24 stundir - 06.02.2008, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir
LÍFSSTÍLLNEYTENDUR
neytendur@24stundir.is a
Það eru dæmi um það hér á landi að orðið líf-
rænt hafi verið notað án þess að viðhlítandi
vottun hafi legið þar að baki.
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Í Noregi eru dæmi þess að fram-
leiðendur búi til eigin umhverf-
ismerki svo sem græn blóm og
laufblöð og setji á vörur sínar í
því skyni að höfða til umhverf-
isverndarsinna og annarra neyt-
enda sem kjósa fremur vistvænar
vörur. Ekki liggur þó formleg um-
hverfisvottun að baki merkingun-
um og því engin trygging fyrir að
vörurnar séu í raun og veru jafn-
góðar og framleiðendur vilja
meina.
Það borgar sig því að líta eftir
viðurkenndum vottunarmerkjum
á borð við Svaninn og Evrópu-
blómið. Níels Jónsson, sérfræð-
ingur hjá Umhverfisstofnun,
kannast ekki við sambærileg
dæmi hjá íslenskum framleiðend-
um. „Villandi erlendar merkingar
hafa kannski komið hingað en
það hefur ekki tíðkast hjá inn-
lendum aðilum,“ segir hann. „Ég
hef ekki rekist á það að öðru leyti
en því að menn hafa haldið því
fram að hlutir séu vistvænir eða
eitthvað slíkt,“ segir Níels.
Vistvænt orkar tvímælis
Orðið „vistvænt“ getur orkað
tvímælis að mati Gunnars Gunn-
arssonar, framkvæmdastjóra Vott-
unarstofunnar Túns, sem annast
eftirlit og vottun lífrænnar fram-
leiðslu hér á landi. „Við teljum að
það sé mjög villandi að nota orð-
ið vistvænt yfir hefðbundnar
landbúnaðarafurðir vegna þess að
orðið vistvænt er náskylt orðinu
lífrænt. Það vísar til þess að vara
sé framleidd í sátt við vistkerfi og
umhverfi samkvæmt orðanna
hljóðan,“ segir Gunnar.
Neytendur ættu að taka inn-
lendum vörum sem merktar eru
lífrænar með fyrirvara ef þeim
fylgir ekki fullnægjandi vottun.
Lífrænt án vottunar
„Það eru dæmi um það hér á
landi að orðið lífrænt hafi verið
notað án þess að viðhlítandi vott-
un hafi legið þar að baki,“ segir
Gunnar og bætir við að það sé
mjög sjaldgæft. „Viðbrögð okkar
þegar við heyrum af slíku eru þau
að hafa samband við viðkomandi
framleiðendur og hvetja þá til að
lagfæra það og því er yfirleitt
mjög vel tekið. Það vill enginn
þurfa að lenda í einhverjum
deilumálum út af óréttmætum
merkingum á markaði,“ segir
Gunnar.
Merkingar skipta máli Það borg-
ar sig að líta eftir viðurkenndum
umhverfismerkingum við innkaup.
Erlendir framleiðendur búa til eigin umhverfismerkingar
Heimatilbúin
umhverfisvottun
Erlendis eru dæmi þess
að framleiðendur búi til
eigin umhverfismerki og
klíni á vörur sínar. Það er
því betra að líta eftir við-
urkenndum vottunar-
merkjum en gjalda var-
hug við heimatilbúnum
laufum og blómum.
➤ Algengustu umhverfismerkineru Svanurinn og Blómið.
➤ Svanurinn er opinbert um-hverfismerki Norðurlandanna
og Blómið opinbert umhverf-
ismerki Evrópusambandsins.
➤ Bra Miljöval, umhverfismerkiSænsku náttúruvernd-
arsamtakanna, er einnig að
finna á ýmsum vörum hér á
landi.
UMHVERFISVOTTUN
Sumir framleiðendur reyna að
höfða til neytenda með vistvænum
merkingum af ýmsu tagi. Það
borgar sig þó að líta eftir viður-
kenndum opinberum merkjum á
borð við Svaninn, Blómið og Tún.
Svanurinn
Norræna umhverfismerkið
Svanurinn er opinbert umhverfis-
merki Norðurlandanna. Þeir einir
fá að nota merkið sem uppfylla
strangar kröfur um gæði og tak-
mörkun umhverfisáhrifa. Svanur-
inn er bæði notaður um vörur og
þjónustu.
Blómið
Blómið er opinbert umhverfis-
merki Evrópusambandsins og gerir
neytendum kleift að kaupa sann-
anlega visthæfar vörur. Yfir 300
vörutegundir merktar Blóminu
fást á Evrópska efnahagssvæðinu,
allt frá málningu til ljósapera. Evr-
ópublómið er þó ekki mjög algengt
á vörum hér á landi.
Vottunarstofan Tún
Innlendar vörur sem bera merki
Vottunarstofunnar Túns eru fram-
leiddar með lífrænum aðferðum og
hafa vottun stofunnar um það.
Algengustu opinberu umhverfismerkin
Örugglega umhverfisvænt
Viðurkennd merki Þeir sem kjósa vistvænt ættu að líta eftir viðurkenndum merkjum
á borð við Svaninn, Blómið og Tún.
Nú er upplagt að skreppa til Prag
og dekra við sig í aðbúnaði í
þessari einstaklega fögru borg.
Fararstjórar okkar gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og
heillandi menningu. Bjóðum frábært sértilboð á Hotel Corinthia
Towers sem er glæsilegt fimm stjörnu hótel. Vorið í Prag er frábært
og þetta er einstakur tími til að
heimsækja borgina. Gríptu tæki-
færið og skelltu þér til þessarar
frábæru borgar og njóttu þess að
hafa allan aðbúnað í toppi.
Ath. aðeins fá herbergi í boði á
þessum kjörum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Prag
24. eða 31. mars
frá kr. 39.990
Vorið er einstakur tími í Prag!
Verð kr. 39.990
***** - 4 nætur
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
með morgunverði í 4 nætur á Hotel
Corinthia Towers ***** með morgunmat.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Frábært lúxustilboð
5 stjörnu gisting
Hotel Corinthia Towers *****
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Púl er kúl
Kúlu fyrir kúlu verður byrjandinn að meistara
Hágæða 6 vasa
púlborð á einstöku verði
www.billiard.is Suðurlandsbraut 10 Reykjavík Sími 568 3920 & 897 1715
`tàâÜ
Sérblað 24 stunda
Auglýsingasímar:
Katrín Rúnarsd. 510-3727
kata@24stundir.is
Kolbrún Dröfn 510-3722
kolla@24stundir.is
15. febrúar 2008