24 stundir


24 stundir - 20.12.2007, Qupperneq 29

24 stundir - 20.12.2007, Qupperneq 29
24stundir FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 29 Búsæld, félag kjötframleið- enda í Eyjafirði, Þingeyj- arsýslum og á Austur- og Suð- austurlandi hefur gengið frá kaupum á 45,45% hlut KEA og kaupi einnig hluti Akureyr- arbæjar, Norðurþings og Eignarhaldsfélagsins Sam- vinnutrygginga. Frá þessu var greint á mbl.is. Búsæld greiðir rúmar 400 milljónir króna fyrir hlut KEA og alls samtals tæplega 570 milljónir króna fyrir hlut allra. mbl.is Steingrímur Árnason hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri efnisveitunnar D3. Hann tekur við starfinu af Stefáni Hjörleifssyni frá og með 1. janúar. Steingrímur er einn stofnenda Humac sem á og rekur 20 Apple-sérverslanir á Norðurlöndum ásamt Apple IMC á Íslandi. Hann hefur starfað við hugbúnaðarþróun og markaðsmál síðastliðin 9 ár. Á árinu tók hann við sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Apple á Íslandi og mun gegna því starfi þar til hann tekur við starfi fram- kvæmdastjóra D3. FL Group hefur ákveðið að halda ekki áfram viðræðum við breska hugbúnaðarfyr- irtækið Inspired Gaming Gro- up (Inspired). Hinn 7. sept- ember síðastliðinn staðfesti FL Group að það ætti í við- ræðum við félagið um hugs- anlegt yfirtökutilboð til hlut- hafa þess. Í ljósi núverandi markaðsaðstæðna er það ákvörðun félagsins að gera ekki yfirtökutilboð í félagið að svo stöddu. FL Group mun áfram vinna með stjórn Inspi- red og styðja við framtíð- arvöxt þess. Norðlenska til bænda Greiða 570 milljónir fyrir Stjóraskipti hjá D3 Steingrímur í stað Stefáns Inspired Gaming Group FL hættir við yfirtöku Samkeppniseftirlitið hefur lagt 310 milljóna króna stjórnvaldssekt á Eimskip vegna alvar- legra brota á samkeppnislögum á árunum 2001 og 2002. Segir stofnunin að Eimskip hafi mis- notað markaðsráðandi stöðu sína á sjóflutn- ingamarkaði og brotið þannig gegn bannákvæð- um samkeppnislaga. Mál þetta hófst vegna kæru frá Samskipum árið 2002 og var vegna hennar framkvæmd hús- leit hjá Eimskipi. Samkeppniseftirlitið segir að Eimskip hafi gert þetta annars vegar með að- gerðum, sem miðuðu markvisst að því að koma Samskipum út af markaðnum og hins vegar með því að gera fjölmarga sk. einkakaupasamn- inga við viðskiptavini sína. Fram kemur í niðurstöðu Samkeppniseftir- litsins að af hálfu Eimskips hafi þessar aðgerðir verið skilgreindar sem árás og markaðsatlaga að Samskipum. Gögnin sýni jafnframt að ákveðið hafi verið að „máttur“ Eimskips yrði nýttur í þessu skyni til þess að tryggja ráðandi stöðu fé- lagsins á markaðnum. Markmið Eimskips með aðgerðunum hafi verið að koma í veg fyrir sam- keppni eða takmarka hana verulega og gera fyr- irtækinu kleift að hækka verð í kjölfar aðgerð- anna. Þetta sé sérstaklega skýrt þegar haft er í huga umfang aðgerðanna. Samkeppniseftirlitið telur að brot Eimskips hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda at- vinnulífinu og almenningi miklu samkeppnis- legu tjóni. Stjórnendur Eimskips segja að ákvörðuninni sé ranglega beint gegn núverandi félagi. Bæði hafi orðið eigendaskipti og allir stjórnendur Eimskipafélagsins eldra hafi látið af störfum. Því hafi verið ákveðið að áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Eimskip sagt hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína Fær 310 milljóna króna stjórnvaldssekt GEFÐU ÖÐRUVÍSI JÓLAGJÖF Barnavernd er yfirgripsmesta trygging sem í boði er fyrir börn á Íslandi og er í senn sjúkdómavernd, áfallavernd, framtíðarvernd og aðhlynningarvernd fyrir börn á aldrinum sex mánaða til átján ára. SÆKTU UM BARNAVERND Á WWW.SJOVA.IS SJÓVÁ | KRINGLUNNI 5 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 440 2000 | SJOVA.IS | BARNAVERND@SJOVA.IS Fæst í Lyf og heilsu í Glæsibæ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.