24 stundir - 06.02.2008, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
Design Centre Knightsbridge er í
Knightsbridge-hverfinu, einu fín-
asta hverfi London, en Dagmar og
Magnús opnuðu verslunina árið
2005. Þá ákváðu þau að selja allt
sitt heima á Íslandi og leita á ný
mið erlendis. Magnús hafði áður
starfað sem sölustjóri hjá Marvis
en Dagmar hjá Sólóhúsgögnum og
þekkir hún því vel til íslenska hús-
gagnaheimsins. Þegar blaðamaður
slær á þráðinn til Dagmarar er hún
nýkomin heim af sýningu í Birm-
ingham þar sem hún ásamt Sóló-
húsgögnum setti upp sýningu til
að kynna hönnun 5 íslenskra hús-
gangahönnuða.
Persónulegur stíll
„Verslunin skiptist, má segja, til
helminga þar sem við seljum ann-
ars vegar húsgögn og hins vegar
smávöru. Þeir hönnuðir sem selja
hjá okkur húsgögn eru Pétur B.
Lúthersson, Reynir Sýrusson, Erla
Sólveig Óskarsdóttir, Þórdís-
Zoëga, Guðbjörg Magnúsdóttir,
Chuck Mack, Sigurður Gúst-
afsson og Dögg Guðmundsdóttir.
Hvert og eitt þeirra hefur sinn
stíl og höfum við til sölu sófa, stóla
og borðstofuborð, svo eitthvað sé
nefnt. Við fáum Íslendinga til okk-
ar í heimsókn í hverri viku og
margir koma hingað til að skoða
og sjá hvað er nýjast í íslenskri
hönnun,“ segir Dagmar.
Skandinavísk hönnun sækir á
Aðspurð hvað laði fólk að ís-
lenskri hönnun segir Dagmar
hana vera mjög svipaða hinni
skandinavísku hönnun þar sem
léttleiki í hönnun, hreinar línur
og mínimalismi sé í fyrirrúmi.
Þessi stíll sé smám saman að
ryðja sér til rúms í London og þar
með eigi veggfóðrið, rósótta sófa-
settið og gardínurnar í stíl því nú
orðið undir högg að sækja. Meira
sé orðið um að fólk blandi saman
hinum klassíska, breska antíkstíl
við skandinavískan stílinn.
Aðstoða við sýningar
Framundan hjá þeim Magnúsi
og Dagmar eru fleiri sýningar,
bæði innan verslunarinnar og ut-
an. „Við höfum haldið sýningar í
versluninni þar sem við kynnum
hönnuði og listamenn en einnig
höfum við aðstoðað þá við að
taka þátt í alþjóðasýningum í
London. Við bjóðum fólki ráðgjöf
í tengslum við slíkt eins og hvaða
sýningar henti þeim helst og
hvernig sé best að haga uppsetn-
ingu á sýningarbásnum,“ segir
Dagmar. Fólk geti því byrjað á að
leita til þeirra þar sem þau hafi
viðað að sér mikilli þekkingu í
þessum geira og hafi sambönd
sem nýst geti til að koma hönn-
uðum á framfæri.
Skandinavísk hönnun sækir í sig veðrið
Rósótta veggfóðrið og
sófasettin á haugana
➤ Íslenskir hönnuðir geta feng-ið góð ráð hjá Dagmar og
Magnúsi varðandi alþjóð-
legar sýningar.
➤ Londonbúar eru í auknummæli farnir að blanda saman
antík og skandinavískum stíl.
➤ Fjöldi íslenskra hönnuða sel-ur hönnun sína í versluninni
og hefur hver sinn stíl.
VERSLUNIN Hjónin Dagmar Þor-
steinsdóttir og Magnús
J. Magnússon reka De-
sign Centre Knig-
htsbridge í London, en
verslunin sérhæfir sig í
íslenskri hönnun.
Í einu fínasta hverfi
London DCK sérhæfir
sig í íslenskri hönnun.
Verslunin Skandium er rekin af
þremur Skandinövum búsettum í
London. Þeir ákváðu að opna
verslunina þar sem þeim hafði
hvergi á ferðum sínum tekist að
finna verslun sem sérhæfði sig í
skandinavískri nútímahönnun. Í
Skandium eru sett saman í suðu-
pott hin nýja hönnun svo og
skandinavísk hönnun sem er þegar
orðin þekkt og hefur fest sig í sessi.
Í dag eru verslanirnar tvær, auk
þess sem fyrirtækið rekur einnig
Marimekko-verslun í London.
Frægir hönnuðir
Fyrsta Skandium-verslunin var
opnuð árið 1999 á Wigmore Street
í miðbæ London og þar eru seld
húsgögn, ljós, glervara, keramík,
efni, eldhúsvörur og lífsstílsbækur.
Árið 2004 var Skandium-verslun
einnig opnuð á Marylebone High
Street en í verslununum má meðal
annars finna vörur eftir Arne Ja-
cobsen og Alvar Aalto.
Innanhússhönnun
Starfsfólk Skandium aðstoðar
viðskiptavini einnig við innan-
hússhönnun og gefur góð ráð hvað
varðar lýsingu og hvers lags hús-
gögnum, gardínum og auka-
hlutum sé best að blanda saman til
að skapa ákveðinn stíl eða stemn-
ingu. Verslanirnar eru stílhreinar
og látlausar en upplýsingar og
myndir af vörunum má finna á
heimasíðu verslunarinnar http://
www.skandium.com.
Verslunin Skandium selur skandinavíska hönnun
Suðupottur af gömlu og nýju
Stílhreint Verslanir
eru stílhreinar líkt og
hönnunin sjálf.
Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700
Upplýsingar á www.atlantskaup.is
STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI
ÚTI SEM INNI
Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Gler-rennibrautir
Hawa Junior 80 eru glæsilegar
rennibrautir fyrir 8-10-12 mm
hert gler eða timburhurðir.
Eigum einnig rennibrautir frá
fyrir skápa og
tréhurðir.
Útvegum hert gler eftir máli..
SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR
Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160.
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt
tilað klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og
silfur-plett.Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
SENDUM Í PÓSTKRÖFU.