24 stundir - 06.02.2008, Síða 13
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
Hann á afmæli í dag
– Jón Páll sjötugur.
FÓLK»
Miðvikudagur 6. febrúar 2008
Erum á eftir sterk-
um tónlistarmönn-
um sem eru með
rætur sem við tengj-
um hátíðina við
TÓNLIST»
Dylan efstur
á blaði
Dagur leikskólans – öskudagur
Suðurlandsvegur, hvaðan komum við
og hvert förum við?
Hæfileikarík ungmenni!
» Meira í Morgunblaðinu
Það er meira
í Mogganum
í dag
Árni Gautur er ekki farinn að örvænta.
Capello vill meiri aga hjá enska landsliðinu.
Strákarnir leika til sigurs á Kýpur.
AUKA 50 ár frá flugslysinu í München SirBobby Charlton: Hryllingur og einmana-
leiki Gleði og sorg í Manchester „Stóri Dunk“
var átrúnaðargoð á Englandi Draumurinn um
„Busby Babes“ varð að martröð
» Meira í Morgunblaðinu
Íþróttir
reykjavíkreykjavík
UMRÆÐAN»
Hún fer á ströndina á hverjum sunnudegi í höf-
uðborg Líberíu en vann áður á Indlandi, bjó í Gvate-
mala og Frakklandi og leigði gluggalausa íbúð í
New York. Sigríður Víðis Jónsdóttir ræddi við Guð-
rúnu Sif Friðriksdóttur sem segir erfitt að læra að
lesa þegar maður er 25 ára.
» Meira í Morgunblaðinu
Úr loftvarnabyrgi til Líberíu
24stundir MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 13
Þekktasti þingmaður Suður-kjördæmis, Árni Johnsen,hefur varpað fram þeirri
frábæru hugmynd á
Alþingi að þing-
menn flytji sjálfir
fréttir af eigin mál-
um. Enda telur
hann þau vinnu-
brögð fréttamanna
að velja úr ræðum þingmanna til
þess fallin að skekkja bæði dóm-
greind og staðreyndir og rugla
fólk. Mörður Árnason, Samfylk-
ingu, taldi ólíklegt að sátt næðist
um slíkt skipulag. Það er þó aug-
ljóst að á Alþingisstundum yrði
einvala lið reynslumikilla frétta-
manna. Fyrst skal fræga telja Öss-
ur Skarphéðinsson, Björn
Bjarnason, Ögmund Jónasson og
auðvitað Árna Johnsen sjálfan.
Best væri að fá heila sam-steypu með þingvef, blaði,útvarpi og sjónvarpi. Því
að auk fyrrnefndra reynsluhunda í
fjölmiðlum er margt
af dagskrár-, tónlist-
ar- og almennu
þáttagerðarfólki sem
gæfi miðlinum
þinglegt yfirbragð.
Illugi Gunnarsson
og Katrín Jakobsdóttir spjall-
þáttastjórnendur, Steingrímur J.
Sigfússon íþróttafréttamaður,
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
með Lög unga fólksins, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir ritstýrði Veru,
Kolbrún Halldórsdóttir var á Rás
2, Geir Haarde var á Mogga.
Kristinn H. Gunnarsson var rit-
stjóri Vestfirðings og Ísfirðings og
Álfheiður Ingadóttir á Þjóðvilja.
Upptalningin er ekki tæmandi.
Bjarni Harðarson rak og ritaði
Sunnlenska og yrði liðtækur á
þingmiðlinum ef tími gæfist vegna
anna við að koma fram í öðrum
miðlum.
Ef málinu er snúið við sést aðþingmenn verða líka fjöl-miðlamenn. Þorstein Páls-
son er ritstjóri
Fréttablaðsins,
Halldór Blöndal
skrifar nú í Mogg-
ann og svo var það
Markús Örn Ant-
onsson, sem ýmist
var útvarpsstjóri eða borgarstjóri.
Upptalningin er langt í frá tæm-
andi en störf fjölmiðla- og stjórn-
málamanna eru oft skyld. Og
söknuður væri að Birni Inga
Hrafnssyni og Guðjóni Ólafi
Jónssyni á Alþingisstundum –
spennunnar vegna.
beva@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Nýlegt álit mannréttindanefndar
SÞ staðfestir að löggjöfin um stjórn
fiskveiða hefur frá 1990 brotið í
bága við samninginn um borgara-
leg og stjórnmálaleg réttindi. Þann
samning fullgilti ríkisstjórnin fyrir
Íslands hönd eftir að ályktun Al-
þingis lá fyrir vorið 1979. Nefndin
telur að lögin brjóti gegn jafnræð-
isreglu samningsins. Athyglisvert er
að íslenska ríkið hélt uppi vörnum í
málinu en mannréttindanefndin
segir að því hafi ekki tekist að sýna
fram á að úthlutunarreglur veiði-
heimildannna fullnægi þeim kröf-
um sem gera verður um sanngirni.
