24 stundir - 06.02.2008, Síða 40

24 stundir - 06.02.2008, Síða 40
24stundir www.nb.is Nafnávöxtun 2007 Markaðsreikningur 12,31 – 14,59% Verðtryggðir reikningar 12,04 – 12,75% Framtíðarreikningur 12,94% Lífeyrisreikningur 12,94% Reikningar Netbankans skiluðu framúrskarandi ávöxtun á síðasta ári, eins og mörg undanfarin ár. Gerðu samanburð! Á SÍÐASTA ÁRI Farðu inn á www.nb.is Stofnaðu reikning og fjárfestu í sparnaði á réttum stað. Við gerum enn betur Markaðsreikningur ber nú allt að 15,05% vexti, sem er með því allra besta sem gerist meðal sambærilegra reikninga. TB W A\ RE YK JA VÍ K\ SÍ A Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is ? Allir lenda í því að gera mistök.Nema auðvitað íslenskir stjórn-málamenn. Þeir gera aldrei mistök endavita þeir hvað okkur er fyrir bestu.Reykingabannið var t.d. snilldin ein, al-veg þangað til Baddi í rugl.is og nú veit-ingamaður á Barnum, lét á það reyna.Þá kom bara í ljós að reykingalögin eru marklaust drasl. Hvað svo sem fólki kann að finnast um reykingar hljóta allir að sjá að reyk- ingalögin eru gölluð á marga vegu, at- burðir síðustu daga sýna það svart á hvítu. Og af hverju er ekki bara hægt að viðurkenna það, laga það sem betur má fara og snúa sér svo að einhverju öðru? Jú, vegna þess að þingmenn gera ekki mistök, jafnvel þótt þau séu öllum sýni- leg. Þetta kom skýrt fram hjá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, í Kastljósi á mánu- dagskvöldið. Þar var hún að verja þessi augljóslega meingölluðu reykingalög og hafði fyrsta boðorð íslenskra pólitíkusa eitt að vopni – þú skalt ekki mistök við- urkenna! Aðspurð að því hvort ekki mætti endurskoða lögin í ljósi augljósra galla svaraði hún því til að það væri ekki sniðugt – það yrði mikill áfellisdómur yfir þingheimi og nær væri að ganga enn harðar fram gegn reykingabölinu. Af orðum Ástu Ragnheiðar að dæma skiptir það þingmenn greinilega miklu meira máli að hafa haft rétt fyrir sér heldur en að búa til lög sem fólk er sátt við. Og svo finnst fólki skrítið að ástandið sé eins og það er … Þú skalt ekki mistök viðurkenna Ágúst Bogason veit að það er hollt að viðurkenna mistök Eru þingmenn kannski ekki mannlegir? YFIR STRIKIÐ 24 LÍFIÐ Söguþráður kvikmyndarinnar Be Kind Rewind er grunsamlega líkur atriði úr Svínasúpunni. Sveppi talar um stuld. Stelur Jack Black úr Svínasúpunni? »34 Athafnamaðurinn Óskar Eiríksson frumsýnir Sexy Laundry í vikunni. Kunnar stjörnur fara með aðalhlutverkin. Framleiðir sexí leikrit í Hollywood »38 Spjallþáttakóngurinn Jay Leno er væntanlegur aftur á Skjá einn. 24 stundir ræddu við ánægðan aðdáanda. Jay Leno snýr aftur á skjá landsmanna »38 ● Þingfréttir „Ég hef aldrei hætt sem blaðamaður, ég hef alla tíð ver- ið skráður blaða- maður í síma- skránni. En ég er ekkert að hugsa þetta mín vegna,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem hefur lagt fram tillögu þess efnis að Alþingi reki sjálft fjölmiðil til að fjalla um það sem þar gerist. „Maður er svolítið að klekkja á veldi fjölmiðlanna, grípa fram fyrir hendurnar á þeim. Það er ekkert af hinu verra, það mundi bara hjálpa og hvetja menn til að gera vel.“ ● Þrákelkni Einn ástkærasti leikari þjóðarinnar Egg- ert Þorleifsson mun prýða skjá landsmanna í þáttunum Ríkið sem sýndir verða í vetur á Stöð 2. Auk Eggerts verða þeir Sveppi og Auddi Blöndal í þættinum ásamt öðrum minna þekktum leik- urum. „Ég hef ekki enn farið á handritsfund, en mér skilst að hlutverk mitt verði ekki stórt. Annars líst mér bara vel á þetta,“ segir Eggert. Heimildir herma að Stöð 2 hafi gengið á eftir Eggerti með grasið í skónum og virðist þrákelknin greinilega hafa virkað, sem betur fer. ● Fúllyndi „Það vona ég að okkur takist að berja okkur á brjóst fyrir þenn- an síðasta leik svo ég verði ekki enn fýldari en ég er þegar orðinn,“ segir Ólafur Jóhannesson, lands- liðsþjálfari í knattspyrnu. Íslenska liðið leikur lokaleik sinn á æf- ingamóti á Möltu í dag en báðir leikir liðsins hingað til hafa tapast og árangurinn ekki eftir kokkabók- um Ólafs sem gældi við talsvert betri árangur fyrir mótið. Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.