24 stundir - 22.12.2007, Blaðsíða 4

24 stundir - 22.12.2007, Blaðsíða 4
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Vinnudagurinn hjá Hreini S. Há- konarsyni, fangapresti þjóðkirkj- unnar, lengist gjarnan mjög í báða enda á jólum og í aðdraganda þeirra. „Þessa dagana er ég mikið að sendast á milli með gjafir í fang- elsin, bæði handa föngunum sjálf- um og börnum þeirra. Svo leita að- standendur gjarnan til mín með áhyggjur sínar, ekki síst ef fanginn er að afplána yfir sín fyrstu jól,“ segir hann. 07.00 Fer á fætur, helli uppá kaffi og fæ mér ristað brauð með osti og agúrku í morgunmat ásamt því sem ég færi konunni kaffi í rúmið. 08.00 Legg af stað fráheimili mínu á Kjal- arnesi og keyri í vinnuna. Ég byrja daginn á skrifstofunni minni í Grensáskirkju. Þar bíða mín gjafir við Englatréð, en það var sett upp í kirkjunni með spjöldum með nöfnum barna sem fangar eiga. Svo kom fólk með pakka og setti spjöldin á og lagði þá undir tréð. Fangarnir afhenda börnum sínum gjafirnar þegar þau koma í heim- sókn. 12.00 Tók á móti aðstand-anda sem kom á skrifstofuna í viðtal til mín. Hann hafði áhyggjur af syni sínum af því að þetta verða fyrstu jól hans í fangelsi. 13.30 Fór í Kópavogsfang-elsið og átti fund með föngum þar, en þeir voru reyndar að vinna þegar mig bar að garði. Ég hvatti þá til að mæta í guðsþjónustu á aðfangadag. 15.30 Fór í Hjálpræðisher-inn að ná í jólagjafir frá honum og fangahjálpinni Vernd handa föngunum sjálfum. Síðar um daginn fer ég í Hegning- arhúsið og aftur í Kópavogsfang- elsið. Það má segja að ég sé hálf- gerður jólasveinn þessa dagana. 17.30 Náði í konuna ívinnuna og við fór- um í Kringluna að kaupa jólagjafir og svo að borða á Kaffi París. 21.00 Skjólstæðingurhringdi og bað mig um að biðja fyrir sér í símann, sem ég og gerði. 21.30 Kom heim, horfði ákvöldfréttirnar og leit í bók. Loks viðraði ég hundinn aftur og fór svo að sofa. Þétt dagskrá fyrir jólin 24stundir með Hreini S. Hákonarsyni, fangapresti þjóðkirkjunnar ➤ Þetta eru fimmtándu jólinhans í röð sem starfandi fangaprestur þjóðkirkjunnar. Hann verður með guðsþjón- ustur í fangelsunum á að- fangadag. ➤ Hann gefur út fréttabréfið Afleiðinni einu sinni í mánuði sem fjallar um málefni fanga og hann dreifir í fangels- unum. Hann heimsækir hvert fangelsi minnst einu sinni í viku. HREINN Hálfgerður jólasveinn „Ég er alltaf að sendast á milli með gjafir,“ Hreinn S. Hákonarson fangaprestur. 24 stundir/Brynjar Gauti 4 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2007 24stundir Nora Roberts á fastan sess á metsölulistum um allan heim. taraforlag@internet.is Kvennabókin í ár! Spenna, örlög og ástir að hætti Noru Roberts. Opið 08-18 - laugard. 10-20 - sunnud. 11-20 Skútuvogi 6 - Sími 570 4700 - www.eico.is Vekjandi jólagjafir Laserklukka Vekjaraklukka sem varpar tíma á vegg eða loft. 4.990 kr. Laserklukka Vekjaraklukka sem varpar tíma og útihita á vegg eða loft. 11.900 kr. Laserklukka Vekjaraklukka sem varpar tíma á vegg eða loft. Sillanlegur geisli. 4.990 kr. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Kannað var hvað kílóið af skötunni kostar í nokkrum fiskbúðum og matvöruverslunum. Um helmings- munur er á lægsta og hæsta verði, þar sem Nóatún er ódýrust og Gallerí Fiskur er með hæsta verðið. Ekki er tekið tillit til gæða eða styrkleiks á skötunni í þessari könnun. 50% munur á skötunni Þuríður Hjartardóttir NEYTENDAVAKTIN Kílóverð á skötu Verslun Verð Verðmunur Nóatún 999 Fjarðarkaup 1.198 19,9 % Fiskisaga 1.290 29,1 % Melabúðin 1.298 29,9 % Fiskbúðin Hafberg 1.390 39,1 % Gallerí Fiskur 1.498 49,9 % Exorka og Hekla Energy, dótt- urfélag Jarðborana í Þýskalandi, hafa gengið til samstarfs um bor- framkvæmdir í Þýskalandi. Um er að ræða borun á sex jarðhitahol- um. Um er að ræða mjög djúpar holur, en dýpt þeirra verður allt að 5000 metrum og er búist við að hitinn í þeim verði á bilinu 125- 130 gráður. Hekla Energy mun hefja framkvæmdir við borun á fyrstu þremur holunum skammt suðurvestur af München strax eftir áramót. Þar hefur Exorka í hyggju að reisa sitt fyrsta raforkuver og mun það nýta svokallaða kalina- tækni. ejg Samstarf Exorku og Heklu En. í Þýskalandi Framkvæmdir hefjast eftir áramót Tíu þúsund skammtar af bóluefni gegn fuglainflúensu eru nú komnir til landsins. Ákvörðun um hvenær og hverjum bóluefnið verður gefið verður tekin af sótt- varnalækni. Íslensk heilbrigðisyf- irvöld hafa tryggt sér kauprétt á 300.000 skömmtum af bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu, að því er segir á fréttavef landlækn- isembættisins. ibs Bóluefni komið gegn fuglaflensu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.