24 stundir


24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 6

24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur, fékk ekki álit Kristbjargar Stephensen borgarlög- manns á því hvort hann hefði um- boð til þess að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy áður en hann fór á eigendafund Orku- veitu Reykjavíkur 3. október. Í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld margítrekaði Vilhjálmur að borg- arlögmaður hefði staðfest umboð sitt. Álit frá forstjóra OR Í yfirlýsingu sem Vilhjálmur sendi frá sér í gær segir: „Í sama viðtali talaði ég um ráðgjöf borg- arlögmanns. Þar átti ég við fyrrver- andi borgarlögmann, sem taldi að ég hefði umboð til að taka þessa ákvörðun sem fulltrúi eigenda.“ Ekki kom fram í ályktuninni um hvern af fyrrverandi borgarlög- mönnum Villhjálmur átti við, en Hjörleifur Kvaran, fyrrverandi borgarlögmaður og starfandi for- stjóri Orkuveitunnar, staðfestir að þeir hafi rætt málið. „Ég dró ekki í efa að Vilhjálmur hefði heimild til að taka þessar ákvarðanir á eig- endafundinum,“ segir Hjörleifur Kvaran. „Ég gaf ekki skriflegt álit um það, ég geri ráð fyrir að það hafi komið fram í okkar samtöl- um..“ Hjörleifur var einn þeirra sem áttu að fá kaupréttarsamning í sameinuðu REI. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson var, auk þess að vera borgarstjóri, stjórnarmaður í Orkuveitunni þegar ákvarðanir um REI voru teknar. Vísar í borgarlögmann Í yfirlýsingunni frá Vilhjálmi sagði einnig: „Í áliti núverandi borgarlögmanns á bls. 5 kemur fram að borgarstjóri hafi stöðuum- boð til að taka ákvarðanir fyrir hönd eigandans, Reykjavíkurborg- ar, á aðalfundum og eigendafund- um OR.“ Þarna vísar Vilhjálmur til svars borgarlögmanns við spurn- ingum sem Umboðsmaður Al- þingis beindi til borgarinnar vegna REI-málsins. Þar segir: „Í þessu felst að borgarjóri hafi stöðuum- boð til að taka ákvarðanir fyrir hönd eigandans, Reykjavíkurborg- ar á aðalfundum eða eigendafund- um. Það stöðuumboð verður þó ekki talið vera án takmarkana. Vangaveltur hafa komið upp í kjöl- far sameiningarinnar að hvort borgarstjóri hafi farið út fyrir stöðuumboð sitt, þ.e. hvort borg- arráð hefði þurft að samþykkja sameininguna. Af því telefni m.a. hefur borgarráð sett á laggirnar sérstakan stýrihóp um málefni OR.“ Það er því ekki annað að skilja en að borgarlögmaður hafi talið það hlutverk stýrihópsins að dæma um umboð borgarstjóra. Forstjóri OR álitsgjafinn  Borgarlögmaður vildi að stýrihópurinn tæki afstöðu til þess hvort borgarstjóri hefði umboð ➤ Gunnar Helgi Kristinsson,prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í sveita- stjórnarmálum, segir að fyr- verandi borgarlögfræðingur hafi sömu stöðu og hver ann- ar lögfræðingur úti bæ. ➤ Í Kastljósþættinum á fimmtu-daginn rifjaði Sigmar Guð- mundsson upp rangfærslur Vilhjálms í tengslum við kaupréttarsamninga sem starfsmenn REI áttu að fá. RIFJAÐ UPP Borgarstjóri Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarstjóri fór ekki eftir viðurkenndum boðleiðum. „Skýrslan varpar fyrst og fremst ljósi á að fyrrverandi borgarstjóri hafði ekki um- boð til þeirrar ákvörðunartöku sem hann taldi sig hafa,“ segir Guðni Ágústs- son, formaður Framsókn- arflokksins, að- purður um álit sitt á REI-skýrslunni. Aðspurður um framtíð Villhjálms í borginni segir hann að sjálfstæðismenn verði sjálfir að ráða fram úr því. „Ég tel að auðugir menn hafi ver- ið komnir inn í helg vé almenn- ingseigna og það tókst sem betur fer að hverfa frá því og bakka málinu.“ Guðni Ágústsson Umboðsleysi borgarstjóra ljóst „Í framhaldi af þessari skýrslu finnst mér það skipta mestu máli að þeir beri póli- tíska og siðferð- islega ábyrgð sem hana eiga að bera. Það eru viðkomandi ein- staklingar sem voru aðalger- endur í þessu máli og það eru þeir flokkar eða stjórnir þeirra fyrirtækja á hverra ábyrgð þeir starfa,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna, um REI-skýrsluna. Hann segir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að axla þessa ábyrgð. ejg Steingrímur J. Sigfússon Ábyrgðin hjá Sjálfstæðisflokki „Það er álitamál. Ég veit að sam- kvæmt lögfræðilegri ráðgjöf sem hann fékk á sín- um tíma var talið að hann hefði ekki farið út fyrir umboð sitt. Síð- an hafa aðrir lög- fræðingar komið til sögunnar sem eru ósammála því eða telja það vera álitamál,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og formaður stjórnar Orkuveitunnar, að- spurður um það hvort hann telji að fyrrverandi borgastjóri hafi samþykkt samruna REI og GGE án þess að hafa umboð til