Morgunblaðið - 27.11.2004, Page 53

Morgunblaðið - 27.11.2004, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 53 TÍMARITIÐ Record Collector hefur nú verið starfrækt í tuttugu og fimm ár og er einskonar fagblað þeirra sem sanka að sér hljómplötum, geisladiskum og öðru því sem tengist dægurtónlist síðustu aldar og þess- arar. Í desemberhefti blaðsins, sem er sérstakt afmælisrit, birtir blaðið lista yfir hundrað verðmestu plötur sem gefnar hafa verið út í Bretlandi (sem útskýrir fjarveru Elvis Presley á listanum). Plata með Thor’s Hammer (nafn sem Hljómar tóku sér er þeir reyndu fyrir sér erlendis) nær þar 85. sæti og er metin á 900 pund eða 112.000 íslenskar krónur. Um er að ræða tvöfalda sjötommu frá árinu 1966 sem var pressuð af Parlophone og gefin út í myndaumslagi (vörunúmer: CGEP 62). Innheldur hún lög úr stuttmynd sveitarinnar, Umbar- umbamba. Ítarleg greinargerð fylgir þessu vali en Thor’s Hammer er orðin mjög eftirsótt sveit hjá söfnurum sem pæla í sýrupopprokki sjöunda áratugarins sem átti sitt blómaskeið árin 1966 til 1968. Sérstaklega þykir notkun Gunnars Þórðarsonar á hinum svo- kallaða „fuzz-pedal“ (loðfetli?) bylt- ingarkennd. Þannig á sveitin lag á sýrurokkssafnplötunni Nuggets II og út hafa komið tvær safnplötur, önnur var gefin út hér heima á veg- um Spor árið 1998 og nýverið gaf hið virta endurútgáfufyrirtæki Ace Re- cords út plötuna From Keflavik … with love. Tíu verðmestu plötur heims 1. The Quarry Men – That’ll Be The Day/In Spite Of All The Danger (Hljómsveitin The Quarry Men var undanfari Bítlanna og var þessi plata pressuð í einu eintaki, ætluðu til einkanota, árið 1958) [12,4 milljónir íslenskra króna] 2. The Quarry Men – That’ll Be The Day/In Spite Of All The Danger (sérpressun sem Paul McCartney lét gera fyrir sig) [1,2 milljónir] 3. The Beatles - The Beatles (Hvíta platan með númerum fyrir neðan 0000010) [1,2 milljónir] 4. The Sex Pistols – God Save The Queen/No Feeling (afturkölluð sjö- tomma) [682.000] 5. Queen – Bohemian Rhapsody (sjö- tomma, blár vínyll, gefin út 1978) [620.000] 6. Ron Hargrave – Latch On [403.000] Sjö plötur skipta með sér sjöunda sætinu og eru þær metnar á 372.000. Þær eru: – John’s Children - Midsummer Nights Scene (afturkölluð sjötomma) – John Lennon & Yoko Ono – Unfin- ished Music No. 1: Two Virgins („mono“ (einóma) útgáfa) – The Crows – Gee – The Beatles – Abbey Road (eintök ætluð til útflutnings, pressuð af Decca) – David Bowie – Space Oddity (sjö- tomma í myndaumslagi sem aldrei kom út) – The Beatles – Please Please Me (með gylltum plötumiða) – The Beatles – Love Me Do (sjö- tomma, kynningareintak sem dreift var til fjölmiðla). Tónlist | Thor’s Hammer Á lista yfir verðmestu plötur Bretlands Thor’s Hammer (frá vinstri): Erlingur Björnsson, Pétur Östlund, Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.