24 stundir - 06.02.2008, Page 14

24 stundir - 06.02.2008, Page 14
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Björgum mannslífum! • Ávallt tilbúið til notkunar • Einfalt og öruggt • Einn aðgerðarhnappur • Lithium rafhlaða • Íslenskt tal PRIMEDIC hjartastuðtæki 14 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Það eru 40.000 hlutastörf á land- inu og undanfarin ár hefur verið skortur á vinnuafli. Það er athug- andi hvort ekki sé hægt að manna sum þessara starfa með geðfötluð- um,“ segir Pétur Reimarsson, for- stöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnu- lífsins. Samtökin, ásamt aðilum frá átaksverkefninu Straumhvörfum, héldu fjölmennan fund um sam- félagslega ábyrgð fyrirtækja á Hótel Hilton í gær. Ásta R. Jóhannesdóttir alþingis- maður var fyrst mælenda. Hún kynnti verkefnið Straumhvörf, sem er átaksverkefni til fimm ára á veg- um félagsmálaráðuneytisins um þjónustu við geðfatlaða. „Okkur ber að tryggja heilbrigðisþjónustu og sérfræðiráðgjöf ásamt því að efna til umræðu um málefni geð- fatlaðra,“ segir Ásta. Vilja jákvæða skilgreiningu Pétur segir SA hafa á undanförn- um árum haft miklar áhyggjur af vaxandi fjölda öryrkja hér á landi. Samtökin hafi rætt ítarlega um til- lögur að nýju fyrirkomulagi áfalla- trygginga þar sem fólk er skilgreint út frá vinnugetu en ekki örorku. Þannig væri t.d. sá sem skilgreind- ur er sem 75% öryrki í dag skil- greindur með 25% vinnugetu í nýja kerfinu og þannig hvattur til að hefja störf á ný. „Viðræðum um þetta fyrir- komulag er ekki lokið en vonast er til að við gerð kjarasamninga sem nú standa yfir verði fyrstu skrefin stigin í þessa átt,“ segir Pétur. Mannauður vannýttur „Fundurinn var ágætur en það vantaði fleiri frá atvinnulífinu,“ segir Nanna Þórisdóttir, starfsmað- ur AE starfsendurhæfingar, sem hélt erindi um veikindi sín og mik- ilvægi álits notandans á geðheil- brigðiskerfinu. Hún fjallaði m.a. um gæðaþróunarverkefnið Not- andi spyr notanda (Nsn). Þar gera einstaklingar sem reynslu hafa af geðheilbrigðiskerfinu úttektir á þjónustu sambýla fyrir geðfatlaða með því að spyrja notendur. „Fólk er frjálsara að tala við notanda en einhvern fræðing,“ segir Nanna. „Það er margt fólk með ýmiss konar reynslu og hæfni sem ekki nýtur sín á vinnumarkaðnum. Í sveigjanleikanum sem nú er að skapast í þjóðfélaginu er tækifæri til að nýta þennan mannauð og það er samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja að sinna þessum málum. Ídag get- ur vinnutíminn verið sveigjanlegur auk þess sem fólk getur unnið heima,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, en hann fjallaði um viðskiptalífið og mannauðinn sem býr í geðfötluðum á fundinum í gær. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á vidskipti@24stundir.is Vinnugeta í stað örorku  Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja að ráða geðfatlaða í vinnu Fundur Um 100 manns mættu á fundinn í gær ➤ Hófst árið 2006 og er greittmeð 1,5 milljörðum úr sölu Símans og Framkvæmdasjóði fatlaðra. ➤ Stefnan er að koma upp íbúð-um í sérbýlum fyrir geðfatl- aða en verkefnið styður einn- ig fjárhagslega við fjölbreyttar nýjar leiðir í mál- efnum geðfatlaðra. STRAUMHVÖRF Árvakur/Árni Sæberg MARKAÐURINN Í GÆR             !!"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                           : -   0 -< = $ ' >5?34555 @>A@ABAC@ D@53CB??D 34?B53354 >C3C>@4CD 43?CD?DC @AD3BAA@ B44D?5D@33 ?BA@5?A@4 @AD@A5A@ 33D?5ADAD 3B>BB44?B 4B@5353A 4?ADB5A? AAAAA @3@4CCCC >@?D?3 3CCBC@@ @44>C3D DA535C B454B5B @D?? , , , D3B4CCCC , , ?E@D D>EDC @3ECC @CECC @?EAC 3@EDC B>ECC >3DEC BAE?C AAE5C 4ECC @3E@? 5ED> ADE@C @EAB 4E53 @?5EC @DAA DB5EC @E@A @3BEC 3E3C B3EBC , , 34C5 , , ?E@4 D?ECC @3EC3 @CEC5 @?EA5 3@E>C B>EB5 >35EC BAE?5 @CCE5 4EC4 @3E3C 5E5D ADE?C @EAD 4E5? @?>E5 @5C5 DDCEC @EBC @3>EC 3E3D , , , 34DC AE5C 4E5C /   - @? B3 D5 5A 5? @D @C @C@ 45 4 @@> 34 B@ @5 @ B B A B > 5 B , , , D , , F#   -#- 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? 