Morgunblaðið - 22.08.2004, Side 11

Morgunblaðið - 22.08.2004, Side 11
húfi, sem betur fer. Þótt sjór sé yfirleitt spegilsléttur þarna hefði maðurinn hæg- lega getað drepið sig bara við fallið, því þessi skip eru eins og margra hæða íbúð- arblokkir. Maðurinn var víst vel í glasi þegar þetta gerðist og það hefur líklega bjargað honum, því hann var á fimmta dekki og fallið því talsvert. Ekki er alveg vitað hvað manninum gekk til, en það hafði víst verið eitthvert rifrildi á milli hans og konunnar skömmu áður en hann stökk. Eftir þessa törn kom Ásdís aftur heim og var að hugsa um að fara nú að lifa „eðlilegu lífi“ eins og hún orðar það: „Það er auðvitað ekki normalt líf að búa um borð í svona skipi þótt það sé rosa- lega gaman á meðan á því stendur. Ég kom því heim og keypti mér íbúð, fór í há- skólann, fékk mér vinnu og fékk mér hund. Ætlaði sem sagt að fara að lifa eðli- legu lífi hér heima. Ég var þó ekki á Íslandi nema í tíu mánuði. Þá fór hafið aftur að heilla og þegar ég fékk tilboð um að starfa hjá Celebrity skipafélaginu sló ég til og munstraði mig um borð í skemmtiferðaskipið Millennium sem sigldi fyrst um Miðjarðarhafið, sem var vissulega skemmtileg tilbreyting. Svo var siglt yfir Atl- antshafið og aðeins um Karíbahafið áður en ég flutti yfir á QE II, það er Queen Elizabeth II, sem Bretar segja með stolti að sé frægasta skemmtiferðaskip í heimi, sem líklega er rétt hjá þeim.“ Siglt um höfin sjö „Queen Elizabeth II er með margra ára glæsta sögu og það voru talsverð við- brigði fyrir mig, sem hafði bara verið á glænýjum skipum, að vera allt í einu kom- in um borð í 35 ára gamalt skip. Það var virðulegri andi þarna um borð, gömul húsgögn og farþegarnir voru líka eldri og virðulegri. Aðbúnaður var allur meira gamaldags en ég átti að venjast og aðstaðan til líkamsræktar ekki sú nýtískulegasta sem maður hafði séð. Það lak til dæmis stundum úr þakinu og pípurnar voru að gefa sig á líkamsræktarstöðinni þannig að ég þurfti oft að hringja í viðgerð- armenn. En það var samt ákveðinn sjarmi yfir þessu skipi. Ég kom um borð í byrjun desember á síðasta ári, sigldi í mánuð um Karíbahaf til að venja áhöfnina við áður en lagt var upp í heimsreisuna, hringinn í kringum jörðina. Við lögðum upp frá New York, sigldum í gegnum Panamaskurðinn, norður með vesturströnd Bandaríkjanna til Los Angeles og þaðan yfir til Hono- lulu á Hawaii. Síðan var siglt til Nýju-Kaledóníu, Samóa-eyja, Fiji og þaðan til Nýja-Sjálands, Tasmaníu og komið við í Sydney í Ástralíu. Þaðan sigldum við til Papúa í Nýju-Gíneu, og þaðan til Japans, Taívan, Singapore og svo til Taílands. Þaðan fórum við til Sri Lanka og svo til Bombay á Indlandi og yfir Indlandshaf til Máritíus og þaðan til Afríku, komum m.a. við í Durban og Höfðaborg í Suður- Afríku. Svo vorum við sex daga á sjó þangað til við komum til Namibíu á vest- urströnd Afríku. Síðan stoppuðum við á Kanaríeyjum og sigldum þaðan til Lissa- bon í Portúgal og svo til Southampton á Englandi. Lokaáfanginn var svo sigling yfir Atlantshaf til New York. Þegar við komum til New York var mikið um dýrðir í höfninni því þá lá þar nýja Queen Mary II við festar og við sigldum svo samsíða þessu glæsilega skipi í jómfrúrsiglingunni yfir Atlantshafið til Southampton.“ Ásdís segir að erfitt sé að gera upp á milli allra þeirra staða sem hún hefur kom- ið til í heiminum. Allir hafi þeir sinn sjarma, hver á sinn hátt. Jamaica er ofarlega á lista en af einstaka viðburðum sem hafa hent hana í þessum ferðum er henni sér- staklega minnisstætt er hún fór á fjórhjóli út í eyðimörk í Namibíu. „Það var sand- ur allt í kring, svo langt sem augað eygði og maður sat bara á fjórhjóli og keyrði um eins og brjálæðingur. Pabbi er gamall rallíbílstjóri og ég hef greinilega fengið eitthvað af rallíblóðinu í æðarnar og hef gaman af því að stíga á bensíngjöfina þeg- ar svo ber undir. Þarna brunaði maður upp og niður sandhólana í elstu eyðimörk heims og það var ólýsanleg tilfinning. Síðustu ár hafa verið einstaklega minnistæð. Þetta hefur verið einn skemmtilegasti tíminn í lífi mínu. Ég hef kynnst svo mörgu skemmtilegu fólki alls staðar að úr heiminum og mér finnst ég hafa þroskast mjög mikið. En alltaf er samt gott að koma aftur heim til Íslands.“ svg@mbl.is Queen Elizabeth II siglir inn í höfnina í Sydney í Ástralíu. Á ávaxtamarkaði í Kólombíu í Suður- Ameríku með inn- fæddum blómarósum. Á Waikiki- ströndinni í Honolulu á Hawaii. Í ísklifri í Alaska. Blómarósir frá ólíkum menn- ingarheimum á götu í Yoko- hama í Japan. 22.8.2004 | 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.