24 stundir


24 stundir - 06.02.2008, Qupperneq 20

24 stundir - 06.02.2008, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir Húseigendafélagið á sér 85 ára tilvist og sögu en það var stofnað árið 1923. Það er almennt hags- munafélag húseigenda, hvort sem fasteignin er einbýlishús, íbúð í fjöleignarhúsi, atvinnuhúsnæði, land eða jörð og hvort sem hún er til eigin nota eða leiguhúsnæði. Tilgangur félagsins er að stuðla að því að fasteignir verði ávallt sem tryggastar eignir og að gæta í hví- vetna hagsmuna fasteignaeigenda. Það geta sem sagt allir fasteigna- eigendur, einstaklingar, félög og fyrirtæki gerst félagar. Félagsmenn eru um átta þúsund og hefur farið jafnt og þétt fjölgandi undanfarna áratugi. Mest hefur fjölgunin verið meðal húsfélaga í fjöleign- arhúsum. Þau njóta sérkjara og hver íbúðareigandi öðlast full og sjálfstæð félagsréttindi. Þríþætt starfsemi Starfsemi Húseigendafélagsins er þríþætt: Almenn hagsmunagæsla fyrir fasteignaeigendur. Almenn fræðslustarfsemi og upplýsingamiðlun. Ráðgjöf og þjónusta við fé- lagsmenn, einkum lögfræðiaðstoð og ráðgjöf. Frjálst og óháð félag Margir sem leita til félagins standa í þeirri trú að þeir séu sjálf- krafa meðlimir í félaginu. Sú er ekki raunin. Menn verða að ganga sérstaklega í félagið til að öðlast rétt á lögfræðiþjónustu og til að öðlast önnur félagsréttindi. Það eru félagsmenn sem með fé- lagsgjöldum sínum standa undir starfsemi þess að öllu leyti. Sumir standa ranglega í þeirri trú að fé- lagið sé opinber stofnun sem veiti öllum endurgjaldslausa þjónustu. Félagið nýtur engra opinberra styrkja og stendur alfarið á eigin fótum og er engum háð. Fé- lagsgjaldinu er í hóf stillt og eins er um endurgjald fyrir lög- fræðiþjónustuna. Húseigendafé- lagið er eingöngu rekið með hags- muni félagsmanna og húseigenda að leiðarljósi en ekki hagnað. Lögfræðiþjónusta Húseigendafélagið rekur sér- hæfða lögfræðiþjónustu fyrir fé- lagsmenn sína á þeim rétt- arsviðum sem varða fasteignir og eigendur þeirra. Lögfræðiþjón- ustan hefur verið þungamiðjan í starfsemi félagsins síðustu áratugi. Býr félagið yfir mikilli og sér- hæfðri þekkingu og reynslu á þess- um sviðum lögfræðinnar. Fyrir lögfræðiþjónustuna er tekin þókn- un, sem er verulega lægri en geng- ur og gerist hjá sjálfstætt starfandi lögmönnum, auk þess sem lög- fræðingar félagsins búa yfir sér- þekkingu í fasteignalögfræði. Stærstu málaflokkarnir eru: Fjöl- eignarhús, fasteignakaup, húsa- leigu og grennd. Réttarbætur Hæst hefur borið í almennri hagsmunabaráttu félagsins að stuðla að réttarbótum fyrir fast- eignaeigendur. Hefur félaginu orðið verulega ágengt í því efni, öllum húseigendum til hags og heilla. Má nefna fjöleign- arhúsalögin og húsaleigulögin sem tóku gildi 1995, en félagið átti frumkvæði að þeim og hafði mikil áhrif á efni þeirra. Félagið barðist lengi fyrir löggjöf um fasteigna- viðskipti. Sú barátta bar þann ár- angur að vorið 2002 var sett vönd- uð löggjöf um fasteignakaup. Einnig hefur félagið komið að samningu lagafrumvarpa um fast- eignasala. Húsfundaþjónusta Húsfundaþjónustan felur í sér ráðgjöf og aðstoð við húsfundi. Í henni felst aðstoð og ráðgjöf við undirbúning funda, þ.e. dagskrá, tillögur, fundarboð og fund- arstjórn og ritun fundargerða. Þessi þjónusta á að tryggja lög- mæta fundi og að rétt sé að öllu staðið þannig að ákvarðanir fund- ar verði ekki síðar vefengdar. Á húsfundum eru gjarnan teknar ákvarðanir sem varða mikla fjár- hagslega hagsmuni og miklar skuldbindingar. Þeim húsfélögum fer óðum fjölgandi sem vilja varast slysin og hafa allt á hreinu og leita eftir þessari þjónustu. Undirbún- ingsfundir eru haldnir á skrifstofu félagins undir leiðsögn lögfræð- inga félagsins og síðan koma að hverjum fundi sérfróður lögmað- ur sem stýrir fundi og yfirleitt laganemi sem fundarritari. Hér stendur til boða sérþekking, kunn- átta og reynsla sem fyrirbyggir skakkaföll og deilur. Húsaleiga Útleiga húsnæðis getur verið áhættusöm fyrir leigusala ef hann fer ekki að öllu með gát. Ef van- efndir verða stendur félagsmönn- um til boða aðstoð lögfræðinga fé- lagsins. Húseigendafélagið aðstoðar einnig félagsmenn sína við samningsgerð, þ.á m. að kanna feril og skilvísi umsækjenda um leiguhúsnæði. Fleiri félagsmenn Þótt starfsemi félagsins hafi ver- ið öflug og árangursrík, má alltaf betur gera. Húseigendur þurfa að vera á verði um hagsmuni sína og mikilvægi þess að þeir séu varðir. Þar kemur Húseigendafélagið til skjalanna en það er forsenda fyrir öflugra og árangursríkara starfi að fleiri fasteignaeigendur skipi sér undir merki félagsins. Skrifstofan Starfsstöð Húseigendafélagsins er í Reykjavík að Síðumúla 29, sími: 588-9567. Netfangið er post- ur@huseigendafelagid.is. Þar eru veittar nánari upplýsingar um fé- lagið, starfsemi þess og þjónustu. Panta þarf viðtalstíma hjá lögfræð- ingum fyrir fram. Húseigendafélagið Gætir hagsmuna Við sem förum fyrir Hús- eigendafélaginu erum oft spurð: Hvað er Húseig- endafélagið? Fyrir hvað stendur það? Hver eru markmið þess og bar- áttumál? Hver er hag- urinn af félagsaðild? Hverju hefur félagið áorkað? Húsfundaþjónusta Á hús- fundum eru gjarnan teknar ákvarðanir sem varða mikla fjárhagslega hagsmuni og miklar skuldbindingar. Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar LÖG OG REGLA Danfoss ofnhitastillar Háþróuð og notendavæn hitastýring sem veitir þægilega húshitun og hámarks orkusparnað Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu ofnhitastilla Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.