Eins og nafn nefndarinnar ber með
sér er litið á brot gegn samningnum
sem mannréttindabrot. Á slíkt er
litið alvarlegum augum bæði af al-
menningi og stjórnvöldum í flest-
um ríkjum. Núverandi utanríkis-
ráðherra talaði mjög skýrt í ræðu
sem hún flutti á málþingi á Akur-
eyri 10. desember 2007. Þar sagði
hún að íslenskt samfélag hefði not-
ið ómælds gagns af starfi alþjóð-
legra mannréttindastofnana og að
almenningur hefði lært að leggja
traust sitt á mannréttindi og al-
þjóðlega vernd þeirra í eigin lífi. Í
ljósi þessara orða er vandséð hvern-
ig utanríkisráðherra og Samfylk-
ingin geta látið álit mannréttinda-
nefndar SÞ rykfalla í hillu
aðgerðaleysis eins og tveir ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins hafa
beinlínis sagt opinberlega. Ríkis-
stjórn sem umber og viðheldur
langvarandi mannréttindabrotum
innanlands er ekki trúverðug á al-
þjóðavettvangi og á ekkert erindi í
öryggisráð SÞ.
Alþjóðasamningurinn um borg-
araleg og stjórnmálaleg réttindi
hefur ekki verið lögfestur sem slík-
ur, en velflest ákvæði hans eru þó í
íslenskri löggjöf. Þannig komu
1995 inn í stjórnarskrána viðamikil
mannréttindaákvæði. Fyrirmynd
að þessum nýju og breyttu stjórn-
arskrárákvæðum var einkum sótt
til mannréttindasáttmála Evrópu
og samningsins um borgaraleg og
stjórnmálaleg réttindi, samningsins
sem mannréttindanefnd SÞ starfar
eftir. Þá var tekin í stjórnarskrá sér-
stök jafnræðisregla og sótt var fyr-
irmynd að henni til samnings Sam-
einuðu þjóðanna.
Íslenskir dómstólar hafa á síð-
ustu árum í auknum mæli túlkað
ákvæði stjórnarskrárinnar í ljósi al-
þjóðlegra samningsskuldbindinga
um mannréttindi. Þess eru dæmi
að Hæstiréttur Íslands hafi fellt
dóma þar sem jafnræðisregla
stjórnarskrárinnar var skýrð í ljósi
ákvæða þeirrar greinar samnings
SÞ sem álit mannréttindanefndar-
innar byggir á. Þar má nefna sér-
staklega dóm frá desember 2000 í
máli Öryrkjabandalagsins gegn rík-
inu þar sem skerðing lífeyrisbóta
var dæmd ólögmæt. Í þeim dómi
skýrðu íslenskir dómstólar í fyrsta
skipti ákvæði nýja mannréttinda-
kafla stjórnarskrárinnar, og sérstak-
lega jafnræðisregluna, í ljósi sama
ákvæðis samnings SÞ og mannrétt-
indanefndin var nú að skýra betur
með áliti sínu. Það er að vonum,
því jafnræðisreglan var þannig
skýrð í stjórnarskrárfrumvarpinu
frá 1995 „að hún væri afdráttarlaust
orðuð í 26. grein alþjóðasamnings-
ins um borgaraleg og stjórnmálaleg
réttindi“. Álit mannréttindanefnd-
arinnar nú mun því hafa áhrif á ís-
lenska dómstóla þegar þeir þurfa að
túlka mannréttindaákvæði stjórn-
arskrárinnar. Það getur leitt til þess
að Hæstiréttur Íslands muni kom-
ast að annarri niðurstöðu en áður í
sambærilegu máli. Til dæmis næst
þegar dómurinn þarf að meta hvort
framsalið og úthlutunarreglur ís-
lenska kvótakerfisins samræmist
jafnræðisákvæði stjórnarskrárinn-
ar. Nú liggur fyrir að mannrétt-
indanefnd SÞ telur að reglur kvóta-
kerfisins brjóti gegn jafnræðisreglu
samningsins um borgaraleg og
stjórnmálaleg réttindi. Það liggur
líka fyrir að Hæstiréttur hefur fellt
dóm þar sem skilningur á íslensku
jafnræðisreglunni er sóttur til jafn-
ræðisreglu samnings SÞ. Það liggur
ennfremur fyrir að íslenska ríkið
hefur viðurkennt lögbærni mann-
réttindanefndarinnar til þess að
taka við erindum og athugasemd-
um frá einstaklingum, ríkið hefur
fyrir nefndinni tekið til varna í mál-
inu og borið fram rök sín og tapað
málinu. Það er engin leið fyrir ríkið
að neita nú að viðurkenna niður-
stöðu nefndarinnar, aðilanum sem
það hefur samþykkt til þess að
túlka samninginn. Langvarandi
mannréttindabrotum á Íslandi
verður að linna.
Höfundur er alþingismaður
Mannréttindabrot
VIÐHORF aKristinn H. Gunnarsson
Nú liggur fyr-
ir að mann-
réttinda-
nefnd SÞ
telur að regl-
ur kvótakerf-
isins brjóti
gegn jafnræðisreglu
samningsins um borg-
araleg og stjórnmálaleg
réttindi.
WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
Acer Aspire 5720Z
Intel Core 2 Duo, 2GB vinnsluminni,
80 GB harður diskur
69.900-
99.900-VERÐ ÁÐUR:
Vallý s.510 3728
Böddi s.510 3726
atvinna@24stundir.is
PANTIÐ
GOTT
PLÁSS
Í TÍMA