24 stundir - 06.02.2008, Page 2

24 stundir - 06.02.2008, Page 2
➤ Í frumvarpi að nýjum orku-lögum er kveðið á um að þær orkuauðlindir sem nú eru í opinberri eigu verði það áfram. ➤ Frumvarpið gerir einnig ráðfyrir skiptingu orkufyrirtækja í samkeppnishluta og einok- unarhluta, sem er vatns- og orkuveita til almennings. ORKULÖGIN Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Þetta er grundvallaratriði og ég myndi gjarnan vilja sjá þetta af- greitt sem fyrst, en það er vilji þingsins sem ræður,“ segir Össur Skarhéðinsson iðnaðarráðherra, aðspurður hvort það sé mikilvægt að ný orkulög verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí í lok maí. Hann býst við að frumvarpið komi fljótlega fyrir Alþingi en stjórnar- andstaðan kallaði eftir því að það gerðist sem fyrst á Alþingi í gær. Bíður hjá Sjálfstæðisflokki Tæpar þrjár vikur eru síðan þingflokkur Samfylkingarinnar samþykkti frumvarpið en málið bíður enn í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. „Þarna glittir í enn eitt ágreiningsmálið á milli stjórnar- flokkanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, en hann telur ágreining- inn vera vegna ákvæðis um eign- arhald almennings á orkuauðlind- unum. „Það er andstaða í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og ég held að hún sé líka vegna þess að þar á bæ er mönnum farið að finn- ast nóg um linkuna í forystumönn- um flokksins,“ bætir hann við. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þing- flokkinn einfaldlega vera að vanda sig. „Það er mikilvægara í svona máli að vanda sig en að keppa við klukkuna,“ segir hann en vill ekki tjá sig efnislega um frumvarpið að sinni. Orkufyrirtækin bíða spennt Kjartan Magnússon, stjórnarfor- maður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segir mikilvægt að frum- varpið komi fram sem fyrst. Hann segir bókun stjórnar OR á fundi síðastliðinn föstudag vera lýsandi fyrir afstöðu sína til eignarréttar- ákvæðis laganna. „Stjórn Orku- veitu Reykjavíkur fagnar þeirri áherslu í frumvarpsdrögum til laga á orkusviði að tryggja með afger- andi hætti að eignarhald orkuauð- linda í opinberri eigu verði það áfram,“ segir í bókuninni. Árni Sigfússon, stjórnarformað- ur Hitaveitu Suðurnesja, tekur undir með Kjartani og segir það vera mjög mikilvægt að frumvarp- ið fari að koma til almennrar um- ræðu. Ráðherra vill orkulög í vor  Iðnaðarráðherra segir að ný orkulög séu grundvallaratriði Orkuauðlindir Verða í eldlínunni á næstunni. 2 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 17 Amsterdam 9 Ankara 4 Barcelona 16 Berlín 8 Chicago -1 Dublin 9 Frankfurt 5 Glasgow 5 Halifax 1 Hamborg 5 Helsinki 1 Kaupmannahöfn 5 London 12 Madrid 11 Mílanó 13 Montreal -4 München 7 New York 8 Nuuk -16 Orlando 17 Osló 3 Palma 19 París 11 Prag 11 Stokkhólmur 2 Þórshöfn 3 Suðvestan 5-13 m/s, léttskýjað um landið austan- og norðaustanvert, en skýjað með köflum og dálítil él annars staðar. Frost 1 til 9 stig, kaldast inn til landsins, en hiti um frostmark við ströndina sunnantil. VEÐRIÐ Í DAG 2 0 0 0 -2 Dálítil él Austan hvassviðri um morguninn en SV 15-23 m/s um hádegi en mun hvassari SA-til. Snjó- koma eða él, einkum S- og V-lands. Heldur hægari og úrkomuminna undir kvöld. Frost 0 til 6 stig, en um frostmark við SA-ströndina. VEÐRIÐ Á MORGUN 1 1 2 0 1 Austan hvassviðri „Þetta virðist hafa farið betur en á horfðist. Þetta er ekkert Water- gatemál,“ segir starfsmaður á skrif- stofu Samfylkingarinnar, um inn- brot í höfuðstöðvar flokksins við Hallveigarstíg í Reykjavík um helgina. Engin gögn hurfu Samkvæmt heimildum 24 stunda höfðu þjófarnir á brott með sér tvo tölvuskjái, sjónvarpstæki og eina nýja tölvu. „Við vorum nýbú- in að kaupa þessa tölvu og hún var ennþá í kassanum og því engin gögn inni á henni. Það virðast ekki hafa horfið nein gögn,“ segir starfs- maðurinn sem bætir því að þó svo þetta hafi getað farið verr þá sé heldur