24 stundir - 22.12.2007, Blaðsíða 42

24 stundir - 22.12.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2007 24stundir bara að taka því og fá á sig skotin. Ég játa það alveg hreinskilnislega að ég tek gagnrýni inn á mig ef ég upplifi hana sem útúrsnúninga og illgirni.“ Um hver jól er talað um að efn- ishyggjan sé að fara yfir strikið. Er efnishyggjan of mikil eða er það orð- um aukið? „Nei, það er ekki orðum aukið. Við horfum upp á skefjalausa hlutadýrkun og eftirsókn eftir hlut- um, tækjum og umbúðum. Á sama tíma ríkir æ meira virðingarleysi fyrir þessu öllu saman. Er það ekki þetta virðingarleysi gagnvart lífinu sem er að kollsigla heiminum? Í fjölmiðlum var sagt frá því ekki alls fyrir löngu að þriðjungur þeirrar matvöru sem við kaupum til heim- ilisins endar í ruslinu. Bakhliðin á efnishyggjunni er virðingarleysi gagnvart hinu efnislega. Í innsta kjarna jólaboðskaparins felst að Guð metur hið efnislega og jarð- neska svo mikils að hann fæðist sem mannsbarn. Um hver jól erum við minnt á það hvað hið efnislega og jarðneska er dýrmætt og hvað við umgöngumst það af lítilli virð- ingu.“ Trúhneigt barn Faðir þinn er einn ástsælasti bisk- up Íslandssögunnar. Sem biskup, lít- urðu þá til hans sem fyrirmyndar? „Já, að sjálfsögðu geri ég það. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég stenst engan veginn samanburð við hann, sá yfirburðamaður sem hann er.“ Fékkstu sterkt trúarlegt uppeldi í æsku? „Já, það held ég. Kvöldbæn og kirkjugöngur, KFUM á sunnudög- um. Ég var trúhneigt barn og þetta orkaði allt sterkt á mig og ég naut þess. Ég upplifði aldrei neina þvingun í þessum efnum. Þetta var bara sjálfsagður partur af tilver- unni. Ég viðurkenni samt fúslega að stundum geispaði ég og sofnaði vært undir lestrinum, og ég vissi líka upp á hár hvað ljósaperurnar voru margar í kirkjunni okkar og beið oft í ofvæni eftir því að prest- urinn segði amen. Það skaðaði mig ekkert, og ég skil vel hvað hann á við kollega minn, danskur, sem heldur því fram að einhver besta gjöf sem maður geti gefið barni sínu sé að leyfa því að láta sér leið- ast! Það sé bráðnauðsynlegt til að þroska innsæi og sköpunargáfu manns.“ Hvernig eru þín jól? „Á árum áður mótuðust þau af miklu annríki alla jóladagana við ótal messur og aðrar athafnir í kirkjum, stofnunum og heimahús- um. Sá taktur er með allt öðrum hætti nú. Nú messa ég aðeins á jólanótt í Dómkirkjunni. En okkur finnst ómissandi að vera við aftan- söng kl. 18 og syngja inn jólin. Það er líka í Dómkirkjunni, vegna þess að biskupinn nýtur þeirra forrétt- inda að hafa þar frátekin sæti. Það er ævagömul hefð fyrir því. Annars líður aðfangadagskvöldið eins og víða á heimilum. Við borðum góð- an mat og setjumst svo við jólatréð og lesum jólaguðspjallið og syngj- um. Á jóladag sækjum við okkar gömlu sóknarkirkju, Hallgríms- kirkju, og svo safnast stórfjölskyld- an saman. Það er ómissandi þáttur í jólahaldinu hjá okkur.“ Í takt við eilífðina Hvað segirðu um þá gagnrýni að kirkjan sé íhaldssöm og ekki í takt við tímann? „Það er allt í lagi ef kirkjan er ekki í takt við tímann, bara ef hún er í takt við eilífðina. Taktur tímans er svo margvíslegur og þar er ekki allt jákvætt og geðfellt. Við erum öll ólík og erum misjafnlega stödd á vegi tímans en hvar sem við erum og hver sem við erum og hverjar svo sem okkar eigin forsendur eru þá mætum við öll jólaboðskapn- um. Kirkjan greiðir því veg að við komumst í snertingu við þann boðskap.“ Á jólaboðskapurinn alltaf sama erindið? „Hvað finnst þér?“ Já, mér finnst það. „Það er svo merkilegt með jóla- guðspjallið að það talar öðruvísi til manns þegar maður er kominn á efri ár en það gerði til barnsins og unglingsins. En boðskapurinn um frelsarann á alltaf sama erindi við okkur öll, hvar sem við erum stödd á lífsskeiðinu. Jólaguðspjallið er svo yndislega látlaust. Einföld frá- sögn sem er um leið svo djúp og stór. Að því leyti er jólaguðspjallið mjög dæmigert fyrir það hvernig Biblían ber fram fegursta boðskap- inn; í sögum sem á yfirborðinu eru mjög einfaldar, jafnvel hversdags- legar, en á bak við þær er mikil dýpt og óendanlegar andlegar víddir. Töfrar jólaguðspjallsins eru fólgnir í þessu. Það er engin skreytilist í gangi hjá höfundinum en hugsaðu þér allt ímyndunaraflið sem kviknar hjá þeim sem heyra þessa sögu ár eftir ár og hún berst einnig stöðugt til okkar í sögum og söngvum og myndverkum. Það er alltaf eitthvað nýtt og gott sem vaknar til lífs í sálu manns við að heyra jólaguðspjallið.“ Biskupsstarfið Maður í þessi starfi lendir oft í því að vera skotskífan. Þá er bara að taka því og fá á sig skotin. a Við horfum upp á skefjalausa hlutadýrkun og eftirsókn eftir hlutum, tækjum og umbúðum. Á sama tíma ríkir æ meira virðingarleysi fyrir þessu öllu saman. Er það ekki þetta virðingarleysi gagnvart lífinu sem er að kollsigla heiminum? a Það er svo merkilegt með jólaguðspjallið að það talar öðruvísi til manns þegar maður er kominn á efri ár en það gerði til barnsins og ung- lingsins. En boðskapurinn um frelsarann á alltaf sama erindi við okkur öll, hvar sem við erum stödd á lífsskeiðinu. VEL ÞRIFIÐ FYRIRTÆKI – vellíðan á vinnustaðnum Láttu okkur þrífa fyrirtækið þitt Sólarræsting ehf. • Kleppsmýrarvegi 8 104 Reykjavík • Sími. 581 4000 Fax. 581 4000 • solarraesting.is Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.