24 stundir


24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 2

24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 2
➤ Samkvæmt reglugerð um tak-markanir á tóbaksreykingum eru reykingar óheimilar í hús- næði þar sem atvinnu- starfsemi fer fram. ➤ Þó er heimilt, þegar um er aðræða þann hluta atvinnu- húsnæðis sem almenningur hefur ekki aðgang að, að hafa sérstakt afdrep fyrir tóbaks- reykingar. REYKINGALÖGIN Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í gær þá tillögu forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, að banna reykingar í Alþingishúsinu frá og með 1. júní næstkomandi. Reyk- ingar hafa verið leyfðar í sérstöku herbergi í Alþingishúsinu sam- kvæmt heimild í reglugerð tóbaks- varnarlaganna. Ákvað að taka af skarið „Þetta hefur verið til umfjöllun- ar í nokkurn tíma í forsætisnefnd- inni og það hafa komið fram ábendingar frá þingmönnum og starfsmönnum sem hafa talið óeðlilegt að þetta afdrep væri í Al- þingishúsinu. Eftir að hafa farið rækilega yfir málið þá taldi ég rétt að taka af skarið með þetta, en gefa reykingamönnum hins vegar þennan aðlögunartíma,“ segir Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. Hann segir að þingmenn og starfsfólk þingsins hafi aðallega kvartað undan ólykt af þeim sem notuðu herbergið. „Við höfum ekkert fylgst með því hverjir hafa notað herbergið, en ég hef sjálfur aldrei reykt,“ segir Sturla. „Svona aðgerð gefur auðvitað fordæmi. Alþingi tók ákvörðun um tiltekið reykingabann og setti um það lög. Það var gert vegna þess að það er talið heilsuspillandi að reykja og ég tel að það hljóti að vera mjög skýr skilaboð sem við sendum með því að þetta sé aflagt í húsakynnum þingsins.“ Ákvörðunin fagnaðarefni Baldvin Samúelsson, talsmaður Félags kráareigenda, fagnar ákvörðun forsætisnefndarinnar. Félagið hefur meðal annars bent á að reykingabann á skemmtistöðum standist ekki jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar á meðan Alþingi leyf- ist að hafa sérstakt reykingaafdrep en skemmtistöðum ekki. „Við fögnum þessari ákvörðun einfaldlega vegna þess að það er rétt hjá þeim að gera þetta. Þetta breytir kannski ekki svo mikið okkar málum en við munum nú vinna að lausn málsins í sátt og samlyndi með yfirvöldum,“ segir Baldvin. Alþingi úthýsir reykingafólki  Reykingaafdrepi í Alþingishúsinu verður lokað 1. júní til að gefa gott fordæmi  Félag kráareigenda fagnar ákvörðuninni Dómkirkjan og Alþingishúsið Að- allega hefur verið kvartað undan ólykt af þeim sem notað hafa reykingaafdrepið. 2 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 17 Amsterdam 9 Ankara 8 Barcelona 14 Berlín 9 Chicago 0 Dublin 12 Frankfurt 10 Glasgow 10 Halifax 0 Hamborg 11 Helsinki 2 Kaupmannahöfn 7 London 13 Madrid 18 Mílanó 9 Montreal -9 München 5 New York 2 Nuuk -25 Orlando 18 Osló 3 Palma 22 París 10 Prag 9 Stokkhólmur 4 Þórshöfn 6 Dregur úr vindi og léttir til norðaustanlands, en suðvestan 20-25 m/s við suður- og vest- urströndina annað kvöld. Kólnar með morgninum og víða vægt frost síðdegis.S VEÐRIÐ Í DAG 2 4 5 6 4 Suðvestan 20-25 m/s Suðvestan 13-20 m/s og slydduél eða skúrir, hvassast á Vestfjörðum. Heldur hægari og bjart að mestu á Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig við ströndina, en annars ná- lægt frostmarki. VEÐRIÐ Á MORGUN 2 2 1 2 4 Slydduél eða skúrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins hefur lokið úttekt sinni á brunavörnum í ólöglegu íbúðar- húsnæði í Hafnarfirði. Af þeim tæplega fjörutíu byggingum sem slökkviliðið skoðaði í úttekt sinni, reyndust þrettán þeirra vera með brunavarnir í ólagi. Húsráðendur þeirra húsa munu fá viðvörun frá slökkviliðinu um að þeim verði lokað verði ekki gerðar tafarlausar úrbætur á brunavörn- um. Húsráðendum er gefinn viku- frestur til að andmæla og svo er þeim veittur frestur til að koma lagi á hlutina. „Það er ansi hátt hlutfall að þriðjungur húsanna sem við skoð- uðum sé með alvarlega ágalla á brunavörnum,“ segir Bjarni Kjart- ansson, sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðsins. „Við erum að tala um öryggi fólks og auðvitað er það mjög alvarlegt ef þess er ekki gætt nægilega.