24 stundir - 15.01.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 15.01.2008, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 24stundir „Þessi flottasti listamaður þjóð- arinnar, er hundelt [...] við eigum að standa með henni, enda hefur hún ekki verið þekkt fyrir príma- donnustæla [...] ég stend með henni, og finnst ómaklegt að Ís- lendingar séu að blogga um breytingarskeið og annað því um líkt.“ Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is „Ég skil Björk vel, það hlýtur að vera að flestir lendi í svona á viss- um tímapunkti, að hafa stjórn á skapi sínu og að hafa vald á eigin tilfinningum getur ekki átt alltaf við. En þar kemur á móti að ef þú drekkur 1l af óblönduðum vodka á hverjum degi, þá ætti nú allt að geta gerst?“ María Magnúsdóttir mariamagg.blog.is „Það veit sá sem allt veit að ég yrði BRJÁLUÐ ef ég fengi aldrei stundlegan frið fyrir einhverju fólki sem hefði það að atvinnu að ljósmynda mig við allar kring- umstæður til þess að hagnast á því. Það getur engin manneskja þolað þetta álag til lengdar.“ Ólína Þorvarðardóttir olinathorv.blog.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Þau fengu ágætis frið. Það kvis- aðist út að þau væru hérna þannig að það var mun meira að gera en á venjulegu sunnudagskvöldi,“ sagði Jóhann Halldórsson, veitinga- maður á Paddy’s í Keflavík. Söngdívan Beyoncé Knowles og kærasti hennar, rapparinn og við- skiptajöfurinn Jay-Z, millilentu á Íslandi á sunnudagskvöld. Jay-Z mætti ásamt fríðu föruneyti á bar- inn Paddy’s í Keflavík um klukkan 22 og sjálf drottningin Beyoncé mætti um hálftíma síðar. Jay-Z og félagar drukku bjór og vodkastaup á meðan þeir fylgdust með leik Dallas Cowboys og New York Gi- ants í úrslitakeppni bandarísku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta. Beyoncé lét sér hins vegar nægja glas af 7-up. Áritaði síma og diska „Það mátti ekkert trufla Jay-Z á meðan leikurinn var. Hann lifði sig rosalega inn í leikinn, öskrandi og æpandi,“ segir Jóhann og hlær. Hann var ekki á vakt í gærkvöldi en var fljótur að drífa sig á staðinn þegar hann heyrði hverjir voru á leiðinni. „Ég sleppti ekki þessu tækifæri að kíkja aðeins á drottn- inguna. Ég talaði við Beyoncé þeg- ar hún kom inn og bað um að fá að taka myndir og svona með tveimur af eldri krökkunum mínum. Hún sagði að ég gæti komið með krakk- ana og svoleiðis en vildi engar myndatökur.“ Beyonce áritaði síma, geisladiska og annan varning fyrir krakkana og gesti staðarins og var hin alþýð- legasta. Engir stjörnustælar Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, segir Beyoncé og hennar fylgdarlið hvorki hafa verið með sér- þarfir né stjörnustæla. „Hún var flott eins og alltaf og klædd í flottan pels,“ segir hann. „Hún heilsaði öllum og svona en gaf sér ekki tíma í að gefa eigin- handaráritanir eins og gestirnir báðu um. En hún var almennilegt og vinkaði öllum.“ Mikill snjór var í Keflavík í morgun en leigubílstjórarnir voru búnir að koma sér vel fyrir við út- gang Hótel Keflavíkur í morgun. „Leigubílstjórarnir stjönuðu í kringum hana og opnuðu allar dyr fyrir hana,“ segir Steinþór, en hann kvaddi Beyoncé með gjöf frá lista- konunni Guðlaugu Helgu Jóns- dóttur, systur sinni. Stórstjörnurnar Beyoncé Knowles og Jay-Z gistu í Keflavík Laus við stælana og sötraði 7-up Keflvíkingar voru fljótir að frétta af komu Beyoncé Knowles og Jay-Z til landsins og hóp- uðust á barinn Paddy’s. Þar sátu stjörnurnar og horfðu á fótbolta. Fóru á Paddy’s Beyonce og Jay-Z mættu óvænt á pöbbinn. Samsett mynd/Elli Hittu stjörnurnar Stefán Karl og Tara Rós fengur eiginhandaráritanir frá