5BBCC? DBBCC? A@BCC? 4@BBCC> BB?BCC> 5BBCC? B5@BCC? @D@BCC? ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi fyrir 2.465 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Færeyjabanka eða um 0,74%. Bréf í 365 hækkuðu um 0,52%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, 9,09%. Bréf í Exista lækk- uðu um 6,33% og bréf í P/F Atl- antic Petroleum um 4,87%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,19% og stóð í 5.232,12 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,36% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 3,87%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 2,6% og þýska DAX-vísitalan um 3,4%. Raungengi, mælt sem hlutfallsleg þróun verðlags á Íslandi í sam- anburði við helstu viðskiptalönd, lækkaði um 3,5% í janúar skv. mælingu Seðlabankans og er vísi- tala raungengis nú 103,8 stig. Lækkunin er til komin vegna 4,3% veikingar krónunnar í janúar. Raungengi krónunnar fór hækk- andi fram eftir síðasta ári en við- snúningur varð þegar lausafjárkreppan fór að hafa áhrif á síðari hluta ársins. Raungengið hefur lækkað um 8,6% síðan í júlí en á sama tíma hefur nafngengið lækkað um 14%. Að sögn greiningardeildar Glitnis hefur lægra raungengi alla jafna jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuð þar sem samkeppnisstaða útflutningsgreina og annarra greina sem eru í samkeppni við innfluttar vörur batnar. Jafnframt ætti dýrari innflutn- ingur að slá á einkaneyslu og þannig eykst samkeppnishæfni þjóð- arbúsins með lækkandi raungengi. þkþ 3,5% lækkun á raungengi Útflutningsráð skipuleggur nú viðskiptasendinefnd til Mexíkó dagana 11.-14. mars nk. í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til landsins. Mark- miðið er að koma á tengslum við háttsetta aðila í viðskiptalífi landsins í gegnum fundi, kynn- ingar og móttökur. „Það er skil- virkara að fara með forsetanum í svona ferðir. Menn fá auðveldari aðgang að toppunum í viðskipta- lífinu auk þess sem það er ákveð- inn gæðastimpill fyrir fyrirtækin að forsetinn sé með,“ segir Guð- jón Svansson, forstöðumaður nýrra markaða hjá Útflutnings- ráði. Hann býst við að nefndin verði fjölbreytt enda vaxandi áhugi á Mexíkó meðal fyrirtækja í ýmsum atvinnugreinum. Nú þeg- ar hafa sex fyrirtæki skráð sig til þátttöku. þkþ Sendinefnd fer til Mexíkó Áætlað er að fjárlagahalli í Banda- ríkjunum nái 410 milljörðum dollara á þessu ári vegna tillögu að fjárlögum 2009 upp á 3.100 millj- arða dollara sem Bush hefur sent þinginu, skv. Financial Times. Í fjárlögunum er m.a. 7,5% aukning á framlögum til hersins og 200 milljarða skerðing á næstu 5 árum til heilsugæsluverkefna, t.d. heilsugæslu fyrir fátæka. þkþ Aukinn fjár- lagahalli vestra Hagnaður Icebank 2007 nam 1.616 milljónum og var arðsemi eigin fjár 13,5% eftir skatta. Agnar Hansson bankastjóri segir að árangurinn sé „viðunandi að teknu tilliti til markaðsaðstæðna“. Jafnframt segir hann hræringar á hlutabréfamarkaði undanfarna mánuði undirstrika nauðsyn þess að takmarka þá áhættu sem er samfara hlutabréfaeign. Afkoma bankans hafi verið um of háð þróun á gengi hlutabréfa Exista en stærstan hluta gengistaps bankans á seinasta ársfjórðungi má skrifa á eign bankans í félaginu, sem lækkaði um 42,5% á tímabilinu. Agnar segir að áfram sé stefnt að því að minnka eignarhlut bankans í félag- inu. Hreinar vaxtatekjur bankans námu 2.341 milljón króna á árinu sem er 87% aukning frá árinu á undan. Heildareignir bankans nær þrefölduðust og voru 86,9 milljarðar í upphafi árs en 252,2 milljarðar í árslok. þkþ 1.616 milljóna króna hagnaður Stjórn Íslenska járnblendifélags- ins réð í gær Þórð Magnússon, framkvæmdastjóra fram- leiðslusviðs, sem forstjóra til bráðabirgða og mun hann gegna stafinu þar til ráðið hefur verið varanlega í það. ejg Nýr forstjóri ÍJ FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Það er athugandi hvort ekki sé hægt að manna sum þessara starfa með geðfötluðum.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.