24 stundir - 06.02.2008, Page 12

24 stundir - 06.02.2008, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Stúdentar við Háskóla Íslands kjósa í dag og á morgun fulltrúa í stjórn nemendafélagsins, Stúdentaráðs. Í nýlegu Stúdentablaði er rætt við odd- vita beggja framboðslista í kjörinu, Vöku og Röskvu. Eins og mörg und- anfarin ár eru þeir hjartanlega sammála um a.m.k. eitt mál; að skólagjöld við Háskóla Íslands komi alls ekki til greina. Röskva „hafnar alfarið skólagjöldum þar sem þau skerða jafnt aðgengi allra til náms.“ Vaka segir: „Upptaka skólagjalda myndi hafa mikil og þungbær áhrif á getu margra nemenda til þess að stunda háskólanám.“ Ætli nemendur í einkareknum háskólum, sem innheimta skólagjöld, taki undir þessi sjónarmið stúdenta í Háskóla Íslands? Bendir sú gríð- arlega aðsókn, sem verið hefur að þeim skólum á undanförnum árum til þess að með skólagjöldum sé „aðgengi til náms“ skert? Auðvitað ekki. Lánasjóður íslenzkra námsmanna lánar fólki fyrir skólagjöldum. Um helmingur lána LÍN er í raun styrkur. Endurgreiðslur eru tekjutengdar. Þannig borga þeir, sem hafa háar tekjur, meira til baka en hinir tekjulægri og jafnrétti til náms skerðist ekki neitt. Ef Háskóli Íslands ætlar að komast í hóp 100 beztu háskóla heims, þarf hann að geta mætt samkeppni, bæði frá innlendum og erlendum háskól- um sem innheimta skólagjöld. Skólagjöld eru ein forsenda þess að skólinn geti boðið betra nám en keppinautarnir. Flestir beztu háskólar heims inn- heimta skólagjöld, miklu hærri en þau sem hafa verið til umræðu í HÍ. Skólagjöld eru ekki aðeins tekjuöflunarleið fyrir HÍ. Þau auka kostn- aðarvitund stúdenta og stuðla að því að þeir ljúki námi á skemmri tíma. Þau gera líka að verkum að stúdentar geta gert meiri kröfur til gæða kennslunnar og aðbúnaðar í skólanum og eru þannig stjórnendum skól- ans hvatning til að gera betur. Leiðtogar nemendafélagsins í HÍ virðast árum sam- an hafa haft mjög þrönga sýn á hagsmuni stúdenta. Þeim finnst mikilvægara að einblína á það hvort í buddu stúdenta sé einhverjum þúsundköllum fleira eða færra til skamms tíma en að horfa á gæði náms í Háskóla Íslands og samkeppnisstöðu hans til lengri tíma litið. Er það síðarnefnda ekki hagur stúdenta við HÍ? Dettur stúdentaleiðtogunum í HÍ aldrei í hug að spyrja nemendur í öðrum háskólum hvernig þeir komist af, þrátt fyrir að vera í skóla hjá vondu fólki, sem vill að þeir borgi lítið brot af því sem það kostar að mennta þá? Hagur stúdenta? SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Borgarstjóri segir að kaup borg- arinnar á húsunum á Laugavegi 4 og 6 langt yfir markaðsverði hafi ekki skapað for- dæmi og muni því ekki hafa áhrif á verð- myndun annarra gamalla húsa. Þetta er rangt. Þegar hús eru friðuð með lög- um er markaðs- verð greitt fyrir húsin skv. eign- arnámsákvæðum. Með því að kaupa hús sem metin voru á um 350 milljónir á 580 milljónir hef- ur borgarstjórn breytt markaðs- verði slíkra húsa. Það eru miklir peningar og ekki hefur verið gef- in skýring á hvaðan þeir eiga að koma. Hvað á að skera niður? Dofri Hermannsson dofri.blog.is BLOGGARINN Friðuð hús Rök má færa fyrir því að sjávar- útvegurinn hafi orðið fórn- arlömb hugmyndafræði þar sem ekkert mark hef- ur