24 stundir - 09.02.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 09.02.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir Gleðifregnir úr Eyjum Gríptu augnablikið og lifðu núna Sjómaður einn varð forviða þegar komst í fullt GSM samband þar sem hann var staddur ríflega 30 km undan ströndum Vestmannaeyja. Hringdi hann í kjölfarið í þjónustuver Vodafone og tilkynnti hátíðlega að NMT símanum yrði hér eftir stungið ofan í skúffu. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag.G ar ðs ka ga vi ti F í t o n / S Í A Óskilorðsbundnar fangelsis- refsingar sem bárust Fangelsis- málastofnun til fullnustu voru 312 árið 2002 en 407 í fyrra. Þeim hefur því fjölgað um 30 prósent á því tímabili. Fyrra viðmiðunarárið voru 88 prósent allra óskilorðsbundinna refsinga eitt ár eða styttri. Þeir sem fengu þyngri dóma en eitt ár voru því um tólf prósent fanga. Árið 2007 hafði þetta hlutfall breyst töluvert. Þá var 81 af hverjum hundrað sem hlutu refsivist dæmdur til eins árs refs- ingar eða skemmri. Nítján pró- sent fanga hlutu lengri dóma en það. Þar af voru alls 20 manns dæmdir til þriggja ára refsingar eða lengri. Þeir höfðu verið átta að meðaltali frá árinu 2002. Þyngstu dómunum fjölgaði því um 250 prósent á síðasta ári. Heildarrefsitími sem berst Fangelsismálastofnun til fullnustu á hverju ári er einnig sífellt að lengjast og hefur aldrei verið lengri en hann var í fyrra. Á tí- unda áratugnum var hann að meðaltali tæp 179 ár. Á árunum 2000 til 2006 hækkaði meðaltalið í 214 ár. Í fyrra var heildarrefsi- tíminn hins vegar 302 ár, eða 70 prósentum lengri en hann var að meðaltali á tíunda áratugnum. Margir í gæsluvarðhaldi Það sem af er þessu ári hafa þegar fallið nokkrir þungir dóm- ar. Tveir karlmenn voru dæmdir í fimm ára fangelsi hvor fyrir hrottafengna nauðgun og einn hlaut fjögurra ára dóm fyrir kyn- ferðisbrot síðastliðinn þriðjudag. Þá verður kveðinn upp dómur í stærsta fíkniefnamáli Íslandssög- unnar, Pólstjörnumálinu, á næstu vikum. Þar eru sex karlmenn ákærðir og verður að teljast lík- legt að þeir hljóti allir þunga dóma. Auk þess eru fjórir menn í gæsluvarðhaldi vegna hraðsend- ingarsmyglsins svokallaða, sem snýst um smygl á 4,6 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni til landsins. Verði þeir dæmdir má ætla að dómur þeirra verði einnig þungur. Þá var hollenskur karlmaður gripinn í Leifsstöð á þriðjudag með 1,2 kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann hefur einnig verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald. Því ætti langtímaíbúum íslensku fangelsanna að fjölga töluvert á árinu. Föngum fjölgar Í þeim fimm fangelsum lands- ins sem vista refsifanga á Íslandi eru í dag 128 pláss. Þeim mun fjölga um tíu um næstu mán- aðamót þegar fangelsið á Ak- ureyri verður opnað að nýju. Á móti kemur að Fangelsismála- stofnun hefur lofað að hætta að tvímenna í klefa, líkt og gert er í þremur tilvikum á Litla-Hrauni um þessar mundir, strax og Ak- ureyrarfangelsið verður tekið í gangið. Afplánunarplássin verða því 135 talsins. Alls eru 129 einstaklingar í af- plánun í dag vegna óskilorðs- bundinnar fangelsisrefsingar. Nítján þeirra eru á Vernd, í með- ferð, vistaðir á Sólheimum eða á vegum Barnaverndarstofu. 