drottningunni. Til vinstri sést samskonar disk og Beyonce fékk að gjöf. HEYRST HEFUR … Gerður Kristný og Katrín Jakobsdóttir hafa séð um menningarumfjöllun í þáttunum Mannamál með Sigmundi Erni á sunnudagskvöldum í vetur. Gerður og Katrín voru báðar óléttar þegar þættirnir hófu göngu sína en Katrín eignaðist dreng á gaml- ársdag. Gerður beið örlítið lengur og mætti í Mannamál á sunnudagskvöld og eignaðist loks dreng undir mánudagsmorgun. afb Haraldur Freyr Gíslason, trommuleikari Botn- leðju, var ferskur andblær í stundum of jákvæðan álitsgjafahóp Laugardagslaganna um helgina. Sagði hann meðal annars að honum fyndist eitt laganna „ömurlegt“. Haraldur var samt „bullandi van- hæfur“ eins og Gísli Einarsson benti á enda bróðir Arnars, trommuleikara Dr. Spock, sem flutti hið frábæra Hvar ertu nú? og komst í úrslit. afb Knattspyrnuhetjan Helgi Sigurðsson skorar víðar en á knattspyrnuvellinum því um liðna helgi gerði hann sér lítið fyrir og vann tæpar 100 þúsund krón- ur á Lengjunni. Helgi gerir lítið af því að tippa, en þykir getspakur með eindæmum þegar sá gállinn er á honum. Lokaleikurinn á seðlinum var viðureign Bolton og Blackburn, en þar kom sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. bba „Það er gömul lumma og fyrir mína tíð,“ segir Óttar Hrafnkels- son, forstöðumaður ylstrandar- innar í Nauthólsvík um meint bann á berum brjóstum á strönd- inni. Sænskar og danskar konur berj- ast nú fyrir breyttum baðfata- reglum á sundstöðum en þær vilja fá að synda bera að ofan – rétt eins og karlmenn. Í 24 stundum á föstudag kom fram að íslenskar konur njóta mun meira frelsis en engar reglur virðast banna þeim að flagga berum barminum í sund- laugum landsins. Í lagi ef það truflar ekki „Þetta voru ómótaðar reglur,“ segir Óttar. „Það er ekki bannað að vera berbrjósta á ylströndinni. Í öllum sínum einfaldleika er þetta þannig að ef kvenmaður kýs að vera berbrjósta á ylströndinni þá er það allt í lagi, svo lengi sem það truflar ekki aðra gesti.“ Kvenfólk má ekki vera ber- brjósta í Bláa lóninu en ástæðan fyrir því er einföld að sögn Magn- eu Guðmundsdóttur kynningar- fulltrúa. „Við fáum til okkar gesti af svo ofboðslega mörgum þjóð- ernum. Það sem okkur á Íslandi þætti sjálfsagt getur sært blygð- unarkennd annarra gesta.“ 70% gesta Bláa lónsins eru er- lendir að sögn Magneu. „Við höf- um ekki orðið vör við mótmæli eða óánægju íslenskra gesta varð- andi þetta. Það hefur verið skemmtileg baðfatatíska á Íslandi og ég held að konum þyki gaman að spóka sig í bikiní.“ atli@24stundir.is Beru brjóstin eru ekki leyfð alls staðar Bannað í lóninu, í lagi á ylströndinni Frelsi Íslenskar konur mega bera brjóstin í Nauthólsvík. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 6 2 7 8 1 4 9 3 5 5 3 8 2 6 9 1 4 7 9 1 4 7 3 5 8 2 6 1 6 5 3 7 8 2 9 4 7 9 2 6 4 1 5 8 3 4 8 3 5 9 2 6 7 1 2 5 1 4 8 3 7 6 9 8 4 6 9 5 7 3 1 2 3 7 9 1 2 6 4 5 8 Atli minn! Ætlaðir þú ekki annars á blint stefnumót? 24FÓLK folk@24stundir.is a Það er spurning en af því að ég lék alla strumpana þá gæti það verið erfitt að leika þá alla á sviði. Þarftu ekki að setja upp aðra afmælissýningu? Strumparnir fögnuðu í gær fimmtíu ára afmæli sínu. Laddi, sem talaði fyrir alla strumpana í hinum vinsælu teiknimyndum og er því nátengdur vinsældum strumpanna, setti upp sérstaka afmælissýningu í tilefni sextugsafmælis síns og ætti því að hug- leiða að gera slíkt hið sama fyrir hina bláu vini sína. SELFYSS- INGAR! Það er enginn skítamórall að 658 Selfyssingar hafi fengið vinning í Happdrætti Háskólans á síðasta ári. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.