verið tekið á raunsæi og nyt- semishyggju. Annars vegar má skipta þeirri hug- myndafræði í stjórn veiða með það að markmiði að byggja upp fiskistofnana. Þau fræði hafa hvergi gengið eftir í heiminum enda stangast þau á við viðtekna vistfræði. Hins vegar hafa hag- fræðingar gleypt þessi fræði og yfirfært á skortskenningar sínar og búið til seljanlegt kvótakerfi, með viðkvæði um takmarkaðar auðlindir. Sigurjón Þórðarson sigurjonth.blog.is Auðlindir Sífellt verður erfiðara að halda Sjálfstæðisflokknum saman, hann sveigir inn á miðjuna í aðdrag- anda kosninga og frjálshyggju- mönnum er sagt að hafa sig hæga, nú þurfi að ná at- kvæðafjölda. En að kosningum loknum lenda menn í vaxandi vanda með að fullnægja kröfum kratanna í flokknum og svo hinna ungu þingmanna sem hefur farið fjölg- andi og eiga sífellt erfiðara með að sætta sig við að vera krossfestir reglulega. Þeir krefjast þess að þjóðareignir verði seldar í hendur einkaaðila og ekki megi binda í lög að auðlindir skuli vera þjóðareign. Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is Krossfesting Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Icelandair ber öðrum fremur ábyrgð á mikilli fjölgun ferðamanna til Íslands á undanförnum árum og áratugum. Annars vegar með öflugu markaðs- og kynningarstarfi erlendis og hins vegar með því að setja upp flugáætlun sem gerir Ísland að miðpunkti í flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma aukast ferðir Ís- lendinga til útlanda. Innan Icelandair Group, áður Flugleiða, hefur orðið til þekking og reynsla í öll- um þáttum flugs og ferðaþjónustu sem er und- irstaða atvinnugreinarinnar hér á landi og hefur getið af sér fjölda sprotafyrirtækja. Sum þeirra eru í harðri samkeppni við Icelandair nú. Leifsstöð, sem í forsíðufrétt 24 stunda í gær var sögð sprungin, var opnuð 1987 og rekin af ríkinu alla tíð. Flugstöðin er hluti af þeim innviðum sam- félagsins sem hið opinbera rekur í almannaþágu og þar hafa menn átt fullt í fangi með að fylgja þess- ari hröðu þróun. Vegna sambýlisins við herstöð Nato var stjórnkerfið í kringum flugvöllinn og flugstöðina flókið en það hefur nú verið einfaldað til muna. Margt hefur þar verið vel gert í breyt- ingum undanfarinna ára þótt alltaf megi gera bet- ur. Icelandair þarf eins og önnur flugfélög stöðugt að leita leiða til að verða við kröfum viðskiptavina um öryggi, stundvísi, þjónustu og hagstæð far- gjöld. Viðskipti við flugvelli og flugstöðvar skipta þar miklu máli enda stór hluti af upplifun farþega og kostnaði við flugið. Þótt langstærstur hluti far- þega um Leifsstöð séu farþegar Icelandair hefur fé- lagið lítið um reksturinn þar að segja. Þeirri hug- mynd hefur því oft verið kastað upp innan Icelandair Group að starfrækja eigin flugstöð á Kefla- víkurflugvelli. Lausleg athugun sérfræðinga á byggingu og rekstri flugstöðvar hefur leitt í ljós að með því gæti félagið lækkað kostnað og boðið farþegum sínum ódýrari og þægilegri ferðamáta. Höfundur er upplýsingastjóri Icelandair Group Fjölgun farþega um flugvöllinn ÁLIT Guðjón Arngrímsson 24 stunda Auglysingasimi Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is Serblad 12.februar 2008 vinnuvelar

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.