110 þeirra sitja hins vegar í fang- elsum landsins. Við þá tölu bæt- ast þeir 23 sem sitja í gæslu- varðhaldi um þessar mundir og því dvelja alls 133 manns í þeim 128 plássum sem eru í íslenskum fangelsum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismála- stofnun voru þeir að meðaltali 109 á tímabilinu 1996 til 2006. Í dag sitja rúmlega 20% fleiri í fangelsunum en að meðaltali á því tímabili. Fleiri á leiðinni Þá hafa alls 144 einstaklingar verið dæmdir til óskilorðsbund- innar refsingar en ekki enn hafið afplánun. Auk þess hafa á þriðja tug einstaklinga þegar hlotið dóm en ekki verið formlega boð- aðir til afplánunar. Árið 2007 var 71 prósent allra óskilorðsbundinna dóma sex mánuðir eða styttri. Öllum sem hljóta slíka dóma er boðið að taka refsingu sína út með sam- félagsþjónustu. Það þýðir að 29 prósent hlutu dóma sem voru lengri en sex mánuðir. Ef sama hlutfall myndi eiga við þá 144 einstaklinga sem hafa verið dæmdir en ekki hafið afplánun þá má ætla að um 42 einstakling- ar til viðbótar væru á leiðinni í fangelsi. Meðalnýting íslenskra fangelsa á síðasta ári var 94,83 prósent á síðasta ári. Þrjú þeirra: Litla- Hraun, Kvíabryggja og Kópa- vogsfangelsi voru með yfir 95 prósenta nýtingu. Árið 2006 var heildarnýting þessara sömu fang- elsa 85,94 prósent, eða tæplega níu prósentum minni. Þar sem farið er að setja fanga saman í klefa verður að ætla að nýting þeirra sé alger í dag. Fjölgun erlendra fanga Alls situr 21 erlendur ríkis- borgari í íslenskum fangelsum í dag, sextán í afplánun og fimm í gæsluvarðhaldi. Í fyrra sátu samtals átján er- lendir einstaklingar að meðaltali í fangelsum hérlendis, annað hvort í afplánun eða gæsluvarðhaldi, og höfðu þá aldrei verið fleiri. Þeir sátu inni fyrir fíkniefna-, kyn- ferðis-, ofbeldis- eða auðgunar- brot auk þess sem einn sat inni fyrir manndráp eða tilraun til manndráps. Miðað við að fimm þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi um þessar mundir séu erlendir má ætla að þessi hópur muni einnig stækka innan fangelsisveggjanna. Tími til aðgerða Íslensk fangelsi eru full. Dómar eru að þyngjast og alvarlegum af- brotum er að fjölga. Fleiri dvelja í lengri tíma í fangelsum. Tilraunir fangelsismálayfirvalda til að bregðast við þessum vanda eru af hinu góða. En þær eru fjarri því að leysa hann. Til þess þarf nýtt fangelsi. Um það hefur verið rætt áratugum saman án efnda. Því hefur meira að segja verið fund- inn samastaður á Hólmsheiði, þarfagreining unnin fyrir það en engin áætlun liggur fyrir né hefur fjármagni verið heitið til fram- kvæmdarinnar. Fangelsi Mikill skortur er á rýmum fyrir fanga á Íslandi Kominn tími á fangels- ismálin  Dómar þyngjast verulega  Á sama tíma fjölgar óskilorðsbundnum refsingum mikið og þeir sem taka út slíkar refsingar verða fleiri  Íslensk fangelsi eru að springa 24 stundir spurðu dóms- málaráðherra: Verður eitthvað gert vegna ástandsins í vistun refsifanga? „Það hefur þegar verið gripið til þeirra ráðstafana að tvísetja í nokkra fangaklefa. Í byrjun mars kemur endurbætt fangelsi á Akureyri í gagnið. Næstu skref eru framkvæmdir á Litla- Hrauni.“ Hvenær verður byggt nýtt fang- elsi á höfuðborgarsvæðinu? „Ný fangelsisaðstaða á höf- uðborgarsvæðinu er lokaskref- ið samkvæmt vinnuskjali ráðu- neytis og Fangelsismálastofnunar.“ Er ástand fangelsismála ásætt- anlegt að þínu mati? „Ávallt má gera betur í öllum málum.“ FJÖLDI ÓSKILORÐSBUNDINNA REFSINGA 2002-2007 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Hlutfallsbreyting 0-6 mánuðir 242 275 265 263 283 291 20,2 % 6-12 mánuðir 36 42 44 47 38 40 11,1% 12-36 mánuðir 33 44 44 53 33 56 69,7% Yfir 36 mánuðir 8 7 8 7 10 20 250% Alls 312 368 361 370 364 407 - FJÖLDI FANGA Í FANGELSUM og heildarrefsitími þeirra í árum talið. Fjöldi Heildarrefsing fanga* í árum 2001 107 241 2002 103 179 2003 116 215 2004 120 209 2005 116 235 2006 118 220 2007 120 302 2008 133 - * Tölur fyrir tímabilið 2001 til 2007 eru meðaltal- sfjöldi fanga í fangelsum á dag. Tölur fyrir 2008 eru sá fjöldi sem er í fangelsum í dag Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is FANGELSISMÁL Má gera betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.