24 stundir - 09.02.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 09.02.2008, Blaðsíða 4
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Farþegar strætisvagna losna við að skafa af bílum og festast í snjósköfl- um á morgnana. Magnús Gunn- arsson strætisvagnsstjóri segir fleiri freistast til að taka strætó þegar færðin er þung. „Maður kannast gjarnan við fastakúnnana en þegar veðrið er svona sér maður fleiri ný andlit,“ segir hann. 05.00 Vaknaði, fór í sturtuog fékk mér ab- mjólk og múslí í morgunmat. 06.10 Ég var sóttur heim tilmín í Grafarvoginn og keyrður upp á Hestháls þar sem vagnarnir bíða. Við vorum á Kirkjusandi fram til áramóta en fluttum þá á Hesthálsinn. 06.40 Var lagður af stað ogmættur á fyrstu stoppistöðina á leið 12, sem ég var að keyra á þessari vakt. Venjulega keyri ég leið 3, 5 og 6 en ég var að taka aukavakt þennan morguninn. Framan af var lítil umferð en eins og venjulega þyngdist hún verulega milli klukkan 8 og 9 og þar sem mikill snjór var á götunum seink- aði mér um örfáar mínútur. En fólk sýndi því skilning enda varla við öðru að búast í svona færð. 11.00 Aukavaktinni varlokið og ég fékk mér hádegismat. 13.00 Næsta vakt hófst ogað þessu sinni keyrði ég leið 15. 18.30 Seinni vaktinni varlokið og ég skellti mér í ræktina. Ég æfi í Hreyfingu og mér líkar það vel. Eftir það fór ég heim og tók því rólega. Fleiri ný andlit í strætisvögnum 24stundir með Magnúsi Gunnarssyni vagnstjóra ➤ Hefur verið strætisvagnsstjórií tæp 11 ár og líkar starfið mjög vel. ➤ Áður var hann búsettur á Pat-reksfirði. Hann þurfti því að læra að rata um borgina þeg- ar hann hóf störf hjá Strætó. MAGNÚS Árvakur/Árni Sæberg Haldið af stað Magnús að störfum. Vagnstjórar þurfa að passa upp á að halda áætlun hvernig sem viðr- ar. Það er erfiðast á morgnana og um eft- irmiðdaginn þegar um- ferðin er þyngst. 4 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir Stórsýning á Hobby hjólhýsum og Isabella fortjöldum í Vetrargarðinum Smáralind Nú er rétti tíminn til að skoða og panta Stórsýning í Vetrargarðinum! Sýningunni lýkur sunnudaginn 10 febrúar kl:18:00 Opnunartími á sýningu Laugardag 11-18 og sunnudag 13-18 Hinir vinsælu Hobby húsbílar. Sýningabílar á staðnum Erum að taka á móti pöntunum núna. Pantanir til afgreiðslu í viku 12 og13 Hobbyhúsið ehf Dugguvogi 12 - S: 517-7040 opið virka daga 10 - 18 laugardag og sunnudag 13 - 16 ATH Seljum sýningarvagnana, til afhendingu strax eftir sýningu. Eigum einnig örfá hjólhýsi 560 Ufe Excelsior, Rollsinn í hjólhýsum á góðu verði og fjármögnun. Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður www.lyfja.is - Lifið heil Á BAK VIÐ FALLEGT BROS ERU VEL HIRTAR TENNUR! ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 3 59 11 0 1/ 07 Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á bio- mjólk með jarðarberjum frá MS. Biomjólkin er seld í 1/2 lítra umbúðum. Munur á hæsta og lægsta verði var 43,6% eða 44 krónur. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 44% verðmunur á biomjólkinni Jóhannes Gunnarsson NEYTENDAVAKTIN biomjólk með jarðarberjum frá MS Verslun Verð Verðmunur Nettó 101 Melabúðin 119 17,8 % Hagkaup 131 29,7 % Samkaup-Strax 133 31,7 % Þín verslun Seljabraut 133 31,7 % 11-11 145 43,6 % Hæstiréttur dæmdi í dag Lög- reglustjórann á höfuðborgarsvæð- inu til þess að hætta að fylgjast með manni en hann kærði lögmæti rannsóknar sem hann sætti til hér- aðsdóms Reykjavíkur. „Hann óskaði fyrst eftir rann- sókn hjá ríkissaksóknara sem sagði eftirlitið heimilt með vísan til reglna ríkissaksóknara sem hafa hvergi lagastoð. Þegar ríkissak- sóknari synjaði erindinu um op- inbera rannsókn kærði lögmaður málið til héraðsdóms á grundvelli 75. greinar laga um meðferð op- inberra mála sem kveður á um það að borgarar geti borið lögmæti rannsóknaraðferða lögreglu undir héraðsdóm,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins. Hann segir niðurstöður héraðs- dóms merkilegar að því leyti að hann úrskurði að lögreglustjórinn notist við rannsóknarathafnir sem eru ekki lögfestar og ekki er laga- heimild fyrir. Hæstiréttur gengur ekki svo langt heldur segir ekki hægt að úr- skurða um lögmætið þar sem lög- reglan neitar að upplýsa nokkuð um rannsóknina. Þar af leiðandi dæmdi hann manninum í vil. „Það er skýrt kveðið á um það í dómi héraðsdóms að þessar að- gerðir falli undir stjórnarskrár- ákvæði í 71. grein og lögreglan var þarna að brjóta lög og stjórnar- skrá,“ segir Vilhjálmur. Hann segir framhaldið að óska eftir því að ríkið viðurkenni skaða- bótaskyldu og greiði manninum skaðabætur. „Það fer eftir því hvert svarið verður við því hvert fram- haldið verður. “ fifa@24stundir.is Lögreglan notaðist við rannsóknarathafnir sem ekki er lagastoð fyrir Dæmd til að hætta rannsókn STUTT ● Ökumenn taka tillit til að- stæðna Brot 51 ökumanns var myndað á Kringlumýrarbraut frá miðvikudegi til föstudags en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í norðurátt, þ.e. yfir gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Vöktunin stóð yfir í tæpar 45 klukku- stundir og óku aðeins 0,02% yfir afskiptahraða en aðstæður til aksturs voru slæmar, hálka og snjókoma. Þessi niðurstaða ber það með sér að ökumenn hafa greinilega tekið tillit til að- stæðna og er það vel. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 71 km/klst. Sá sem hraðast ók mældist á 84 km/ klst. en þarna er 60 km há- markshraði. Við sömu vöktun var á þriðja tug ökutækja ekið gegn rauðu ljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.