24 stundir - 06.02.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 06.02.2008, Blaðsíða 27
Tveir strákar lenda í áflogum þannig að annar þeirra gengur „tímabundið afmyndaður“ af vettvangi. Foreldrar þeirra hittast til að ræða málið, til að komast á siðmenntaðan hátt að ásætt- anlegri niðurstöðu. En eitt leiðir af öðru og áður en varir kemur í ljós að hjónin hafa öndverðar lífs- skoðanir og eftir á að hyggja virð- ist næstum óhjákvæmilegt að annar gríslingurinn skyldi gefa hinum á lúðurinn. Það er meira en að segja það að byggja þessa atburðarás upp þannig að vel sé og stundum finnst hinum hófstilltari áhorf- endum eflaust að fulllangt sé gengið í játningum þarna í kring- um kaffiborðið. En þess á milli tekst Melkorku Teklu og kvart- ettinum á sviðinu að draga áhorf- endur með sér í æsispennandi áflog rándýra þar sem það breytist stöðugt hver hefur yfirhöndina og allir virðast vera við það að vera rifnir á hol. Og þá er gaman! Baldur Trausti Hreinsson hefur fengið að teygja vel á hæfileikum sínum þetta leikárið. Í Vígaguð- inum er hann í hlutverki manns á framabraut sem hefur ýmislegt betra að gera en að kryfja gjörðir 11 ára sonar síns. Baldur Trausti finnur sig vel í rullunni, stendur greinilega með sínum manni og það skilar sér til áhorfenda. Þór- unn Lárusdóttir skilar sérstaklega vel þróun eiginkonu hans, hún er ákaflega sjarmerandi, næstum undirgefin í upphafi leiks en verður svo æ ágengari og í stöðugt meira uppnámi eftir því sem að persónunni er þrengt. Hitt parið virðist við fyrstu sýn vera hinu samhentara, þó að eiginmaðurinn sé óneitanlega undir hæl konu sinnar – en hann virðist svo sem ekki ósáttur við veru sína þar. Ég hef ekki áður séð Eddu Björg Eyj- ólfsdóttur í sambærilegu hlut- verki, en hún komst mjög vel frá því. Húmorinn komst vel til skila og þegar tók að fjara undan per- sónunni kom örvæntingin berlega í ljós. Friðrik Friðriksson var ynd- islega meinleysislegur klaufi í upphafi verks en varð verulega andstyggilegur undir lok þess. Í HNOTSKURN: Ekki ráðlegt fyrir áhorfendur með ofnæmi fyrir hinu drama- tíska, en hinir geta horfst í augu við villidýrið í sjálfum sér á meðan þeir hlæja. Lífslygin afhjúpuð yfir ávaxtaböku Gaman „Æsi- spennandi áflog rándýra þar sem það breytist stöðugt hver hef- ur yfirhöndina.“ Leikstjóri: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Höfundur: Yasmina Reza. Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Andersen & Lauth. Lýsing: Hörður Ágústsson. Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Friðrik Friðriksson og Þórunn Lárusdóttir. Vígaguðinn í Þjóðleikhúsinu Eft ir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@24stundir.is LEIKLIST 24stundir MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 27 KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Ég held að þegar Guð skap- aði manninn hafi hann of- metið hæfileika sína. Oscar Wilde Eftir Kolbrúnu Bergþósdóttur kolbrun@24stundir.is „Ég hef verið dyggur lesandi ljóða Sigfúsar í meira en hálfa öld og þekkti hann sjálfan allvel en þó kom mér ýmislegt á óvart þegar ég fór að skoða ljóð hans í því skyni að skrifa um þau,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson sem á dögunum fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir bók sína Ljóð- hús en þar skýrir hann ljóð Sigfúsar Daðasonar, gerir grein fyrir þróun skáldsins og setur í samhengi við sögu evrópskrar ljóðlistar á fyrri helmingi síðustu aldar. „Ljóð Sig- fúsar eru flest afar ópersónuleg á ytra borðinu en þegar ég fór að lesa saman ævi Sigfúsar og ljóðin komst ég að því að hann yrkir út frá eigin lífi og reynslu í mun meira mæli en ég hafði gert mér grein fyrir áður.