24 stundir - 22.12.2007, Blaðsíða 12

24 stundir - 22.12.2007, Blaðsíða 12
Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Japanar hafa lagt áform sín um að fanga 50 hnúfubaka á hilluna eftir hávær mótmæli Ástralíu. Þjóðir Evrópusambandsins munu innan skamms stilla saman strengi sína í hvalverndunarmálum. Hart er sótt að hvalveiðum, en Japanar vilja leiða alþjóðasamfélaginu fyrir sjónir að hægt sé að hefja hvalveið- ar í atvinnuskyni að nýju. Þrýst á Japana Við upphaf árlegrar hvalveiði- vertíðar Japans við suðurskautið heyrist gjarnan hljóð úr horni. Í ár brugðust stjórnir Ástralíu og Nýja- Sjálands ókvæða við þegar tilkynnt var að auk vísindaveiða á um þús- und hrefnum og langreyðum stefndu Japanar á að fanga 50 hnúfubaka þetta árið. Héldu þarlendir stjórnmála- menn því fram að sömu vísinda- legu niðurstöðum mætti ná með aðferðum sem ekki krefðust þess að drepa hvalina. Japan hefur síðan hætt við áform um að fanga hnúfu- bakana, en mun eftir sem áður veiða hin dýrin. „Þessi stefnubreyting er ánægju- leg, en ríkisstjórn Ástralíu telur enga raunverulega réttlætingu vera á veiðum á nokkurri tegund hvala og mun berjast einarðlega fyrir því að Japan leggi hvalveiðar endan- lega af,“ sagði Stephen Smith, sjáv- arútvegsráðherra Ástralíu. Endurskipulagningar óskað Japönsk stjórnvöld neita því að mótmæli Ástralíu hafi valdið stefnubreytingunni. Segir Nobu- taka Machimura, skrifstofustjóri japönsku ríkisstjórnarinnar, að ákvörðunin hafi byggst á viðræð- um við aðila Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. Segir Machimura hvalastofna hafa vaxið nægjanlega til að standa undir nýtingu. Segir hann það vera ósk Japana að Alþjóðahvalveiði- ráðið þróist frá því að sinna ein- göngu verndun hvala yfir í að stýra skynsamlegri nýtingu þeirra. Saumað að hval- veiðiskipum  Takast á verndarsjónarmið og nýtingarsjónarmið  Japanar segja margar tegundir hvala geta staðið undir nýtingu ➤ Evrópusambandið hefur ein-sett sér að móta stefnu í hval- veiðimálum sem geti aukið áhrif sambandsins innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins. ➤ Stjórn Ástralíu áformar að fáhvalveiðum Japana hnekkt fyrir alþjóðlegum dóm- stólum. VERNDUN HVALA Nordic-Photo/AFP Á vaktinni Hvalveiðieft- irlitsskip umhverfissamtak- anna Sea Shepard. 12 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2007 24stundir Rannsóknir breskra vísinda- manna hafa leitt í ljós að kyn- hormónið testó- sterón veldur því að karlmenn eiga hægara með að vera hnyttnir í tilsvörum en konur. Rekja vís- indamennirnir þetta til kyn- þroskaáranna. Sýnist þeim árás- argirni pilta á aldrinum 11 til 13 ára, sem orsökuð er af hormóna- breytingum, þróast út í það skop- skyn sem þeir segja einkenna karlkynið. aij Nýjustu rannsóknir Karlar eru fyndnari Heilbrigðisyfirvöld komu í veg fyrir að Eddie Rowe, bóndi í Norður-Karólínu í Bandaríkj- unum, gæti selt skepnur til fórnar á Eid al-Adha hátíð múslíma. Rowe segist ekki sjá eftir tekj- unum sem hann verður af, heldur sárni honum fyrir hönd við- skiptavina sinna. Þeir hafi margir skipt við hann undanfarin sex ár og hann líti á þá sem vini sína. aij Norður-Karólína Fórnir bannaðar Tugir manna létust þegar sjálfs- morðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp í troðfullri mosku í Pak- istan í gær. Er árásin talin hafa beinst gegn Aftab Ahmed Khan Sherpao, fyrrum innanrík- isráðherra landsins, en hann var við bænir í moskunni. Sherapo sakaði ekki, en sonur hans og tveir frændur voru meðal slasaðra. aij Pakistan Moska sprengd Hægt verður að sækja kaupend- ur kynlífsþjónustu til saka, gangi tillögur Verkamannaflokksins í gegn á breska þinginu. Voru tillög- urnar sniðnar eftir sænskri löggjöf. Harriet Harman, ráðherra jafn- réttismála, telur nýju lögin munu gagnast í baráttunni gegn mansali. „Ég held að við þurfum að skoða málin. Ef við tökumst ekki á við eftirspurn eftir mansali, þá mun- um við ekki geta verndað konur fyrir því,“ segir Harman. Tillagan er lögð fram af Denis MacSchane, sem telur lagabreyt- inguna marka tímamót. „Árið 2007 fögnuðum við því að 200 ár voru síðan þrælaverslun var afnumin og ég vona að William Hague, David Cameron og Nick Clegg sjái til þess að 2008 verði árið sem við förum að taka af alvöru á verslun með kynlífsþræla,“ segir MacShane. aij Barist gegn mansali á Bretlandseyjum Sænska leiðin höfð til fyrirmyndar STUTT ● Kalifornía Ríkisstjórinn Arn- old Schwarzenegger íhugar að veita 22.000 föngum snemm- lausn úr fangelsi, til að rétta við fjárlagahalla Kaliforníu. Með þessu vonast hann til að allt að 16 milljarðar króna sparist á ári. ● Færeyjar Skertur hlutur kvenna á færeyska lögþinginu veldur lýðræðishalla. Þetta er niðurstaða skýrslu Demokra- tiu, nefndar sem lögþingið fól að rannsaka stöðu jafnrétt- ismála á eyjunum. ● Eurofighter Evrópski her- gagnaframleiðandinn hefur frestað viðræðum við norsk og dönsk stjórnvöld. Segja tals- menn Eurofighter að óánægja ríki um framkvæmd útboða landanna tveggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.