“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins hyggst hefja samskonar úttekt á brunavörnum í Kópavogi og Garðabæ á næstunni, svo mun höf- uðborgarsvæðið fylgja í kjölfarið. „Núna vinnum við að því að kortleggja svæðin sem við ætlum að skoða næst en það tekur ein- hverjar vikur. Maður veit auðvitað ekki hvernig ástandið er þar en ef þetta er marktækt, að þriðjungur þessa húsnæðis sé ekki með nægj- anlegar brunavarnir, þá er það verulega slæmt ástand.“ aegir@24stundir.is Úttekt slökkviliðs á ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði lokið Brunavarnir þriðjungs í ólagi Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði Eitt þeirra húsa sem fengu aðvör- un vegna lélegra brunavarna. Norskur togari, Fiskeskjer að nafni, sigldi upp á hafnarkantinn í Neskaupstað eftir hádegið í gær. Togarinn mun hafa leitað vars í Neskaupstað og var verið að færa hann til í höfninni svo annað skip gæti tekið olíu. Talið er að gírbúnaður togarans hafi bilað og var ekki hægt að stöðva hann í tæka tíð. Ekki er vitað um skemmdir á skipinu og höfninni. Þá er ekki vit- að til að neinn hafi sakað. Mikið af skipum er í höfninni í Neskaupstað. Skipið var dregið á flot að nýju seinnipartinn og virtist sem litlar skemmdir hefðu orðið á því. Þá urðu ekki heldur miklar skemmdir á hafnarkantinum. mbl.is Hvorki skip né bryggja skemmd Skip sigldi á land í Neskaupstað „Ég hefði ekki viljað hafa meiri vind,“ segir kona sem var á ferð um Reykjanesbraut síðdegis í gær. Hún segir fólk almennt hafa farið gæti- lega. Björgunarsveitir voru að störfum í Keflavík, Grindavík, Sandgerði og Njarðvík frá því í gærkvöldi. Rúta á leið með flugfarþega frá Keflavík til Reykjavíkur fór út af Reykjanesbrautinni skammt sunnan við Straumsvík síðdegis í gær. Hún valt ekki og engan sakaði. Smá- vægilegar skemmdir urðu á rútunni, og önnur var fengin til að flytja farþegana til Reykjavíkur. Þá varð að vísa flugvélum frá Keflavík- urflugvelli vegna veðurs. Vildi ekki hafa meiri vind Mikill viðbúnaður var hafður eft- ir að rúta fauk út af veginum ná- lægt Hvanná á Jökuldal í gær. Rútan valt á hliðina í vindhviðu og lenti í skafli. Lögregla og sjúkralið komu 16 ungmennum á heilsugæslustöðina á Egilstöðum en ekkert þeirra meiddist. mbl.is Engin meiðsl þegar rúta fauk Hæstiréttur hefur fallist á þá kröfu embættis ríkislög- reglustjóra að fram fari húsleit hjá embætti skattrannsókn- arstjóra í því skyni að leggja hald á tiltekin gögn vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum Óskars Magnússonar, fyrrum stjórnarformanns Baugs. Skatt- rannsóknarstjóri segir að gögnin verði nú afhent. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í janúar á kröfur ríkislög- reglustjóra um húsleit hjá skatt- rannsóknarstjóra. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar, sem nú hefur kveðið upp dóm sinn. mbl.is Fallist á kröfu um húsleit Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.Opið 10-20 virka daga Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 Allt á sinn stað! © In te r I KE A Sy st em s B .V . 2 00 8 www.IKEA.is 695,- KORALL FISK karfa, rauð Ø35, H45 cm WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? STUTT ● Eldsneyti hækkar í verði Eldsneytisverð hefur hækkað hér á landi í morgun. Skelj- ungur hækkaði verð á bensín- lítra um 1,20 krónur og á dísil- olíulítra um 2 krónur. Kostar lítrinn af bensíni því 135,80 í sjálfsafgreiðslu og lítri af dísil- olíu nálgast nú illilega 140 króna markið. mbl.is ● Minkur á góðu verði Gott verð fékkst fyrir minka- skinn á uppboði í Kaupmanna- höfn í vikunni. Einar K. Guð- finnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sig- urgeir Þorgeirsson ráðuneyt- isstjóri voru viðstaddir upp- boðið í Danmörku. mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.