24 stundir - 22.11.2007, Síða 22

24 stundir - 22.11.2007, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 24stundir Skipulögð skemmdarverk voru unnin á TGV-háhraðlestarkerfinu í Frakklandi aðfaranótt gærdags- ins, að sögn talsmanns hins rík- isrekna lestarfyrirtækis SNCF. Skemmdarverkin orsökuðu tafir á lestarferðum, sem voru miklar fyrir vegna verkfalls fjölda starfs- manna almenningssamgangna. Talsmaður SNCF segir eld hafa verið borinn að tækjum og lest- arteinar voru skemmdir á tugkíló- metra löngum kafla í norður-, austur- og suðvesturhluta lands- ins. Skemmdarverkin hafi stefnt öryggi farþega í voða og greini- lega átt að skaða þær samninga- viðræður sem miða að því að binda enda á verkfallið. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segist ætla að standa við fyrirhug- aðar breytingar sínar á lífeyr- iskerfinu og hefur hvatt mótmæl- endur til að snúa aftur til vinnu þar sem samningaviðræður séu nú komnar á skrið. Áætlað er að verkfallið kosti franska ríkið um 40 milljarða króna á degi hverj- um. atlii@24stundir.is Skemmdir unnar á lestarkerfinu Fjölmenn mótmæli Þúsundir manna mótmæla fyrirhuguðum breytingum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta á lífeyriskerfinu. Starfsmenn í opinbera geiranum og stúdentar gengu til liðs við starfsmenn almenningssamgangna og lögðu niður störf á þriðjudaginn. Frakkland hefur að miklu leyti verið í lamasessi síðastliðna viku vegna verkfallsins. Náðun George Bush Bandaríkjaforseti náðar kalkúninn May í Rósagarðinum á lóð Hvíta hússins í Washington. Náðun þakkargjörð- arkalkúnsins er hefð sem nær aftur til forsetatíðar Abrahams Lincoln, 1861-65. Þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. „Trémaðurinn“ Húðsjúkdómalæknir skoðar Indónesann Dede á heimili hans í Cililin, en miklar vörtur sem líkjast berki vaxa á öllum líkama Dede. Fréttir herma að hugs- anlegt sé að honum verði meinað að ferðast til Bandaríkjanna til að fá meðferð. Skeggi Keisaratamaríninn Sancho í dýragarðinum í Berlín lítur upp til ljósmyndara. Apategundin kemur upprunalega frá vesturhluta Suður-Ameríku. Eyðilegging Írösk stúlka hjólar milli húsarústa í Sadr í úthverfum höfuðborgarinnar Bagdad. Fátækt, atvinnuleysi og hungur eykst með hverjum deginum sem líður í Írak. NordicPhotos/AFP ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is a Milljónir Frakka geta nú ekki tekið strætisvagn, lest eða neðanjarðarlest heim til sín eftir vinnu og þeir eru þreyttir á því að vera í gíslingu. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.