24 stundir - 06.02.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 06.02.2008, Blaðsíða 4
Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Ásgeir Hrafn Ólafsson sem rændi útibú Glitnis í Lækjargötu í fyrra- dag hefur áður gerst sekur um bankarán. Ásgeir rændi útibú SPRON við Álfabakka, 17. maí árið 2004. Hann ógnaði gjaldkerum með hnífi og hafði á brott með sér tæpa eina milljón króna. Hann var handtekinn skömmu síðar og fundust allir peningarnir. Fyrir dómi bar Ásgeir að hann hefði ver- ið í mikilli neyslu fíkniefna og verið hótað af handrukkurum sem hann skuldaði peninga vegna kaupa á fíkniefnum. Litla hjálp að hafa Ásgeir hefur samkvæmt heim- ildum 24 stunda neytt fíkniefna frá fjórtán ára aldri og neysla hans far- ið stigvaxandi. Fjölskylda hans hef- ur ítrekað reynt að koma honum í meðferð og leitað annarrar hjálpar en mætt litlum skilningi innan kerfisins. Ásgeir dvaldi meðal ann- ars í Byrginu í tvígang árið 2004. Að sögn fjölskyldu hans hafði sú dvöl tímabundin áhrif til hins betra en svo seig á ógæfuhliðina aftur. Ásgeir rauf með ráninu í fyrra- dag skilorð og hefur verið færður í afplánun. Hann játaði jafnframt við yfirheyrslur að hafa rænt versl- un Select í Hraunbæ síðasta fimmtudag. Þá ógnaði hann starfs- fólki með hnífi. Frá árinu 2004 hef- ur Ásgeir verið dæmdur fyrir fjölda þjófnaðarbrota, sem tengja má neyslu fíkniefna og fjármögnun hans á þeirri neyslu. Ekki fremja hetjudáðir Jakob Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri VSI öryggishönnun- ar og ráðgjafar, segir mestu skipta að vernda líf og limi fólks þegar rán eru framin. Fyrirtækið sinnir ör- yggisráðgjöf fyrir fjölda stórra fyr- irtækja og stofnana og hefur meðal annars komið að öryggisráðgjöf fyrir Glitni. „Bankarnir hafa almennt verið mjög duglegir við að fræða sitt starfsfólk og búa sig undir svona uppákomur sem aldrei er hægt að útiloka. Við höldum námskeið um viðbrögð fyrir bankastarfsmenn jafnframt því að fara á staðina og gera viðbragðsáætlanir.“ Jakob segir að almenningur sem lendir í því að vera viðstaddur svona atburði eigi að hlýða því sem ræningjarnir segja. „Fólk á alls ekki að reyna að fremja neinar hetju- dáðir í svona tilfellum, bara láta lít- ið fyrir sér fara og hlýða.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Annað banka- rán ræningjans  Glitnisræninginn rændi útibú SPRON í Mjóddinni árið 2004  Fólk á að hlýða ræningjum segir sérfræðingur í öryggismálum ➤ Ásgeir hlaut tvívegis dóm ár-ið 2004, annars vegar fyrir þjófnað og hins vegar fyrir þjófnað og bankarán. ➤ Árið 2006 var hann dæmdurfyrir þjófnað og tilraunir til þjófnaðar á lyfjum í þremur aðskildum apótekum. ➤ Ásgeir hefur margoft reynt aðhætta eiturlyfjaneyslu en ekki tekist það nema til skamms tíma í einu. BROTAFERILL Vettvangur Engan sakaði þegar rán var framið í útibúi Glitnis í fyrradag. Árvakur/Frikki 4 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir ÍS L E N S K A SI A. IS FL U 40 78 2 01 .2 00 8 1 kr. aðra leiðina + 490 kr. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Gildir til 29. febrúar - bókaðu á www.flugfelag.is Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara-flokkssúpur Masterklass        Nýjung Öskudagur í IKEA Allir krakkar velkomnir söngur & sætindi www.IKEA.isOpið 10-20 virka daga │ Laugard. 10-18 │ Sunnud. 12-18 Halldór Sævar Guðbergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) en kosið verður um formann á aukaaðalfundi þess þann 14. febrúar næstkomandi. Halldór er formaður Blindra- félags Íslands og hefur verið það síðan 2005. Enn sem komið er hafa ekki fleiri gefið kost á sér í starfið. aak Halldór Sævar formaður ÖBÍ? „Það er heilmikill fengur að þess- um fyrirlesurum og ég held það sé engin spurning um að þetta skili sér í skólastarfið,“ segir Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi Menntasviðs Reykjavíkurborgar um ráðstefnuna Halakörtur og Hagnýt ráð sem haldin er á Hótel Hilton í dag, Öskudag. Fyrirlesarar eru dr. Laura Riffel, bandarískur sérfræðingur í bekkj- arstjórnun og hegðunarfrávikum og Hohn Morris skólastjóri í Ar- dleigh Freen Junior School í Essex í Bretlandi. Dr. Laura Riffel kynnir aðferðir til að fyrirbyggja og takast á við hegðunarvanda en hún leggur mikla áherslu á jákvæða hegðun og segir það laða fram það besta í öllum. Skóli John Morris hefur vakið mikla athygli í Bretlandi fyrir góð- an árangur í kennslu, ekki síst hjá strákum. Þau munu jafnframt stjórna málstofum þar sem hagnýt ráð verða viðfangsefnið. aak Halakörtur á Hótel Hilton Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Bankabygg er lífrænt ræktuð íslensk framleiðsla og er mikið notað í matseld m.a. morgungrauta. Tæplega 20% munur er á hæsta og lægsta verði, þar sem bankabyggið er ódýrast í Fjarðarkaupum. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 20% munur á bankabyggi Þuríður Hjartardóttir NEYTENDAVAKTIN Bankabygg frá Móðir jörð 1000 gr. Verslun Verð Verðmunur Fjarðarkaup 210 Hagkaup 224 6,67 % Maður lifandi 225 7,14 % Heilsuhúsið 230 9,52 % Yggdrasill 249 18,57 % Blómaval 251 19,52 %

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.