna menntuðu einvalda. Það var aldrei neinn vafi hver hafði valdið, en þv£ var aldrei mis- beitt og ekki minnist ég þess, að hann skipti nokkum tíma skapi. Skipstjórinn var um þetta leyti um þrítugt. Hann hafði samt tíu ára skipstjórnarferil að baki og hafði allan tlmann veitt vel. Þrátt fyrir aflaleysið, sem var honum svo ókunnugt, hafði það aldrei nein áhrif á sálarró hans, svo séð væri. Yfirleitt var þetta mesta ró- legheita skipshöfn. Hásetarnir voru tveir auk min, báðir inn- an við tvítugt og áttu fá önn- ur áhugamál en það, hvenær landlega yrði, til að komast á ball. Mér er það minnisstætt, þegar annar þeirra var að segja frá, hve vel hann hefði skemmt sér I landlegu: „Ég fór á ball og skemmti mér alveg svaka- lega vel. Ég man ekkert eftir mér, frá því klukkan átta um kvöldið." ★ p’ini maðurinn um borð, sem átti það til að hækka róm- inn að ráði, var kokkurinn. — Varla er hægt að lá honum það, við þau skilyrði sem hann varð að vinna. Starfsrúm hans var ekki annað en eldavélin og svo borðið í lúkarnum. Þegar fimm eða sex menn voru komnir I lúkarinn var varla rúm fyrir hann að snúa sér við. Maturinn var yfirleitt einfald- ur en góður hjá honum. Samt var alloft kvartað við hann og það er eitt af þvf sem virðist fylgja sjónum, að ef menn kvört uðu, var það gert svo um mun- aði, með mörgum og kjamgóð- um orðum. Hann svaraði þá af miklum krafti, enda fer orð af þvf hve auðvelt sé að særa til- finningar kokka, jafnvel þeirra, sem ekki eru franskir. ★ Tjað má teljast nokkuð öruggt, að ég fer aldrei á reknet oftar. Það stafar meðal annars af því að nú hafa reknetaveið- ar að mestu lagzt niður og stór- tækari veiðarfæri tekið við. — Það má vafalaust telja gæfu fyrir sjómannastéttina, þvl að reknetin eru erfið. Það er al- veg sama hvort mikið er í net- unum eða svo til ekkert, það verður samt að hrista þau. Það er að vlsu mikiu erfiðara þeg- ar mikið er I þeim, en samt finnur maður miklu minna fyr- ir erfiðinu. Þá tekur veiðigleðin við. Þó að þetta hafi verið kvala- tími horfi ég alltaf til hans með nokkrum söknuði. Fyrir þrem til fjórum árum slitnaði Gissur ísleifsson frá legufærum, rak upp I fjöru og eyðilagðist, svo ekki verður meira á honum siglt. Engan mann tók hann þó með sér, enda mesta happa- fleyta, eins og fyrr segir. Að lokum vil ég svo mótmæla, eft- ir eigin reynslu, þeirri almennu staðhæfingu, að sjávarloftið gefi aukna matarlyst. HORMUNGATIMI I Í I I i«v.'.u1 m » nuvHuJ .i..U..U..o;í'.ív,J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.