þess. Kjartan Magnússon Umboð borg- arstjóra álitamál „Fyrir mér er þetta eitthvað sem við vissum fyrir nokkru síðan, þannig að þetta er bara staðfest þarna af þessum lögfræðingum,“ segir Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, borg- arfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, um það sem kemur fram í REI-skýrslunni um skort á umboði Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, fyrrverandi borg- arstjóra, til að samþykkja sam- runa REI og GGE. Hún vildi ekki tjá sig um það hvort hún teldi Vilhjálm eiga afturkvæmt í borg- arstjórastólinn. ejg Þorbjörg Helga Vigfúsd. Staðfestir það sem var vitað „Orð mín frá því í fyrradag hafa verið mistúlkuð í fjölmiðl- um. Þau verður að skoða í því ljósi að það var aldrei hlutverk stýrihópsins að draga menn til ábyrgðar. Ég hef ekki í hyggju að benda á einn eða neinn í þessum efnum,“ segir Ólafur F. Magn- ússon borgarstjóri og vísar þar til ummæla sem höfð voru eftir honum þess efnis að hann teldi að einhver ætti að bera ábyrgð í REI-málinu. Er ekki að taka neinn fyrir „Vegna þess hvernig hlutirnir voru túlkaðir í fyrradag þá liggur það alveg fyrir að ég er ekki að taka ákveða einstaklinga fyrir. Þá liggur fyrir að ég hefði ekki farið að starfa með núverandi meiri- hluta ef ég hefði ekki treyst þeim til áframhaldandi starfa.“ Ólafur segir að það eigi eftir að koma í ljós hvert næsta skref verði nú þegar skýrslan skýrsla starfshópsins hefur verið kynnt. „Meira að segja þeir sem unnu þetta hafa ekki gefið skýr svör og jafnvel vantar að þeir hafi talað við alla aðila um málið,“ segir Ólafur og bætir við: „Þetta var ekki kynnt endanlega fyrr enn í fyrradag.“ Meginniðurstaðan skýr Ólafur segist ánægður með meginniðurstöðu starfshópsins. „Hún er sú að það hefur náðst þverpólitísk samstaða um vinnu- brögð, opna stjórnsýslu og eign- arhald almennings, sem eru allt mál sem ég ber mjög fyrir brjósti og fagna því,“ segir hann. Ólafur sagðist hvorki vilja tjá sig um efasemdir um umboð Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar þann 3. október né um þær rangfærslur sem komið hafa fram í máli Vil- hjálms í fjölmiðlum. elias@24stundir.is Ólafur F. Magnússon borgarstjóri um REI-skýrsluna: Segir orð sín vera mistúlkuð 24 stundir reyndu að ná í alla borgarfulltrúa í Reykjavík auk formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki náðist í Jórunni Frímanns- dóttir, Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur og Gísla Martein Bald- ursson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Björk Vil- helmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins. ejg Fáir vildu tjá sig um skýrsluna „Þetta er áfell- isdómur yfir Vilhjálmi Þ. og það sem er mikil tíðindi er að fulltrúar allra flokka fella þann dóm,“ segir Oddný Sturlu- dóttir, borgarfulltrúi Samfylking- arinnar, spurð um álit sitt á REI- skýrslunni. „Árið 1995 keypti Mona Sahlin óvart Toblerone og bleyjur með krítarkorti ríkisins, og sagði af sér sem ráðherra í kjölfarið,“ bætir hún við en segir að þetta séu hlutir sem Sjálfstæð- ismenn verði að eiga við sína samvisku. ejg Áfellisdómur yfir Vilhjálmi Oddný Sturludóttir a„Ég ber auðvitað svona mál undirborgarlögmann. Ég fer ekki til lög- fræðinga úti í bæ. Það kemur fram í hans áliti að ég hafi haft þetta umboð. Mér hefði ekki dottið í hug að undirita svona nema ég hefði skýrt umboð til þess.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri í Kastljósi 7. febrúar 2008 a„Ég fer ekki til svona máls fyrr en éghef það alveg á hreinu að ég hafi svona umboð. Mér bara dettur það ekki í hug. Það er auðvitað alveg ljóst að aðilar í kerfinu hefðu nú aldeilis að- varað borgarstjóra ef hann hefði ekki slíkt umboð.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrverandi borgarstjóri, í Kastljósi 7. febrúar 2008. a„Já, ég fékk úr þessu skorið [áður enfarið var í samningagerðina]. Og það kemur líka fram í áliti borgarlögmanns að þetta sé viðtekin venja. Og það hefði ekki hvarflað að mér, Sigmar, að ég hefði farið að undirrita svona samninga ef ég hefði ekki haft þetta umboð.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, í Kastljósi 7. febrúar 2008. a„Ég þarf auðvitað að bera mig samanvið borgarlögmann um þetta mál. Ég hafði þetta umboð. Ég er náttúrlega ekki að tala við Andra fyrirfram eða Láru V. Júlíusdóttur. […]Að sjálfsögðu hafði ég það[umboðið]. Annars hefði ekki hvarflað að mér að gera þetta.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri í Kastljósi 7. febrúar 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.