24 stundir - 09.02.2008, Page 17

24 stundir - 09.02.2008, Page 17
sókn til valda. Svo komst Vilhjálmur í meirihluta aft- ur. Það var Ólafur F. Magnússon sem sá til þess og þaðan af síður var hægt að sjá að einn eða neinn væri að axla ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut með þeirri meirihlutamyndun heldur. Það sjálfsagða viðhorf að stjórnmálamenn taki ábyrgð á gjörðum sínum fer hins vegar ört vaxandi. En ekki er nein trygging fyrir því að það dugi til. Þegar hangið er á völdunum hvað sem það kostar gleymast grundvallaratriðin. Stjórnmálamenn láta seint undan þrýstingi „Vilhjálmur situr í súpunni, þrátt fyrir að skýrslan hafi farið mildum höndum um hann, “ segir Gunnar Helgi Kristinsson. Prófessorinn segir viðbrögð stjórn- málamanna sem sökkva í fen oftast vera svipuð. „Þeir hafa ríka tilhneigingu til að reyna að svamla áfram og sitja af sér málið. Heiðursmannaafsagnir í pólitík eru mjög sjaldgæfar bæði hér á landi og annars staðar, miklu sjaldgæfari en afsagnir knúnar fram af ut- anaðkomandi afli,“ segir Gunnar Helgi. „Stjórn- málamenn herpa sig frekar saman og bíða eftir því að fenni yfir sporin.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson situr uppi með að sú skýring hans að hann hafi leitað álits borgarlögmanns um ákvarðanir í REI er röng. Gunnar Helgi segir litla hjálp í eftiráskýringu um að hann hafi leitað til fyrr- verandi borgarlögmanns. Það sé eins og að leita til hvaða lögfræðings sem er úti í bæ, eða til vinar síns, og hafi enga vigt innan stjórnsýslunnar. Eftir stendur að hvort sem þetta er rétt hjá Vilhjálmi eða ekki, þá hafa réttar boðleiðir ekki verið notaðar. Reyk-málið er í sjálfu sér smámál. REI-málið er stórmál. En á hvort málið sem menn horfa þá er ljóst að stjórnmálamenn starfa ekki í takt við viðurkenndar leikreglur. aBjörg Eva Erlendsdóttir Þegar hangið er á völdunum hvað sem það kostar gleym- ast grundvallaratriðin. Flest- ir frétta af því strax í barn- æsku að menn eigi að segja satt og það á ekki að þurfa neinar REI-skýrslur til að læra það. 24stundir LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 17 Stjórnarkreppan í Reykjavíkur- borg ætlar engan endi að taka. Hægri glundroðinn er svo gagnger að í kjölfar klofnings F-listans gefa borgarfulltúar Sjálfstæðisflokksins út skýrslu með minnihlutanum um framgöngu eigin oddvita og um að borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi skort pólitískt, sið- ferðilegt og lagalegt umboð til stórra og óvenjulegra ákvarðana! Sú veika borgarstjórn sem þetta af- hjúpar er afleiðing af umboðsskorti og skorti á lýðræði. Frá því Ingi- björg Sólrún Gísladóttir hætti sem borgarstjóri í Reykjavík hefur eng- inn borgarstjóri haft atkvæði meirihluta borgarbúa og með svo takmarkað umboð hafa þeir komið og farið hver á fætur öðrum. Því forsendan fyrir sterkum borgar- stjóra í Reykjavík er beint umboð frá borgarbúum. Við þetta bætist að meirihluti Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks var byggður á minni- hluta atkvæða borgarbúa og völd Framsóknar í því samstarfi langt umfram það sem þeirra lýðræðis- lega umboð fól í sér. Nú er svo kominn borgarstjóri sem enginn myndi kjósa og meirihluti sem lítill hluti borgarbúa styður. Og þessi meirihluti er myndaður um tvö mál sem kjósendur höfðu ekki hugmynd um að stærsti stjórn- málaflokkurinn í Reykjavík myndi setja á oddinn eftir kosningar, þ.e. friðun Laugavegar 4 og 6 og vot- lendisins í Vatnsmýri. Þótt Reykja- víkurlistinn hafi gengið sér til húð- ar var það rétt sem lagt var upp með. Nauðsyn þess að Reykvíking- ar hefðu skýra valkosti og kysu meirihluta og borgarstjóra beint í kosningum en þyrftu ekki að sitja uppi með niðurstöður úr vafa- sömu baktjaldamakki eftir kosn- ingar. Á næstsíðasta kjörtímabili settum við líka ákvæði um að íbúar gætu krafist atkvæðagreiðslu um stórframkvæmdir og gerðum ýms- ar tilraunir með beint lýðræði. Þeirri þróun er mikilvægt að halda áfram og augljóslega nauðsynlegt að borgarbúar geti knúið fram kosningar ef meirihlutinn bregst algjörlega trausti. Sumir segja að lýðræði okkar sé enn að slíta barns- skónum, enda Ísland ungt lýðveldi, og við höfum til þessa ekki vefengt umboð sterka borgarstjórans frem- ur en kóngsins áður, heldur bara hlýtt hans ráðstöfunum. Það er ekki bundið við borgarmálin held- ur á það ekki síður við í landsmál- um. Það er ótrúlegt að í sextíu ára sögu