24 stundir - 09.02.2008, Side 12

24 stundir - 09.02.2008, Side 12
12 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir Er bíllinn þinn ekki lengur í ábyrgð? Bíll sem ber merki um Bílaábyrgð Varðar er betri bíll vegna þess að hann er tryggður fyrir óvæntum bilunum og göllum þó hann sé ekki lengur í verksmiðjuábyrgð. Kynntu þér kosti Bílaábyrgðar í síma 514 1000 eða á vordur.is Landsbankinn hefur fært SÍBS, Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúkl- inga, tvær milljónir króna í tilefni af 40 ára afmæli Árbæj- arútibús Landsbankans. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs, afhenti SÍBS gjöfina í gær á afmæl- ishátíð útibúsins. SÍBS fagnar sömuleiðis tímamótum í ár en í haust verða 70 ár liðin frá stofnun sambandsins. Starfs- menn Árbæjarútibús héldu opið hús með gestum. bee SÍBS fær stuðning Tvær milljónir vegna afmælis STUTT ● Formaður vísindaráðs Svein- björn Björnsson hefur verið skip- aður formaður vísindaráðs Há- skólans á Akureyri. Þorsteinn Gunnarsson rektor skipaði ráðið nýlega, en hlutverk þess er að vera háskólaráði og yfirstjórn til ráð- gjafar um eflingu vísindalegra rannsókna við Háskólann á Ak- ureyri. Sveinbjörn Björnsson er eðlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Verkefni vísindaráðs eru m.a.: Stefnumót- un og að vera rektor, háskólaráði, háskólafundi og yfirstjórn til ráð- gjafar um málefni vísinda við Há- skólann á Akureyri. bee Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Þórarni Inga Péturssyni og fjöl- skyldu hans hefur verið gert að flytja íbúðarhús sitt af jörðinni Laufási í Grýtubakkahreppi. Jafn- framt hefur þeim verið synjað um leigu á jörðinni til lengri tíma en fjögurra ára. Fólk segi sig úr þjóðkirkjunni Benedikt Steinn Sveinsson, bóndi í Ártúni í Grýtubakkahreppi, spáir fjöldaúrsögnum úr þjóðkirkj- unni ef Þórarni og fjölskyldu hans verður gert að flytja frá Laufási. Benedikt situr bæði í sveitarstjórn og sóknarnefnd. „Það yrði gífurleg blóðtaka fyrir sveitarfélagið ef fjöl- skyldan þyrfti að flytja burt. Við myndum missa stærsta og yngsta fjárbóndann úr sveitinni, kennara við skólann og þrjú ung börn. Ég fullyrði að nánast allir íbúar hér í sókninni standa með Þórarni og fjölskyldu hans.“ Benedikt segir að málið sé fjarri því búið. „Ég heyri á skotspónum að það verði fjöldaúrsagnir úr þjóðkirkjunni. Ég held að kirkj- unnar menn geri sér enga grein fyrir því hvernig verður fyrir nýjan prest að koma hingað ef vilji sókn- arbarnanna verður hunsaður.“ Heldur jörðinni í gíslingu Halldór Gunnarsson, prestur í Holti, sem situr í kirkjuráði, segir að prestar eigi að fá prestssetur með öllum gæðum sem þeim fylgja. „Við höfum komið mjög á móts við Þórarin. Okkur finnst því óskaplega erfitt að Þórarinn skuli líta svo á að hann geti gert ein- hverjar kröfur um áframhaldandi búsetu í Laufási því hans búskapur tengdist prestskap föður hans. Hann er ekki í stöðu neins við- semjanda og það er óviðeigandi að kirkjustjórn þurfi að taka tillit til sífelldra krafna hans.“ Halldór segir að Þórarni sé gert að flytja hús sitt af jörðinni vegna þess að leigusamningur sé útrunn- inn. „Ef Þórarinn myndi fá að halda húsinu á jörðinni þá myndi hann festa sig í sessi og sami barn- ingurinn upphefjast þegar leigu- samningurinn rynni út næst.“ Halldór segir að ef það sé vilji sóknarbarna að Þórarinn búi áfram á jörðinni þá verði að skoða það vandlega að selja jörðina og flytja aðsetur prests á Grenivík. „Það er ekki inni í myndinni að Laufás verði áfram prestssetur ef prestur fær ekki að njóta gæða jarðarinnar. Það má segja að Þór- arinn haldi jörðinni í gíslingu gagnvart því að hægt sé að auglýsa prestakallið með prestssetrinu.“ „Ekki svaravert“ Þórarinn sagði í samtali við 24 stundir að hann vildi reyna að ná lendingu í málinu. „Ég vil reyna til þrautar að semja um áframhald- andi búsetu okkar í Laufási. Hvað varðar ummæli Halldórs um að ég haldi jörðinni í gíslingu þá eru þau ekki svaraverð og ég vísa þeim beina leið til föðurhúsanna.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Fjöldaúrsagnir úr þjóðkirkjunni?  Kirkjuráðsmaður segir Laufási haldið í gíslingu  Vísa þessu til föðurhúsanna, segir bóndi Laufás Þórarni Inga Péturssyni og fjölskyldu hefur verið gert að flytja íbúðarhús sitt frá Laufási. ➤ Þórarinn og fjölskylda hanshafa stundað búskap í Laufási síðan faðir hans, séra Pétur Þórarinsson, varð að hætta búskap vegna veikinda. Séra Pétur lést á síðasta ári. ➤ Gríðarleg óánægja er í Grýtu-bakkahreppi yfir því að fjöl- skyldan þurfi að flytja frá Laufási. Á undirskriftalista þeim til stuðnings skráðu sig 97 prósent íbúa sem náðist í, alls um 500 manns. ÓÁNÆGJA Árvakur/Þorkell Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræð- ingur og fyrrverandi rektor Há- skóla Íslands, hef- ur verið skipaður formaður vís- indaráðs Háskól- ans á Akureyri. Hlutverk ráðsins er að vera há- skólaráði og yf- irstjórn til ráðgjafar um eflingu vísindalegra rannsókna við Há- skólann á Akureyri, að beita sér fyrir mótun og endurskoðun stefnu um vísindi við Háskólann á Akureyri og skapa bætt um- hverfi til rannsókna fyrir kennara háskólans. mbl.is Háskólinn á Akureyri Sveinbjörn stýrir vísindaráði Fíkniefnaleitarhundar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið í ströngu undanfarið og hafa enn og aftur sannað gildi sitt. Óvíst er að án þeirra hefði jafn vel tekist til við að upplýsa fíkniefnabrot og raun ber vitni. Hundarnir hafa komið við sögu í nokkrum handtökum upp á síð- kastið, meðal annars í fyrradag þegar hass fannst við fíkniefnaleit á heilbrigðisstofnun á höf- uðborgarsvæðinu. aak Fíkniefnaleitarhundar Hass á heil- brigðisstofnun

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.