“ Æviatriði og túlkun Í þessari verðlaunabók sinni fléttar Þorsteinn allvíða æviatriði skáldsins inn í túlkun á ljóðum hans. „Á 20. öld var það viðhorf áberandi í gagnrýni að útiloka höf- undinn sem mest og skoða verk hans sem sjálfstæða veröld sem væri sjálfri sér nóg. Að mörgu leyti var þetta mjög hollt, í ljóðagagn- rýni skoðar maður þá ljóðið eins og það liggur fyrir og metur gildi þess sem listaverks. Hins vegar er gagn- legt að kanna tilefni þess að skáld yrkir ljóð því það getur skýrt ým- islegt sem annars væri torskilið en að sjálfsögðu getur það aldrei orðið uppistaða í bókmenntagagnrýni. Og þar er komin helsta ástæða þess að margir hafa lagst gegn því að styðjast við ævihlaup höfundarins við túlkun á ljóðum hans.“ Hvert fannst þér vera viðhorf Sig- fúsar til bókmenntafræði? „Sigfús hafði ýmsar efasemdir um bókmenntafræði samtímans. Undir lok ævinnar skrifaði hann hjá sér í bók athugasemdir um skáldskap, fagurfræði, gagnrýni og fleira. Seint í þeirri bók segir hann eitthvað á þá leið að hann hafi minni og minni áhuga á bók- menntasögu eða „svokallaðri þró- un bókmenntanna“ og telur væn- legra að fjalla um einstaka höfunda og einstök verk en að taka skáldin fyrir í kippum. Hann lagði lítið upp úr flokkun í isma eða stefnur.“ Engum líkur Þú þekktir Sigfús vel. Hvernig maður var hann að þínu mati? „Það er ekki einfalt mál að lýsa Sigfúsi. Hann var engum líkur! Í návist hans fann maður glöggt hvað hann var næmur og skarpur en um leið viðkvæmur. Húmorinn var lágvær en ísmeygilegur. Vissir hlutir voru áberandi í fari hans. Hann virtist aldrei erfiða. Hann vann sér létt það sem hann gerði, að minnsta kosti var aldrei annað að sjá. Hann hafði brennandi áhuga á bókmenntum og pólitík í víðum skilningi og einnig á þjóð- félagsmálum og heimspeki. Meg- instrengurinn í ljóðum hans er hlutskipti mannsins, það að vera manneskja í þessum heimi. En þeg- ar öll ljóð hans koma saman þá sést hversu fjölbreytileg þau eru. Sigfús var ákaflega merkilegt skáld og með ólíkindum hversu snemma hann þroskaðist í viðhorf- um sínum til skáldskapar. Hann lærði af öðrum skáldum en var engum þeirra háður og var alltaf mjög sjálfstæður. Hann var ekki af- kastamikið skáld en hann ætlaði skáldskapnum stóran hlut, var skáld í alvöru og af ástríðu.“ Árvakur/Frikki Skáld af ástríðu Þorsteinn Þorsteinsson hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir merka bók um skáldskap Sigfúsar Daðasonar. Hann segir margt hafa komið sér á óvart þegar hann skoðaði ljóðin. ➤ Sigfús Daðason fæddist árið1928 og lést árið 1996. ➤ Fyrsta ljóðabók hans, Ljóð1947-1951, kom út þegar hann var 23 ára. ➤ Hann sendi frá sér sex ljóðabækur. SKÁLDIÐ Verðlaunabók um skáldskap Sigfúsar Daðasonar Þorsteinn Þor- steinsson. „Sigfús var ákaflega merkilegt skáld og með ólíkindum hversu snemma hann þroskaðist í viðhorfum sínum til skáldskapar.“ Sigfús Daðason „Í návist hans fann maður glöggt hvað hann var næmur og skarpur en um leið viðkvæmur.“ Tröllakirkja eftir Ólaf Gunn- arsson, sem kom út á frönsku nýverið hjá Gaïa Editions, hef- ur hlotið afar lofsamlegar um- sagnir. Rose- Marie Pagnard, sem skrif- ar í Le Temps, fer fögr- um orð- um um bókina og segir hana búa yfir heillandi og ógleymanlegri persónusköpun auk skemmtilegrar margræðni sem skilji heilmikið eftir fyrir lesandann. Undir það tekur Anne A hjá Papercut. Hún segir bókina óviðjafnanlega, að hún hafi ríghaldið sér og hreyft mjög við sér; hún sé margslungin og margræð, bæði nútímaleg og klassísk. Hún líkir Tröllakirkju við Germinal, hina frægu skáld- sögu Emile Zola, og segir: „Af þessu verki stafar snilld.“ Tröllakirkja lofuð Það er ekki á hverjum degi sem tvær íslensk- ar sinfóníur eru frum- fluttar, en það mun einmitt gerast á fimmtudag- inn, þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 4 eftir John Speight og sinfóníu nr. 3 eftir Atla Heimi Sveins- son. Tónleikarnir eru framlag Sinfóníuhljómsveitarinnar til tónlistarhátíðarinnar Myrkra músíkdaga. Sinfóníur frumfluttar AFMÆLI Bob Marley tónlistarmaður, 1945 Francois Truffaut leikstjóri, 1932 Ronald Reagan forseti, 1911

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.