24 stundir - 15.01.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 15.01.2008, Blaðsíða 38
Fjögur stig algjört lágmark Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Ég er búinn að panta mér flug og miða á úrslitaleikinn og býst við sterku íslensku liði þar,“ segir stór- vesírinn Sigurður Valur Sveinsson, aðspurður um möguleika íslenska landsliðsins í handbolta á Evrópu- mótinu í Noregi. Fyrsti leikur landans á því móti er á fimmtudaginn kemur gegn Svíum. Er það samdóma álit fjög- urra kempna sem 24 stundir leit- uðu til að allt sé hægt en ætli liðið að gera alvarlegar rósir á mótinu þurfi lágmark fjögur stig inn í milliriðlana. Það aftur þýðir sigur annaðhvort á Svíum eða Frökkum fyrir utan sigur á Slóvökum sem er slakasta þjóðin í D-riðli Íslands. Fjögur eða sex stig Sigurður Valur segir að engin ástæða sé til annars en bjartsýni fyrir Íslands hönd. „Breiddin í lið- inu nú er meiri en verið hefur og var akkilesarhællinn á heimsmeist- aramótinu á síðasta ári. Svo fannst mér bara jákvætt að hiksta svona í fyrri æfingaleiknum gegn Tékkum því slík frammistaða fær strákana til að líta harðar í eigin barm. En við þurfum helst fjögur stig úr riðl- inum okkar til að liðinu gangi vel í keppninni.“ Sammála fyrsta ræðumanni Undir þetta taka þeir Bjarki Sig- urðsson, Júlíus Jónasson og Valdi- mar Grímsson. Eru þeir á því að sigur þurfi að vinnast á annaðhvort Frökkum eða Svíum fyrir utan Sló- vaka því milliriðillinn sé erfiður og ekki sé gæfulegt þar með færri en fjögur stig. „Fyrsti leikurinn er algjört lyk- ilatriði að mínu mati,“ fullyrðir Valdimar. „Hann setur viðmiðið fyrir það sem koma skal og slæm úrslit þar setja strax pressu á strák- ana. Að sama skapi er næg pressa að leggja Svía sem eru aldeilis ekki búnir að gleyma okkar þætti í að þeir misstu af síðasta HM.“ Bjarki er sammála en sér ekkert ólíklegt við að leggja aðra hvora þjóðina. „Svíaleikurinn verður erf- iðari. Þeir telja sig vera konunga Norðurlandaboltans og eru fúlir frá því síðast. Náist góð úrslit þar eigum við að eiga í fullu tré við Frakka og með fjögur eða sex stig stígum við langleiðina inn í úrslit- in.“ Júlíus ítrekar að engin ástæða sé til að vera með minnimáttarkennd gegn slíkum mótherjum. „Bæði Frakkar og Svíar muna mætavel eftir síðustu viðureignum sínum við okkur og verða jafnvel brot- hættari fyrir vikið. Sjálfsagt mál að þrýsta út bringunni og bera höf- uðið hátt þegar farið verður gegn þeim og leggja þessar þjóðir.“  Ætli íslenska landsliðið að ná langt á EM í handbolta í Noregi þarf liðið að sigra Frakka eða Svía auk Slóvaka í sínum riðli. FIM. 17. JAN. 19:15 Ísland - Svíþjóð LAU. 19. JAN. 17.15 Slóvakía - Ísland SUN. 20. JAN. 17:15 Frakkland - Ísland LEIKIR ÍSLANDS 38 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Svíaleikurinn verður erfiðari. Þeir telja sig vera konunga norðurlanda- boltans og eru fúlir frá því síðast. Þjálfari Rómverja, LucianoSpalletti, ræðst ekki ágarðinn þar sem hann er lægstur. Eftir 1-2 sigurleik Roma gegn Atalanta um helgina þar sem Francesco Totti skoraði annað markið fár- aðist þjálfarinn yfir dapurri frammistöðu stjörnunnar og heimtaði miklu meira frá Totti en hann hefur verið að sýna. Sagði hann með öllu óeðlilegt að skora mark og hverfa svo í næstu 70 mínútur leiksins eins og Totti vissulega var sekur um. David Beckham hjá Ars-enal! Upp úr dúrnumhefur komið að Ar- sene Wenger reyndi að fá Beckham til liðsins þegar honum gekk hvað verst með Real Madrid. Stóð vilji Beck- hams þó frekar til að dvelja