lýðveldisins hafi þjóðin aldrei nokkru sinni knúið fram eða feng- ið að taka sjálf ákvörðun um eitt einasta atriði er máli skipti. Aldrei. Og hvaða rugl er það? Hefur á heil- um mannsaldri ekkert það álitamál verið uppi á Íslandi að almenning- ur ætti að taka afstöðu til þess fremur en ríkisstjórnin? Í vikunni fengum við sem fyrr fréttir af því að árið 2006 hefði matvöruverð enn verið tveimur þriðju hlutum hærra á Íslandi en að meðaltali í Evrópu. Við vitum að svipað á við um marga aðra vöru s.s. lyf, barna- vörur og ýmsar nauðsynjar fyrir al- þýðu manna. Þetta er auðvitað sér- staklega íþyngjandi fyrir venjulegt fólk með lágar og meðaltekjur og þá ekki síst barnafjölskyldur. Miklu alvarlegri eru þó þau erfiðu skilyrði sem hið séríslenska vaxtaokur skapar almenningi og venjulegum fyrirtækjum. En stýrivextir Seðla- banka Íslands eru 10 prósentum hærri en evrópska bankans. Af þessum ástæðum og ýmsum öðr- um, ekki síst menningarlegum, hafa æ fleiri hallast að því að við eigum að bindast bandalagi við aðrar evrópskar þjóðir og sækjast eftir þeim vöru- og vaxtakjörum sem þar tíðkast og efla evrópsk menningaráhrif á Íslandi um leið. Aldrei hefur þjóðin staðið frammi fyrir stærri ákvörðun en þessari. Alþingi hefur enga burði til að taka á málinu. Umræðan sem þarf að fara fram verður ekki fyrr en við tökum afstöðu til aðildar. En ennþá árið 2008 bíðum við og frestum ákvörðunum og ólíkt nær öllum þjóðum í Evrópu höfum við ekki tekið afstöðu til Evrópusam- vinnunnar. Jafnvel Norðmenn hafa ekki sjaldnar en tvívegis gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu sína í málinu. Við aldrei. Ekki fyrr en við neyðumst til þess og höfum glatað allri samningsstöðu. Svolítið eins og sveitamaðurinn sem aldrei skal flytja á mölina nema nauð- beygður. Höfundur er alþingismaður Örlítið meira lýðræði, takk VIÐHORF aHelgi Hjörvar Aldrei hefur þjóðin staðið frammi fyrir stærri ákvörðun en þessari. Al- þingi hefur enga burði til að taka á málinu. FEBRÚAR TILBOÐ x4 USB MINNISLYKILL 1GB Minnislykill frá Corsair sem rúmar allt að 1000 myndir. Inneign fylgir á 100 mynda stafræna framköllun (10 x 15) hjá Hans Petersen. OG 100 MYNDA FRAMKÖLLUN 2.490 kr. Safnkortshafar borga aðeins auk 1000 punkta Punktar gilda fjórfalt Fullt verð: 6.490 kr. Tilboðið gildir til 31.03. 2008 eða á meðan birgðir endastVr. 85060633 x2 MÁNAÐAR ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 Safnkortshöfum gefst tækifæri til að kaupa sér áskrift að Stöð 2 í mánuð til að geta horft á fyrstu þættina af “Bandið hans Bubba”. Eins er þetta frábært tækifæri til að kynna sér fjölbreytta dagskrá Stöðvar 2 áður en keyptur er stærri áskriftarpakki. 3.590 kr. Safnkortshafar borga aðeins auk 1000 punkta Punktar gilda tvöfalt Fullt verð: 5.590 kr. Tilboðið gildir til 31.03. 2008 eða á meðan birgðir endastVr. 85060636 x6 REMINGTON HÁRSNYRTIR Vatnsheldur hársnyrtir frá Remington sem má nota í sturtu. 2 stillanlegir kambar 3 mm - 18 mm. Hleðslurafhlaða dugar í 40 mín. notkun. Snyrtitaska fylgir, ásamt spegli, greiðu og skærum. 3.900 kr. Safnkortshafar borga aðeins auk 1000 punktaPunktar gilda sexfalt Fullt verð: 9.900 kr. Tilboðið gildir til 31.03. 2008 eða á meðan birgðir endastVr. 85060634 x3 ULTIMATE TOPGEAR Á DVD Það besta úr frábærum sjónvarpsþætti um magnaða bíla. Flottustu, heitustu, hröðustu og dýrustu bílarnir fá það sem þeir eiga skilið og stundum meira en það þegar þáttastjórnendur TopGear stíga bensínið í botn. 1.990 kr. Safnkortshafar borga aðeins auk 1000 punkta Punktar gilda þrefalt Fullt verð: 4.990 kr. Tilboðið gildir til 31.03. 2008 eða á meðan birgðir endastVr. 89159416 x3 TOPPASETT 42 STK Toppa- og bitasett með T-skralli. 42 stykki í kassanum ¼” toppar 5 mm - 13 mm ásamt 30 bitum. Mjög hentugt á öll heimili. 1/4” SKRÚFBITAR OG TOPPAR 1.490 kr. Safnkortshafar borga aðeins auk 1000 punkta Punktar gilda þrefalt Fullt verð: 4.490 kr. Tilboðið gildir til 31.03. 2008 eða á meðan birgðir endastVr. 85060635 Febrúartilboðin fást á þjónustustöðvum N1 og í verslun N1 Bíldshöfða 9. Allar nánari upplýsingar á www.n1.is TIL SAFNKORTSHAFA Serblad 24 stunda Auglysingasimi Katrin s.510 3727 / kata@24stundir.is KOLLA s. 510 3722 / kolla@24stundir.is Heilsa 26.FEBRuar 2008 Auglysingasimi Katrin s.510 3727 / kata@24stundir.is KOLLA s. 510 3722 / kolla@24stundir.is

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.