24 stundir - 22.12.2007, Blaðsíða 53

24 stundir - 22.12.2007, Blaðsíða 53
24stundir LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2007 53 ALLIR SKÍÐAPAKKAR MEÐ 20% AFSLÆTTI BARNAPAKKI Verð frá 22.898 UNGLINGAPAKKI Verð frá 25.728 FULLORÐINS/ STÓRIPAKKI Verð frá 29.628 Snjóbrettapoki. Verð 5 .995 Snjóbrettahjálmur. Verð frá 5.995S N JÓ B R ET TA PA K K A R H R EY FI N G • K R A FT U R • Á N Æ G JA Úrval af skíðafatnaði ALPARNIR Íslensku Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 534 2727 e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is Franska stórforlagið Gallimard hefur ákveðið að kaupa nýjustu bók Jóns Kalmans, Himnaríki og helvíti. Útgáfan verður á næsta ári og hugsar fremsti útgefandi Frakka, Gal- limard, þetta sem fyrsta skref þeirra að því marki að gera Jón Kalman að evrópskum stórhöfundi. Ritstjóri hjá Gallimard var gest- ur Bókmenntahátíðar í Reykjavík í haust og heyrði Jón Kalman lesa þar kafla úr þá óút- kominni bók, Himnaríki og helvíti, og heill- aðist gersamlega. Hann bað um að fá bókina hraðsenda um leið og hún kæmi úr prent- smiðju og var svo ekki lengi að ákveða að þessi höfundur ætti heima á glæstum útgáfu- lista Gallimard. Í bréfi Gallimard-útgáfunnar segir svo í lauslegri þýðingu: „Það er mér mikill heiður, fyrirgefið mik- ill, mikill heiður, að geta loks sagt ykkur að við hjá Gallimard höfum ákveðið að kaupa þýðingarréttinn á bók Jóns Kalmans Stef- ánssonar, Himnaríki og helvíti. Jón Kalman er höfundur sem á heima á útgáfulista okkar. Hann er frábær viðbót fyrir okkur, fyrirtæki sem getur státað af að hafa gefið út helstu risa heimsbókmenntanna. Nú er komið að Jóni Kalman Stefánssyni. Þegar við hjá Gal- limard tökum höfund um borð þá er það til að fara í langa og skemmtilega siglingu. Út- gáfan okkar er eins og glæst lystisnekkja. Við siglum ekki í höfn fyrr en við höfum látið alla lesandi borgara Frakklands og helst allan heiminn vita að Jón Kalman er eitt af stærstu nöfnum evrópskra nútímabókmennta. Nú eru jól í nánd og ég veit ekki hvort þið hafið tækifæri til að meta þessa bón okkar strax. En ég get sagt ykkur hjá Bjarti að ég vík ekki frá síma fyrr en ég veit hvort Jón Kal- man verður Gallimard-höfundur eða ekki. Fyrr verð ég ekki rólegur. Ég bið ykkur að láta mig ekki þjást yfir jólahátíðina. Ég óska ykkur að minnsta kosti gleðilegra jóla.“ Gallimard kaupir Himnaríki og helvíti „Það er mér mikil heiður…“ Jón Kalman Stefánsson „Ég vík ekki frá síma fyrr en ég veit hvort Jón Kalman verður Gallim- ard-höfundur eða ekki,“ segir rit- stjóri hjá Gallimard. a Við siglum ekki í höfn fyrr en við höfum látið alla les- andi borgara Frakklands og helst allan heiminn vita að Jón Kalman er eitt af stærstu nöfn- um evrópskra nútímabók- mennta. Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurð- ardóttur er níunda mest selda skáldsagan í kilju í Austurríki þessa vikuna og hækkar sig um eitt sæti frá fyrri viku. Yrsa hefur ekki náð jafn hátt á erlendum metsölulista. Þá situr Sér grefur gröf í 50. sæti þýska kiljulistans sem birtur var í vikunni en bókin stökk beint í 39. sæti listans þegar hún kom út fyrr í mánuðinum. Þriðja táknið eftir Yrsu er vænt- anlegt á 31 tungumáli um víða veröld. Nýverið kom út þriðja glæpasaga Yrsu, Aska, og hefur nú þegar verið samið um útgáfu á henni í á þriðja tug landa. Yrsa á metsölu- lista í Austurríki Undanfarin ár hefur hefð skapast fyrir því að „tenórarnir þrír“ láti kraftmiklar raddir sínar hljóma á svölum Kaffi Sólon á Þorláks- messu. Í ár eru það þeir félagar Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Snorri Wium og Gissur Páll Gissurarson og sérstakur gestur Ólafur Kjart- an Sigurðarson sem þenja raddir sínar og flytja vel valin jólalög og þekktar aríur af svölunum. Píanóleikur er í höndum Stein- unnar Birnu Ragnarsdóttur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 á svölunum á horni Banka- strætis og standa í um það bil hálftíma. Tenórar á Þorláksmessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.