24 stundir - 09.02.2008, Side 21

24 stundir - 09.02.2008, Side 21
Til skammar Vill loka Hegningarhúsinu Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður allsherjarnefndar, heimsótti nýverið Litla-Hraun ásamt öðrum nefndarmönnum til að kynna sér aðstæður þeirra fanga sem þar dvelja. „Það er al- veg ljóst að það þarf meira fjár- magn í fangelsismál. Dómar eru að þyngjast og það er mikið fagn- aðarefni. Hins vegar þarf kerfið að bregðast við því að eftirspurnin eftir fangelsisplássum er að aukast og fjárveitingarvaldið þarf að bregðast við því. Það er hluti af grunnskyldum hvers samfélags að hafa skikkanlega aðstöðu í fang- elsum. Það skiptir máli að þeir sem fara í afplánun komi betri menn út. Annars er hætta á að þeir fari aftur í sama farið. Það gengur heldur ekki til lengdar að vista tvo einstaklinga saman í klefa og vonandi verður hægt að bregðast við þessum aðstæðum með byggingu nýs fangelsis. Það er búið að vinna þarfagreiningu fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og nú vantar fjármagnið. Það þarf að berjast fyrir því í fjárlögum að þessir hlutir komist í lag. Mér finnst komið að fangelsismálun- um. Undanþága Hegningarhússins rennur út árið 2010 og ekki er ljóst hvernig brugðist verður við því. Ágúst Ólafur er ekki ánægður með að húsið sé enn nýtt til að hýsa fanga. „Það fyrirbæri er til skammar og það ætti að vera búið að loka því fyrir löngu.“ Fjárframlög til fangelsa þarf að auka Ætti að vera lokað 24stundir LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 21. FANGELSI Á ÍSLANDI ● Litla-Hraun Alls er pláss fyrir 77 fanga á Litla-Hrauni ef hver þeirra fær að vera einn í klefa. Fyrirhugað er að byggja við fangelsið og mun fangaplássum fjölga í 83. Það á að uppfylla þarfir fangelsisins til ársins 2015 en nú þurfa fangar að tví- menna í þremur klefum þar. ● Kvíabryggja Síðastliðið haust var plássum fjölgað úr fjórtán í 22. Fangelsið getur þó einungis tekið á móti 20 föngum sem stendur vegna fjárskorts. ● Fangelsið á Akureyri Fang- elsinu hefur verið lokað tíma- bundið vegna breytinga en stefnt er að því að opna það að nýju í mars og að þar verði hægt að vista 10 fanga. ● Hegningarhúsið Fangelsið var byggt árið 1874 en þar er pláss fyrir allt að 16 fanga. Að- stæður þar þykja ekki vist- mönnum þess bjóðandi og er fangelsið á undanþágu frá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Þá hefur nefnd Evrópuráðsins gegn pyntingum og ómann- úðlegri meðferð í fangelsum ítrekað gert athugasemdir við fangelsið. ● Kópavogsfangelsi Í fangels- inu í Kópavogi er pláss fyrir alls tólf fanga. Allir kvennfangar eru vistaðir þar ásamt sérvöld- um karlkyns föngum. Fangelsið er í grónu íbúðahverfi og þykir henta illa sem vistunarmögu- leiki fyrir fanga. Í frétt á heima- síðu Afstöðu, félags fanga, er sagt að fregnir hermi að þar séu fangar einnig vistaðir tveir sam- an í klefa. ● Hólmsheiði, draumur um fangelsi Umræður um nýtt fangelsi á Íslandi hafa staðið áratugum saman en þarfa- greiningu fyrir fangelsi á Hólmsheiði var skilað í ágúst síðastliðnum. Áður fyrr var miðað við að það ætti að vera risið árið 2010 en fram- kvæmdir við byggingu þess eru ekki í sjónmáli. Samkvæmt hugmyndum um fangelsið eiga að vera þar 64 vistunarrými fyrir fanga, og ef það yrði byggt væri hægt að loka bæði Hegningarhúsinu og fangelsinu í Kópavogi. HORFIN ÚRRÆÐI ● Byrgið og Vernd Á árinu 2006 voru að meðaltali 6,5 fangar í afplánun vistaðir í meðferð á hverjum degi. Ári síðar hafði þeim fækkað um þrjá og voru 3,5. Fækkunin er rakin beint til þess að ekki var lengur unnt að vista slíka fanga í Byrginu en því var lokað í byrjun síðasta árs eftir að upp komu alvarlegar ásakanir á hendur Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni þess. Á Vernd voru vistaðir að með- altali 17,4 fangar í afplánun á dag árið 2006. Ári síðar voru þeir 12,5, og hafði því fækkað um fimm. Fækkunin er rakin beint til þess að ekki er lengur unnt að vista kynferð- isbrotamenn á Vernd, en stjórn Verndar hætti að taka við kyn- ferðisbrotamönnum eftir að Ágúst Magnússon, sem þá var að ljúka fimm ára fangels- isdómi vegna kynferðisbrota gegn börnum á Vernd, var grip- inn við að reyna að hitta 13 ára stúlku í kynferðislegum tilgangi en stúlkan var tálbeita Komp- áss. Alls hófu 73 samfélagsþjón- ustu í stað óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar á síðasta ári, eða tuttugu færri en árið 2006 þegar þeir voru 93.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.