24 stundir - 15.01.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 15.01.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Eyþór Steinarsson hjá Bygging- arfélagi Gylfa og Gunnars hefur unnið á byggingarkrana síðan hann var sextán ára eða í tæplega þrjátíu ár. Undanfarin ár hefur hann unnið við að setja kranana saman og var einmitt að ljúka við að setja saman 90 metra krana við Smáralind þegar blaða- maður náði tali af honum. „Það var virkilega gaman að taka fyrsta hífið einungis sextán ára gamall gutti en stuttu síðar tók ég rétt- indin. Ég hef meira og minna verið að vinna í krönum síðan og hæsti kraninn sem ég hef unnið í var 55 metrar á hæð,“ segir Ey- þór og viðurkennir að stundum geti verið mjög erfitt að vinna á krönum. „Það getur verið þreyt- andi að vera innilokaður í svona mikilli hæð allan daginn. Hins vegar er yfirleitt nóg að gera og maður hefur nóg fyrir stafni all- an daginn, það er hlustað á út- varpið og talað við menn niðri á jörðu í talstöð. Það skiptir miklu máli að vera með talstöðvar þeg- ar maður er kominn þetta hátt enda þarf að vanda sig við verk- ið. Sentímetrar og metrar skipta gríðarlega miklu máli í svona starfi enda lítur venjulegur mað- ur út fyrir að vera tveir senti- metrar á hæð þegar maður er kominn í 50-90 metra hæð.“ Fyrsti kraninn með lyftu Eyþór segir að það sé heilmikil vinna að koma einum krana saman og tekur háa kranann við Smáralind sem dæmi. „Það tók okkur um viku að koma honum saman en kranarnir eru hífðir upp. Honum er raðað saman niðri á jörðu og hífður upp í eins stórum bitum og maður kemst upp með. Þetta er því mjög skemmtilegt og áhugavert starf,“ segir Eyþór og hlær þegar hann er inntur eftir því hvort hann þurfi að ganga upp alla þessa 90 metra. „Það er mun erfiðara að ganga upp en niður og ætli það taki ekki um tuttugu mínútur að ganga upp 80 metra krana. Það getur verið lýjandi að ganga þarna upp og niður allan daginn og því nauðsynlegt að vera í góðu formi. Hins vegar er nauð- synlegt að fara niður reglulega til að fá félagsskap. Maður getur orðið vitlaus af að hanga þarna uppi mánuðum saman. Kraninn við Smáralind verður fyrsti kran- inn hér á landi með lyftu en það er mjög mikilvægt að hafa eina slíka í svona háum krana. Það tekur einungis um 4 mínútur að fara upp í 80 metra og þá er þetta ekkert mál Árvakur/Frikki Það er mikilvægt að vanda til verka á vinnuvélum Sentímetrarnir skipta máli í 90 metra hæð ➤ Kraninn við Smáralind er með75 metra bómu. ➤ Kraninn er 90 metra hár eða86 metra undir krók. ➤ Hann getur lyft alls tuttugutonnum og er því einn stærsti kraninn á landinu í dag. KRANINN VIÐ SMÁRALINDEyþór Steinarsson hefur unnið á krana í tæplega þrjátíu ár og segir starfið vera mjög skemmtilegt. Þó viðurkennir hann að það geti verið þreytandi að vera innilokaður í mik- illi hæð allan daginn. Eyþór Steinarsson „Það getur verið þreytandi að vera innilokaður í svona mikilli hæð allan daginn.“ Síðan í ágúst 2007 hefur Lieb- herr 250 EC-B-krani verið not- aður til að endurbyggja Roccetta Mattei-kastalann á Ítalíu en það var eilítið flókið að koma svona stórum krana upp. Það er ekki mikið pláss í kringum kastalann og það þurfti því að setja kran- ann saman á nokkurs konar grunni í stað þess að setja hann saman á átta metra hárri burð- argrind. Það var ekki hægt að grafa djúpt á svæðinu auk þess sem þetta er jarðskjálftasvæði og þurfti Liebherr að þróa sérstakan grunn til að tryggja öruggan stuðning fyrir kranann og koma í veg fyrir að hann myndi hrynja. Þetta tókst þó á tiltölulega stutt- um tíma og það er því í óðaönn verið að endurbyggja þennan heillandi kastala. Sérstakur grunnur notaður til stuðnings Kranaviðgerð við kastala Liebherr Hér má sjá hve stór kraninn er sem notaður er til að gera við ítalskan kastala. Vörur - þjónusta - upplýsingar Tangarhöfða 4, sími 515 7200 M b l 9 14 09 7 Ert þú leið(ur) á að skipta um perur? DÍÓÐULJÓSIN FRÁ OKKUR ERU: Ljósin frá okkue geta lýst leið þína lengi lengi ... Klettagarðar 11, 104 Reykjavík Sími 568 1580 Fax 568 0844 TRUCK - LITE Ljósasamlokurnar frá okkur eru: ÓBRJÓTANDI HÖGGÞOLNAR ENDAST OG ENDAST ORKUSPARANDI ÓBRJÓTANDI 10.000 KLST. ÁBYRGÐ PASSA FYRIR ALLAR GERÐIR VÖRU- OG FLUTNINGABÍLA

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.