24 stundir - 09.02.2008, Side 14

24 stundir - 09.02.2008, Side 14
Röskva vann nauman sigur í kosningum til Stúdentaráðs Há- skóla Íslands í vikunni. Kosið verð- ur í stúdentaráð í Kennaraháskóla Íslands í mars. Eftir sameiningu HÍ og KHÍ í júlí mun eitt stúdentaráð stýra hagsmunamálum stúdenta, en ekkert samráð var haft við stúd- enta í KHÍ um kosningarnar í HÍ. Stúdentar í HÍ eru þeir einu sem nota listakerfi við að velja forystu nemendafélagsins, en fyrir því er lítill áhugi hjá KHÍ. „Við höfum verið mjög ánægð með okkar fyr- irkomulag og höfum engan áhuga á pólitískum kosningum. Við kjósum fólk en ekki lista,“ segir Birna Hjaltadóttir, formaður Stúdenta- ráðs KHÍ. Ekki sátt Birna segir að kosningar til stúd- entaráðs HÍ hafi ekkert verið rædd- ar á samráðsfundum með HÍ og þau ekki höfð með í ráðum. Stúd- entaráð KHÍ sé mjög meðvitað um það. „Við höfðum ekki neitt um þessar kosningar að segja og það er auðvitað slæmt mál. Það eru að fara 2.700 manns úr KHÍ yfir í HÍ og það var ekki haft neitt samband við okkur vegna kosninganna.“ Birna segir að það hljóti að vera ákveðin brotalöm í kerfinu. ,,Við erum líka að fara að kjósa í nýtt stúdentaráð í næsta mánuði en hvað á það sér langa framtíð?“ spyr Birna.„Það er bókað mál að þau munu eiga full- trúa inni í stúdentaráði, þetta er bara útfærsluatriði sem þarf að skoða betur,“ segir Pétur Georg Markan, stúdentaráðsmeðlimur fyrir Röskvu og formaður fjármála- nefndar Stúdentaráðs HÍ. Stúdent- ar KHÍ munu hafa mikið vægi og allt kapp verður lagt á að gera öllum jafn hátt undir höfði, segir Pétur. Hann segir ennfremur að þótt kosningarnar hafi kannski ekki ver- ið ræddar sérstaklega á samráðs- fundum þá hafi stúdentaráð KHÍ mátt vera mjög meðvitað um kosn- ingarnar í HÍ. Sú hugmynd að fresta kosningum til stúdentaráðs til næsta hausts hafi aldrei verið nefnd. Ekki muni heldur verða kos- ið aftur því kosningar séu þungar í framkvæmd. Það verða því ekki aðrar kosningar fyrr en að ári og því verða stúdentar KHÍ að una. Bæði Pétur og Birna eru þó á einu máli um að báðir hópar leggi mikla áherslu á samvinnu til að tryggja sem best hagsmuni beggja hópa og að KHÍ muni eiga rödd innan stúdentaráðs. Ekkert samráð um kosningar  Röskva í meirihluta í Stúdentaráði eftir kosningar í HÍ  Ekkert samráð haft við stúdenta í KHÍ þótt sameining standi fyrir dyrum ➤ Röskva vann í kosningum tilstúdentaráðs HÍ í vikunni. ➤ Kosningar til stúdentaráðsverða í KHÍ í mars. ➤ KHÍ og HÍ sameinast 1. júlí, enekki verður kosið aftur. STÚDENTAKOSNINGAR ÁrvakurJim Smart Nýkosið stúdentaráð HÍ mun stýra hagsmunum nemenda í sameinuðum háskóla. 14 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir MasterCard Mundu ferðaávísunina! Barcelona frá 19.990 kr. Flugsæti með sköttum. Fargjald A. Netverð á mann. Takmarkað magn sæta í boði á þessu verði. Lægsta fargjald er uppselt á mörgum brottförum. Heimsferða Vorveisla Síðustu sætin! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Bókaðu núna! E N N E M M / S IA • N M 3 19 97 Beint flug 7. mars - örfá sæti 10. mars 13. mars - örfá sæti 28. mars 31. mars 3. apríl - uppselt 7. apríl 10. apríl - örfá sæti 13. apríl 17. apríl - nokkur sæti 21. apríl 24. apríl - nokkur sæti 27. apríl 1. maí 5. maí 8. maí - nokkur sæti 12. maí Beint flug 24. mars 28. mars - nokkur sæti 31. mars 4. apríl - örfá sæti 7. apríl Beint flug 24. apríl - örfá sæti 28. apríl - UPPSELT 1. maí 5. maí - örfá sæti 8. maí - örfá sæti 8. júní - AUKAFLUG Beint flug 11. apríl - örfá sæti 14. apríl 17. apríl - UPPSELT Beint flug 23. apríl - örfá sæti 27. apríl 30. apríl - nokkur sæti 4. maí 9. maí - örfá sæti Prag frá 39.990 kr. Flug, skattar og gisting í 4 nætur með morgunverði í tvíbýli á Hotel Corinthia Towers *****. Sértilboð 24. og 31. mars. Budapest frá 61.690 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel Carat **** í 4 nætur 1. maí. Netverð á mann. Kraká frá 44.790 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel Chopin *** eða Hotel Wyspianski *** í 3 nætur 14. apríl. Netverð á mann. Vilnius frá 40.790 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel Europa City *** í 3 nætur 27. apríl. Netverð á mann. B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . „Við viljum sýna að við séum á móti kynþáttahatri og félagsskap eins og ÍFÍ [Ísland fyrir Íslendinga] sem hefur verið mikið fjallað um upp á síðkastið, okkur langar að sýna að það er fleira fólk gegn rasisma,“ segir Sabine Høgh, en hún fer fyrir hópnum Ísland fyrir alla. Sabine segir þau verða vör við talsvert kynþáttahat- ur á Íslandi og það hafi vaxið undanfarin ár. „Það er eins og fólk sé hrætt við þá sem flytjast hingað nýir því það veit ekki við hverju má búast,“ segir hún. Félagsskapurinn Ísland fyrir alla varð til á vefsvæð- inu facebook.com og eru meðlimir um 2000 talsins. Af þeim hafa um 60 boðað komu sína á fyrsta fund hans sem haldinn verður í húsnæði Norræna félagsins við Óðinsgötu á morgun, sunnudag, klukkan 17. Þangað eru allir velkomnir. Að sögn Sabine ætla þau að nota fundinn til að kasta milli sín hugmyndum um hvert þau vilja stefna með félagsskapinn, hugmyndir eru uppi um alls kyns kúlt- úrkvöld og jafnvel pólitískan þrýsting. „Við viljum breyta rasismanum sem hefur verið í gangi og viljum breyta viðhorfi fólks til útlendinga á Íslandi.“ aak Nýr félagsskapur gegn kynþáttahatri, Ísland fyrir alla Fólk hrætt við innflytjendur Víðförul Sabíne á ferðalagi um Kenía Sunnlendingum verður tryggður aðgangur að sunnlenskum bjór í vínbúðum í sinni heimabyggð um leið og hann kemur á markað. Þetta segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjón- ustusviðs ÁTVR. Í frétt í 24 stundum í gær var sagt frá því að nýjar tegundir hjá ÁTVR þurfi að fara í reynslusölu í tveimur verslunum ÁTVR í Reykja- vík, áður en þær fara í almenna sölu. Einar segir það ekki gilda í þeim tilfellum þar sem vara er framleidd á Íslandi; þá sé leitast við að framleiðslan sé seld í þeim vín- búðum sem eru nálælgt fram- leiðslustað. „Við hlustum náttúrlega á óskir viðskiptavina, sem þýðir að við höfum alltaf haft framleiðsluna til sölu nálægt framleiðslustað,“ segir Einar. Ennfremur bendir hann á að viðskiptavinir geti pantað vörur úr vöruúrvali ÁTVR í þær búðir þar sem þær ekki fást, sér að kostn- aðarlausu. hlynurst@24stundir.is Regla um reynslusölu gildir ekki um íslenska framleiðslu Sunnlendingar fá bjórinn Skjálfti Kemur á markað í lok mánaðarins.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.