áfram á Spáni sem hann og gerði. Athyglisvert engu að síð- ur að sjá hann mata Thierry Henry fyrir framan markið. Ekkert vandamál að spilameð Didier Drogba aðsögn Nicolas Anelka. Raddir hafa verið uppi að báðir séu of gráðugir til að spila saman vandræðalaust en Frakkinn vís- ar því á bug. Segist vera mikið fyrir stoðsendingar að auki og sér ekki vandamál. Mohamed Sissoko hjáLiverpool er einnum- talaðasti leik- maðurinn í dag. Talið var víst að Juven- tus klófesti hann eftir nokkurra vikna samningaumleitanir en þeir hafa hætt við og nú hafa bæði Atletico Madrid og Inter Milan gert Liverpool tilboð. Tveir nýir leikmenn hiðminnsta en þrír þó lík-legri er takmark Sven Göran Er- iksson þjálfara Manchester City nú í jan- úar. Er upp- byggingunni hjá liðinu greinilega hvergi nærri lokið og ætlar karlinn að tryggja að City verði meðal þeirra efstu þegar vorar. Ekkert er þó látið uppi um hugsanleg takmörk að svo stöddu en kaup Svíans hafa hingað til virkað glimrandi. Íslendingar voru nálægt því að næla í gullverðlaun á Norðurlandamótinu í taekwondo sem lauk um helgina en Auður Anna Jónsdóttir beið lægri hlut á lokasekúndunni í úrslitabardaga í sínum þyngdar- flokki og þurfti að sætta sig við silfurverðlaun. Alls komu Íslendingarnir heim með þrjú verðlaun. Eitt silfur og tvenn bronsverðlaun sem þeir Daníel Pét- ursson og Valdimar Pardo fengu í ungmennaflokkum. Alls tóku átta íslenskir keppendur þátt í þetta skipti. Þrjár helstu vonarstjörnur landsins í greininni halda brátt til Tyrklands á sterkt úrtökumót þar. Eru það Björn Þorleifsson, Haukur Daði Guðmundsson og fyrrnefnd Auður Anna. Um er að ræða úrtökumót fyr- ir Ólympíuleikana í Kína í sumar en aðeins þeir kepp- endur sem enda á verðlaunapalli þar öðlast sjálfkrafa keppnisrétt í Peking. Aðrir verða að fara fjallabaksleið ætli þeir að taka þátt í Kína. Ágætur árangur íslensks taekwondofólks á Norðurlandamótinu Þrenn verðlaun til Frónbúa Þrátt fyrir góðar vonir og veð- banka á þeirra bandi verður ekkert af því að Indianapolis Colts leiki enn á ný um hina himnesku SuperBowl skál. Colts töpuðu mjög óvænt fyrir vængbrotnu San Diego Char- gers og fara því Chargers í undanúrslitin gegn New Eng- land Patriots. Það sama varð uppi á teningnum hjá Dallas Cowboys og New York Giants en þar komust Giants áfram þvert á líkur. Óvæntur endir Skíðakappinn Bode Miller jafnaði um helgina bandarískt met þegar hann vann sinn 27. sigur í heimsbikarkeppninni í skíðaíþróttum með sigri í bruni í Lauberhorn í Sviss. Miller er enn aðeins þrítugur og næsta víst að metið fellur fyrr en síðar. Miller er annar í heildarkeppninni á eftir Ben- jamin Rauch Tími Millers Kristján Einar Kristjánsson keppti í fyrsta sinn í Grand Prix kappakstri á Nýja- Sjálandi um helgina. Sökum bilunar í bíl hans hóf hann keppni aftastur átján kepp- enda en náði að lokum þrett- ánda sætinu. Næsta helgi er hans síðasta keppnishelgi í landinu þar sem hann er að ná sér í reynslu fyrir átök í Evr- ópu næstu mánuði. Þrettándinn Það er fleira sem hækkar en matur og þak yfir haus. Fjár- þörf sérsambandanna innan íþróttahreyfingarinnar hækk- ar mikið milli ára meðan út- hlutun lækkar hlutfallslega að sama skapi. Framlag Afreks- sjóðs ÍSÍ til þeirra í ár er um 10 prósent af kostnaðaráætlun en var 15 prósent á síðasta ári. Dýrtíð SKEYTIN INN HÚSVÍKINGAR! Það er ekki bara hægt að skoða hvali á Húsavík heldur einnig 251 vinningshafa í Happdrætti Háskólans á síðasta ári. Aðgangur ókeypis. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.