ónotalegt að vita af óboðn- um inni á skrifstofunni. Sam- kvæmt heimildum 24 stunda bendir ekkert til þess að þjófarnir hafi heimsótt aðra í húsinu. Þjófar með aðgang Eftir því sem best er vitað var ekki hægt að sjá nein ummerki um að hurðin hefði brotin upp, sem sem bendir til þess að hurðin hafi verið ólæst, kviklæst eða þjófarnir haft aðgang að húsinu. Þegar upp komst um innbrotið var lögregla kölluð til og er málið nú þar í rann- sókn. Samkvæmt heimildum 24 stunda mun enginn vera grunaður um innbrotið en verið er að fara yf- ir upptökur úr eftirlitsmyndavél sem mun hugsanlega leiða hina seku í ljós. elias@24stundir.is Brotist inn í höfuðstöðvar Samfylkingarinnar um liðna helgi Stolið af flokksskrifstofunni Skrifstofa Samfylkingarinnar Brotist var inn um helgina. Yfirdýralæknir beinir þeim til- mælum til umráðamanna úti- gangshrossa að huga vel að þeim nú þegar víða eru jarðbönn og hart í ári. Héraðsdýralæknum hefur borist fjöldi ábendinga um hross sem híma fóðurlaus í girðingum þar sem enga beit er að hafa. „Það verður að segjast eins og er að ástand hrossanna er víða mjög slæmt og greinilegt að menn huga ekki nægilega að þessum hlutum, eins og þeim er skylt samkvæmt lögum um búfjárhald,“ segir Sig- ríður Björnsdóttir dýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir nokkur mál til skoð- unar þar sem mögulega verður gripið til aðgerða og úrbóta krafist. aegir@24stundir.is Ástand útigangshrossa víða slæmt Fjöldi ábendinga vegna vanrækslu Rætt er að nota svokallaða baksýnis- spegla til ákvörðunar launahækkana í næsta kjarasamningi. Slíkt myndi ganga þannig fyrir sig að þeir sem ekki hafa notið launaskriðs á ákveðnu tímabili fái hækkunina í sinn hlut. Rætt er um hækkun um fjögur prósent 1. mars næstkomandi sem ákvarðist með þessum hætti. Þessum baksýnis- speglum verði beitt þrisvar á samn- ingstímanum ef samið verður til fjög- urra ára. Með þessu verði launahækkanir ákveðnar á samningstímanum en ekki fyrirfram.Að sögn fólks innan verkalýðs- hreyfingarinnar eru þessar hugmyndir einkum komnar frá Samtökum atvinnulífsins (SA). Til að þessi hugmynd hljóti hljómgrunn þurfi öll aðildarfélög Alþýðusambands Íslands að ganga inn í samningagerðina. Þessa dagana er SA að funda með aðildarfélögunum og munu málin væntanlega skýrast nokkuð seinnihluta vikunnar. Skiptar skoðanir eru um þessar hugmyndir innan verkalýðshreyfingarinnar. fr Horft í baksýnisspegla „Þessi baksýnisspegilsaðferð er góð að því leyti að hún er örygg- isnet fyrir þá sem ekki njóta launaskriðs,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Hann vill þó frekar að verkalýðshreyf- ingin sé mótandi um framtíðina. „Það verður best gert með því að styrkja kauptaxtakerfið.“ aak Vill frekar horfa til framtíðar Fjörutíu og eins árs gamall karl- maður hefur verið dæmdur í 4 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þrjár nauðganir og þjófnaðarbrot en maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem voru 12, 14 og 16 ára þegar brotin voru framin á árunum 2005 og 2006. Maðurinn var dæmdur til að greiða stúlkunum samtals 1,8 milljónir í bætur. Fram kemur í dómnum að mað- urinn er síbrotamaður og þykir hann hafa sýnt einbeittan brota- vilja í samskiptum sínum við stúlkurnar. mbl.is 4 ára fangelsi fyrir 3 nauðganir STUTT ● Fíkn fjármögnuð Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðs- dóms yfir manni sem ákærður er fyrir innbrot og þjófnaði um áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann er grunaður um að hafa stolið verðmætum að jafngildi fjögurra milljóna króna. Hann á langan sakaferil og er fíkniefnaneytandi. ● Farbann og valdstjórn Hæstiréttur hefur staðfest úr- skurði héraðsdóms um að tveir erlendir menn sem ásamt fleirum réðust á lögreglu- menn í miðborginni sæti far- banni til 15. febrúar. Þeir eru ákærðir fyrir brot gegn vald- stjórninni. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.